Skessuhorn - 09.12.2015, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 20152
Amnesty International hefur í 50 ár barist
gegn mannréttindabrotum með pennann
að vopni. „Bréf til bjargar lífi“ nefnist verkefni
þar sem hundruð þúsunda manna setja
nafn sitt við milljónir bréfa sem þrýsta á um-
bætur hjá stjórnvöldum sem brjóta á mann-
réttindum þegna sinna. Vestlendingar geta
enn tekið þátt í bréfamaraþoni Amnesty, í
Borgarnesi og Akranesi, eins og lesa má um
í blaðinu í dag.
Á morgun spáir norðlægri eða breytilegri
átt, 3-8 m/s og hvassast á norðanverðum
Vestfjörðum. Él verða einkum við Norður-
strönd landsins, en að mestu þurrt á Suð-
ur- og Vesturlandi. Frost 0 til 10 stig, kaldast
inn til sveita. Norðlæg átt á föstudag, 8-15
m/s og snjókoma eða él. Úrkomulítið syðra.
Hægir og dregur úr úrkomu með kvöldinu.
Hiti breytist lítið. Suðaustlæg eða breyti-
leg átt á laugardag. Bjart veður en dálítil él
sunnan til. Áfram kalt í veðri. Austlæg átt, úr-
komulítið og fremur kalt á sunnudag. Snjó-
koma austast um kvöldið. Á mánudag er út-
lit fyrir breytilega átt með stöku éljum og
frosti um landið allt.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns:
„Hvaða fylgihlut þarf góður snjókarl helst að
hafa?“ Langflestir, eða 41,48% svöruðu „gul-
rót“ en næstflestir, 18,97% sögðu „kolamola
eða stein“. „Trefil“ sögðu 13,5% og „pípu-
hatt“ sögðu 11,25%. 6,11% sögðu „frostlög“
æskilegan fylgihlut snjókarls, 2,57% sögðu
„pípu“ og 2,25% „húfu“. „Vatnsfötu“ sögðu
1,61% og „annað“ sögðu 2,25%.
Í næstu viku er spurt:
Varðst þú fyrir eignatjóni í óveðrinu sem
gekk yfir landið í síðustu viku?
Skagamaðurinn Inga Elín Cryer stórbætti á
dögunum Íslandsmet sitt í 200m flugsundi
á Evrópumótinu í 25m laug sem fram fór í
Ísrael. Inga Elín er Vestlendingur vikunnar.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar
Jólablað í
næstu viku
SKESSUHORN: Í næstu viku,
miðvikudaginn 16. desember, kem-
ur hnausþykkt Jólablað Skessu-
horns út. Síðasta blað ársins
kemur hins vegar út miðviku-
daginn 30. desember og fyrsta
blað nýs árs á þrettándanum
6. janúar. Vegna umfangs Jóla-
blaðsins viljum við á ritstjórn
og í markaðsdeild Skessuhorn
biðja lesendur og auglýsend-
ur að vera tímanlega á ferðinni
með pantanir og efni til birt-
ingar. Það þarf að berast í síð-
asta lagi fyrir lok dags föstudag-
inn 11. desember. Auglýsingar
sendist á emilia@skessuhorn.is
og efni á skessuhorn@skessu-
horn.is. Svo er náttúrlega sím-
inn alltaf góður, en númerið í
honum er 433-5500. -mm
Leiðrétt
föðurnafn
Í síðasta tölublaði var sagt frá
því að systkinin Eyþór og El-
ínborg Þórðarbörn fengu rós
vikunnar í Vetrar-Kærleiknum
hjá Blómasetrinu Kaffi kyrrð í
Borgarnesi. Í fréttinni voru þau
ranglega feðruð og sögð Har-
aldarbörn. Leiðréttist það hér
með, þau eru Þórðarbörn, og
beðist velvirðingar á þessu.
–mm
Skólastjóri
Auðarskóla lætur
af störfum
DALIR: Eyjólfur Sturlaugsson
skólastjóri Auðarskóla í Dala-
byggð hefur sagt upp starfi
sínu. Hann mun taka við nýju
starfi sunnanlands í ársbyrjun.
