Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 09.12.2015, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 20154 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Brjálað í beinni Fyrri hlutann af pistli mínum þessa vikuna skrifa ég þegar einungis örfá korter eru í að skelli á landinu einhver dýpsta lægð um áratugaskeið. Því er spáð að vindur fari upp í 60 metra á sekúndu enda lægðin með þeim dýpstu sem yfirhöfuð myndast hér á norðlægum slóðum. Ég ákvað að skrifa fyrri hlutann í dag, en síðari hlutann á þriðjudegi, þegar veðrið átti samkvæmt spánni að vera gengið niður. Akkúrat núna laust fyrir klukkan 18 að kvöldi mánudags kafa ég í reynslubankann. Ég er nefnilega nógu gamall til að muna eftir ofsaveðri sem gekk yfir landið veturinn 1981. Þá var ég nemandi í Héraðsskólanum í Reykholti og nógu ungur til að haga mér eins og barn, enda hálfgert barn. Við vorum einhverjir sem vorum að leika hetjur, líklega til að ganga í augun á stelpunum, og fórum milli húsa þarna um kvöldið þrátt fyrir að búið væri að banna okkur að vera nema skjólmegin í húsi heimavistarinnar, innandyra þar að segja. Slíkan ofurhetjuleik hef ég ekki að gamni mínu leikið síðan. Þarna í húsasund- inu tókst ég á loft í bókstaflegri merkingu eins og Superman. Þeir sem hafa séð líkamsvöxt minn ættu að geta gert sér í hugarlund ofsarokið sem þurfti til að hefja slíkan líkama á flug. Tóks mér að grípa um ljósastaur sem þar stóð í húsasundi og uppskar við það marinn handlegg og dass af brostnu stolti. Ég og félagar mínir náðum að skríða í húsaskjól, en tæpt stóð það. Hér sit ég í lækkandi loftþrýstingi og rifja þetta upp. Helsti munurinn nú og fyrir 35 árum er sá að veðrinu hefur nú verið spáð alveg stjörnu- vitlausu í þrjá daga. Veðurfræðingar dagsins í dag hafa bæði þekkingu og tækni til að gera betur en hægt var að gera árið 1981. Það ber að þakka og ekki síður öllum þeim viðbragðsaðilum og starfsmönnum hins opinbera sem hafa það hlutverk að koma vitinu fyrir landsmenn. Í tilfelli hamfara- veðra er nefnilega öruggast að eiga sterkustu lýsingarorðin í bókinni eftir til að freista þess að fólk taki mark á varnaðarorðum sem snúa að velferð þess sjálfs. Nú ætla ég hins vegar að venda kvæði mínu í kross, slökkva á tölvunni og drífa mig heim því ég er farinn að heyra meira í veðrinu en mér finnst þægilegt. Síðari hlutinn verður því skrifaður á morgun, þriðju- dag, ef búið verður að fresta heimsendi. ________________________ Jæja. Hér er ég, á lífi og meira að segja við svipað góða heilsu og í gær. Þrátt fyrir að veðrið hafi verið fremur leiðinlegt í gærkvöldi og nótt, virð- ast allir landsmenn hafa lifað þetta af, alla vega er ekki hægt að kenna veðrinu um ef öðruvísi hefur farið. Hrós dagsins ætla ég að gefa þeim sem vaka yfir velferð okkar þegar hamfarir ganga yfir. Þeir stóðust sitt próf með sóma. Mér fannst faglega hafa verið staðið að því að kynna fyr- irhugaða lokun þjóðvega, lýsa yfir hættustigi, innkalla börn tímanlega úr skólum og loka þeim fyrirtækjum sem ekki þurftu lífsnauðsynlega að vera opin eftir að veðurhamurinn hófst. Mér finnst allt í lagi að haft sé vit fyr- ir landsmönnum þegar brýn ástæða er til. Á liðnum sólarhring gegndu fjölmiðlar veigamiklu hlutverki í koma boðum áleiðis. Björgunarsveitirn- ar og lögregla stóðu vaktina og sinntu því sem um var beðið þegar fólk þurfti aðstoð. Meira að segja ég þurfti að hringja í Neyðarlínuna því hluti af klæðningu hússins sem ég bý í ákvað að segja skilið við húsið, kveðja og fljúga á haf út, hraðar en krían í ætisleit. Mikið voru þau snögg ung- mennin og hetjurnar allar í björgunarsveitinni sem snarlega komu í veg fyrir að við eigendur hússins þyrftum að sjá á eftir restinni af einangrun og klæðningu hússins svona fyrri hluta vetrar. Þau verða venju fremur létt sporin í flugeldasöluna daginn fyrir gamlársdag til að kaupa skammtinn af blysum af þeim og styrkja um leið starf þeirra. Takk allir þeir sem höfðu vit fyrir okkur Íslendingum, ekki veitir af. Magnús Magnússon. Stórt Trailer-hjólhýsi hófst á loft í óveðrinu á mánudagskvöld