Skessuhorn - 09.12.2015, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 50. tbl. 18. árg. 9. desember 2015 - kr. 750 í lausasölu
Skemmtilegt spilasett
fylgir þinni peningagjöf
Þegar lagðar eru inn �.��� kr. eða meira á Framtíðar-
reikning fylgir skemmtilegt spilasett með sex spilum.
Tilvalið í jólapakkann.
Kynntu þér málið í næsta útibúi eða á
arionbanki.is/spariland
Coldfri munnúði
Fluconazol
ratiopharm
- við kvefi og hálsbólgu
Eru bólgur og verkir
að hrjá þig?
Landnámssetur Íslands,
Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi
Frá Landnámssetri
Jólalegt hádegi
10. og 18. desember
Aðventutilboð og
jólatónleikar
10. desember
Svavar Knútur og Kristjana
Bræðurnir Ævar vísindamaður
og Guðni lesa upp úr
bókum sínum kl. 18:00
þriðjudaginn 15. desember
Þorláksmessuskata
23. des kl. 12:00
Pantið fyrir 18. desember
Munið gjafakortin okkar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Rafræn áskrift
Ný áskriftarleið
Pantaðu núna
Milli desemberlægðanna stóð Framfarafélag Borgfirðinga fyrir jólamarkaði í Nesi
síðastliðinn sunnudag. Þar var fjórtán stiga frost þann daginn og því þótti gestum
gott að ylja sér á heitu ketilkaffi. Þær Kristín Eir Hauksdóttir og Adda Karen
Harðardóttir hituðu sér hins vegar sykurpúða yfir eldinum. Ljósm. mm.
Mikill viðbúnaður björgunar- og við-
bragðsaðila var síðastliðinn mánu-
dag vegna óvenju djúprar lægð-
ar sem nálgaðist þá landið úr suðri.
Á sama tíma var háþrýstisvæði yfir
Grænlandi sem magnaði upp áhrifin.
Því var jafnvel spáð að vindstyrkur-
inn yrði sá mesti í aldarfjórðung og
vitnað þá til óveðurs 1991 sem kennt
er við Engihjalla í Kópavogi þeg-
ar bílar tókust á loft og hús splundr-
uðust. Lægðin gekk yfir landið síð-
degis og um kvöldið. Fram á nótt-
ina var slæmt veður um allt land, en
þó ekki eins foráttuvitlaust og óttast
var, nema þá helst á Suðurlandi og
í Vestmannaeyjum. Almannavarn-
ir lýstu yfir óvissustigi og virkjuðu
samhæfingarstöðina í Skógarhlíð.
Þegar mest var voru um 700 björg-
unar- og viðbragðsaðilar að störfum
vítt og breitt um landið. Sett var upp
áætlun um lokun vega og henni fylgt
eftir. Slíkur viðbúnaður var tvímæla-
laust til bóta og hefur vafalítið kom-
ið í veg fyrir að t.d. ferðamenn færu
sér að voða. Skólum og vinnustöðum
var víða lokað snemma á mánudag og
fólk hafði hægt um sig heima fyrir.
Á Vesturlandi varð óveður um allt,
en þó ekki hamfaraveður eins og þau
gerast verst. Öllum stofnvegum var
lokað þegar komið var undir kvöld
og því engin bílaumferð. Einna verst
var veðrið á Akranesi um tíma á
mánudagskvöldið og tilkynnt um ell-
efu tjón eða óhöpp til lögreglu. Stórt
hjólhýsi tókst á loft við Smiðjuvelli
og skemmdi tvo bíla við bílasöluna.
Þá losnaði þak á Sementsverksmiðj-
unni, rúður brotnuðu í húsum, þakk-
læðning losnaði og hluti veggklæðn-
ingar á íbúðarhúsi. Björgunarfélag
Akraness sinnti útköllum og kom
lögreglu til aðstoðar. Í uppsveitum
Borgarfjarðar gerði slæmt veður um
nóttina þegar vindur snerist úr norð-
vestlægri átt í sunnanstæðari undir
morgun. Þakplötur fuku af útihús-
um á nokkrum bæjum, m.a. í Reyk-
holtsdal og Hvítársíðu og nokkrir
rafmagnsstaurar brotnuðu.