Á vef Dalabyggðar kemur fram
að staða skólastjóra Auðarskóla
verði auglýst fljótlega. Þor-
kell Cýrusson staðgengill skóla-
stjóra mun gegna starfinu þar til
nýr skólastjóri hefur verið ráð-
inn. Eyjólfur Sturlaugsson hef-
ur verið skólastjóri Auðarskóla
frá stofnun hans árið 2009. Það
ár voru grunnskólarnir í Dala-
byggð, leikskólinn og tónlistar-
skólinn sameinaðir í eina stofn-
un. Fræðslunefnd Dalabyggð-
ar þakkaði Eyjólfi á fundi sínum
3. desember sl. fyrir samstarf-
ið og óskar honum farsældar á
nýjum vettvangi. Á sama fundi
kom fram að erfiðlega gangi
að manna leikskólann fagfólki.
Mannabreytingar verða um ára-
mót og lítið er um umsóknir.
Einnig mun erfið staða uppi við
Auðarskóla vegna forfalla sem
verða vegna útkalla starfsmanna
skólans sem starfa einnig sem
sjúkraflutningamenn. –mþh
Aðsókn í Ísgöngin í Langjökli eru
langt umfram væntingar og áætl-
anir fyrirtækisins Into the Gla-
cier ehf. Göngin voru opnuð fyrir
umferð gesta 1. júní á þessu ári og
gerðu áætlanir ráð fyrir að 15 þús-
und gestir kæmu í þau á þessum
fyrstu sjö mánuðum. Göngin hafa
hins vegar reynst kærkomin viðbót
í afþreyingarflóru vaxandi atvinnu-
greinar sem ferðaþjónustan er og
stefnir nú í að 23-24 þúsund gest-
ir gangi inn í jökulinn og kynni sér
leyndardóma hans fyrir árslok.
Sigurður Skarphéðinsson fram-
kvæmdastjóri Into the Glacier seg-
ir í samtali við Skessuhorn að eftir-
spurn eftir því að komast í jökulinn
hafi verið mun meiri en spár gerðu
ráð fyrir. Þannig hafi verið fjölg-
að dögum sem farið er með gesti á
jökulinn og nú sé farið nánast alla
daga þegar færð og veður leyfir. Að
sjálfsögðu geti veður gerst válynd
og til hamlað því að hægt sé að aka
með gesti upp í 1260 metra hæð á
jökulinn. Mjög þétt er bókað í ferð-
ir á næstu vikum og uppselt suma
daga um hátíðirnar enda útlit fyr-
ir að margir ferðamenn dvelji hér á
landi þá. Þó verður lokað í ísgöngin
hátíðisdagana 23. til 26. desember
og aftur á gamlárs- og nýársdag.
Sigurður segir að nú starfi um
30 manns hjá fyrirtækinu, þar af 20
leiðsögumenn og bílstjórar. Fleiri
starfsmenn eru í þjálfun og gert ráð
fyrir að þeim þurfi að fjölga, eink-
um næsta sumar. „Þá er gaman að
segja frá því að til að svara eftir-
spurn og auka rekstraröryggið höf-
um við keypt þriðja jöklatrukk-
inn í flotann okkar. Þetta er sam-
bærilegur bíll og hinir tveir en það
verður smíðað á þennan hús sem
rúmar 55 farþega,“ segir Sigurður.
Frá 15. október síðastliðnum hefj-
ast allar ferðir í ísgöngin frá Húsa-
felli þar sem Into the Glacier rekur
bækistöðvar. Aðspurður segir Sig-
urður að áætlanir geri ráð fyrir að
um 40 þúsund gestir komi í ísgöng-
in á næsta ári. „Stóra breytingin er
náttúrlega sú að við stefnum á að
fara á jökulinn alla daga vikunnar
þegar er fært og veður leyfir.“
mm
Aðsókn í ísgöngin sextíu prósentum
meiri en áætlað var
Eftir að snjóaði á fullveldisdaginn
reyndist gott að hafa gps punkt til taks
svo hægt væri að staðsetja gangnam-
unnan rétt og moka tröppur niður.
Ljósm. Into the Glacier á Facebook.