þar sem það stóð á plani við bílasöluna Bí- lás við Smiðjuvelli á Akranesi. „Það hófst á loft og skemmdi tvo bíla. Ann- ar þeirra, sem er nýlegur bílaleigu- bíll af Suzuki Swift-gerð, er reyndar ónýtur eftir þetta. Hjólhýsið sem er stórt og þungt lenti að hluta til ofan á honum. Þetta hjólhýsi er reynd- ar svo stórt að það hvarflaði ekki að okkur að það færi af stað. Það stóð þarna á stæðinu með lappirnar niðri. Annar bíll, Land Cruiser-jeppi sem stóð þarna við hliðina varð svo fyr- ir skemmdum af völdum þess,“ seg- ir Ólafur Óskarsson hjá Bílási. „Við náðum svo að fjarlægja fleiri bíla og koma þeim í öruggt skjól. Björgun- arsveitarmenn komu síðan og stóðu sig mjög vel við að tryggja að hjól- hýsið færi ekkert lengra með því að binda það við gröfu sem var þarna. Þetta hjólhýsi er ónýtt,“ sagði Ólaf- ur. mþh Hjólhýsi og bíll eyðilögðust Hjólhýsið skemmdi bíl og eyðilagði annan. Það er þarna á hliðinni á bílastæðinu við Bílás. Ljósm. mm Á dögunum tóku þrjár fimleika- stúlkur af Akranesi, þær Sólveig Erla Þorsteinsdóttir, Sóley Brynjarsdótt- ir og Valdís Eva Ingadóttir, þátt í úr- taksæfingu fyrir unglingalandslið Ís- lands skipað keppendum fæddum árið 1999 og yngri. Stúlkurnar, sem æfa allar með Fimleikafélagi Akra- ness, stóðu sig með vel á æfingunum og voru sjálfum sér og félagi sínu til sóma, segir á Facebook síðu FIMA. kgk Þrjár fimleikastúlkur á landsliðsæfingu Fimleikastúlkurnar Sólveig Brynjarsdóttir, Valdís Eva Ingadóttir og Valdís Eva Ingadóttir. Mynd. FIMA. Síðdegis á föstudag og fram á laug- ardag gekk venju fremur kröpp lægð yfir landið. Verst var veðrið á suð- austanverðu landinu og í Öræfa- sveitinni var blindhríð samhliða því að vindur fór í 56 metra á sekúndu í hviðum. Lægðin gekk svo yfir land- ið og var mjög víða um landið ekkert ferðaveður. Í flestum landshlutum gerði vonskuveður og vegir meira og minna ófærir eða lokaðir enda mikill snjór og hráefni í byl. Á Kjal- arnesi, Holtavörðuheiði, Bröttu- brekku og fjallvegum á Snæfell- nesi varð ófært á föstudag og fram á laugardag. Á föstudag þurfti um tíma að loka veginum fyrir Hafnar- fjall sökum hálku og hvassviðris og einhverjir bílar fóru útaf. Björgun- arsveitir aðstoðuðu við að stýra um- ferð. Ekki er vitað um teljandi tjón og alvarleg óhöpp í þessu veðri enda hafði vandlega verið varað við því og fólk undir það búið. Fjölmörgum samkomum sem vera áttu á föstudag og laugardag var frestað. mm Óveður gekk yfir landið Á veginum við Kúludalsá við Hvalfjörð fauk þessi bíll útaf í hvassviðri og hálku. Engan sakaði. Ljósm. mþh. Mánudaginn 4. janúar á nýju ári stendur Leik- og grunnskóli Hval- fjarðarsveitar fyrir nýstárlegri ráð- stefnu. Yfirskrift hennar er „Spjald- tölvur í skólastarfi - Staðan í dag. Hvað svo?“ Haustið 2013 innleiddi Heiðarskóli notkun spjaldtölva, svo- kallaðra iPada, við kennslu barna og unglinga. Nemendur við unglinga- deild skólans fengu slíkar tölvur af- hentar haustið 2013. Síðan fengu 1. – 7. bekkir slíkar tölvur í hendur í janúarbyrjun 2014. Þessi tölvunotk- un við kennslu hefur vakið mikla at- hygli. Meðal annars komu sjónvarps- menn frá Suður-Kóreu og heimsóttu Heiðarskóla á síðasta ári til að taka upp myndefni í fræðsluþátt sem þeir voru að gera um innleiðingu nýrrar kennslutækni. Á ráðstefnunni 4. janúar verður greint frá þeirri reynslu sem kenn- arar og nemendur við Heiðarskóla hafa öðlast við notkun spjaldtölvanna í skólastarfinu. Einnig mun Ras- mus Borch kennari og námsráðgjafi frá Danmörku flytja erindi. Hann er upphafsmaður að fyrsta spjaldtölvu- verkefninu í Evrópu sem hófst fyr- ir fimm árum síðan. Þar fengu all- ir nemendur í sveitarfélaginu Odder í Danmörku iPad spjaldtölvur til af- nota í sínu námi. Ingvi Hrannar Óm- arsson kennsluráðgjafi í Skagafirði mun einnig flytja fyrirlestur þar sem hann greinir frá reynslu Skagfirðinga af spjaldtölvuvæðingu í skólastarfinu. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast á heimasíðu Hvalfjarðar- sveitar. mþh Halda ráðstefnu um spjaldtölvunotkun við kennslu Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.