Rafmagnstruflanir
Talsverðar rafmagnstruflanir urðu
um kvöldið og fram á þriðjudag víðs-
vegar um landið. Fóru vinnuflokkar
Rarik á Vesturlandi í nokkur útköll.
Rafmagn fór t.d. af Hvalfjarðarlínu
um kl. 21:15 um kvöldið og komst
rafmagn á aftur eftir miðnætti á lín-
unni inn að Hvalstöðinni. Rafmagn
fór einnig af í Grundarfirði í skamma
stund á mánudagskvöldið vegna óró-
leika í flutningskerfinu. Um kvöldið
fór rafmagn af Mýralínu frá Vatns-
hömrum og tókst að koma rafmagni
á alla bæi sem tengdir eru henni
klukkan 10:40 um morguninn. Þá
urðu rafmagnstruflanir m.a. á Skóg-
arströnd í Dölum og í Reykholtsdal
í Borgarfirði. Nánar er fjallað um
áhrif óveðursins í blaðinu í dag sem
og óveðurs sem gerði undir síðustu
helgi.
Gekk eins og
vel smurð vél
Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri
Vesturlands kvaðst í gær ánægður
með hvernig fólk hafi brugðist við
í aðdraganda óveðursins og með-
an á því stóð. „Það gekk allt vel og
ákvörðun Ríkislögreglustjóra að lýsa
yfir óvissustigi á öllu landinu var
skynsamleg. Það var ákveðið að loka
vegum og gerð um það sérstök áætl-
un þannig að vegfarendur gætu hag-
að ferðum sínum í samræmi við það.
Því var enginn á ferð á fjall- og þjóð-
vegum þegar versta veðrið gekk yfir.
Þá þurfa björgunarsveitarmenn held-
ur ekki að glíma við vegfarendur og
gátu einbeitt sér að almennum björg-
unarstörfum. Fólk fékk í góðan tíma
að vita hvað stæði til.“ Úlfar segir að
veðurspáin hafi að flestu leyti gengið
eftir og reynslan af þessu óveðri styrki
björgunar- og viðbragðskerfið í heild.
„Almannavarnakerfið var að virka.
Nú höfum við uppsafnaða reynslu
af viðbrögðum við jarðskjálftum og
eldgosum á Suðurlandi og finnum að
við Íslendingar erum að standa okk-
ur vel þegar náttúruhamfarir verða.“
Úlfar segir að yfirstjórn lögreglunnar
á Vesturlandi muni á næstunni funda
með viðbragðsaðilum í landshlutan-
um og fara yfir liðna daga. „Reynsl-
an í þessu veðri og áður segir okk-
ur að við höfum gríðarlega öflugar
björgunarsveitir á Vesturlandi. Mér
sýnist á öllu að allt hafi gengið vel og
samskiptin voru góð. Ég vil því koma
kærum þökkum til allra viðbragðs-
aðila fyrir vel unnið störf,“ segir Úlf-
ar Lúðvíksson lögreglustjóri.
Að endingu bendir Úlfar á að fólk
hugi að eigum sínum, til dæmis sum-
arbústöðum, þegar allt er um garð
gengið og orðið ferðafært.
mm
Óveðrið olli minna
tjóni en óttast var
Ferðamálasamtök Vesturlands héldu
árlega uppskeruhátíð sína í liðinni
viku. Komið var saman að morgni
og dagurinn nýttur til að miðla því
sem fólk er að fást við, heimsækja
fyrirtæki og slíkt. Um kvöldið var
svo blásið til veislu þar sem viður-
kenningar voru veittar. Höfðinginn
er verðlaunagripur sem veittur er
þeim sem þykja hafa skarað fram úr á
árinu. Að þessu sinni kom hann í hlut
hjónanna Bergþórs Kristleifssonar og
Hrefnu Sigmarsdóttur sem eiga og
reka Ferðaþjónustuna Húsafelli. Hér
eru þau ásamt sonum þeirra, þeim
Unnari, Rúnari og Arnari. Þarna eru
fjölskyldan stödd í anddyrinu á hinu
nýja og glæsilega Hótel Húsafelli.
Lesa má nánar um uppskeru-
hátíðina á bls. 12 í Skessuhorni í
dag.
Ljósm. mm.
Höfðinginn í Húsafell