Útgerðarfyrirtækið Melnes í Rifi
hefur fest kaup á línubátnum Hálf-
dáni Einarssyni ÍS. Báturinn á að
koma í stað línubátsins Særifs SH
sem Melnes hefur gert út undan-
farin ár bæði á hefðbundnar línu-
veiðar og makrílveiðar. Engar afla-
heimildir fylgdu með í kaupun-
um en Hálfdán Einarsson hefur
verið gerður út frá Bolungarvík.
Skipstjóri á bátnum verður Arn-
ar Laxdal Jóhannsson. Undanfarin
ár hefur hann verið með Tryggva
Eðvarðs SH. Þess má geta að rætt
verður við Arnar í Skessuhorni í
næstu viku.
mþh
Nýr bátur keyptur í Rif
Hálfdán Einarsson ÍS hefur verið gerður út af krafti frá
Bolungarvík en fer nú til Rifs.
Vinnuþjarkurinn Særif SH hefur skilað góðum afla á land
undanfarin ár. Hér kemur báturinn vel hlaðinn til löndunar
á Arnarstapa.
Sölumaður sem hef-
ur að atvinnu sinni
að ferðast um land-
ið hringdi á rit-
stjórn Skessuhorns í
byrjun vikunnar. Þá
var spáð afar slæmu
veðri. Sagðist mann-
inum ofbjóða hvern-
ig sumir eigendur og
umráðamenn hrossa
á Vesturlandi fara
með skepnur í þeirra
umsjón. „Ég hef
fylgst með aðbún-
aði og fóðrun úti-
gangshrossa á ferð-
um mínum um land-
ið. Enn og aftur sýn-
ist mér Vesturland
skera sig úr hvað það
snertir að hross eru í
haglitlu landi og án
nokkurs skjóls. Ég
veit ekki betur en
samkvæmt lögum og reglugerðum
um fóðrun og aðbúnað hrossa þá
sé eigendum þeirra skylt að sjá til
þess eftir 1. nóvember ár hvert að
hrossin komist í öruggt skjól, hvort
sem það er manngert eða af nátt-
úrunnar hendi. Á nokkrum stöð-
um á Vesturlandi er þetta augljós-
lega í miklu ólagi og mér virðist
sem algengt sé að sama vanhirðan
sé staðbundin við sömu jarðir eða
bithaga ár eftir ár. Eftirlitskerfið
er engan veginn að virka heldur,“
sagði maðurinn sem kýs að nafn
hans komi ekki fram vegna ábend-
ingarinnar.
Í 29. gr. laga um velferð dýra
segir m.a. um aðbúnað útigangs-
hrossa: „Dýr skulu hafa skjól fyrir
veðrum í samræmi við þarfir sínar
þegar þau eru úti að staðaldri. Að
vetri til skal sjá til þess að á staðn-
um sé húsaskjól eða annað öruggt
og hentugt skjól fyrir öllum veðr-
um.“ Samkvæmt lögum er það
Matvælastofnun sem hefur með
eftirlit með velferð dýra að gera. Í
tilkynningu á vef Mast á mánudag-
inn sagði m.a.: „Vegna aðvörunar
Veðurstofunnar um fárviðri seinni
hluta dags vill Matvælastofnun
benda öllum dýraeigendum á að
huga að dýrum sínum í óveðrinu.
Dýr á útigangi skal koma í hús ef
mögulegt er, eða að öðrum kosti
í skjól eftir fremsta megni. Færa
þarf dýr á örugg landsvæði ef ein-
hver hætta er á að þau geti hrak-
ist undan óveðrinu fram af klettum
eða í ár, vötn, sjó eða aðra hættu.
Gæta þarf sérstaklega að því að
fjarlægja eða festa alla lausa hluti í
kringum dýrin, því fljúgandi hlut-
ir geta bæði valdið ofsahræðslu og
beinum skaða.
Um leið og veður lægir og talið
er óhætt að vera á ferli eru dýraeig-
endur hvattir til að huga eins fljótt
og auðið er að dýrum sínum,“ seg-
ir í tilkynningu Matvælastofnunar.
mm
Skylt samkvæmt lögum
að útigangur hafi skjól