Skessuhorn - 09.12.2015, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2015 9
Opið í desember
Mánudaga til fimmtudaga kl. 11.00 - 23.00
Föstudaga og laugardaga kl. 11.00 - 01.00
Sunnudaga kl. 12.00 - 22.00
VEITINGAHÚS • KAFFIBAR
Laugardaginn 26. des. (annan í jólum)
Dansleikur frá miðnætti
Hljómsveitin SPAN leikur fyrir dansi
Gamlársdag er lokað til kl. 01
DJ HEMLEX halda uppi fjörinu frá kl. 01
Lokað 1. og 2. janúar 2016
RúBen • Grundargötu 59, Grundarfirði • Sími 438-6446
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Þjóðbraut 1 • Akranesi • 431-3333
Kíktu á úrvalið á www.gjafahus.is
Tilvalin jólagjöf
Frábæru inniskórnir frá
1224. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í
bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 15. desember
kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að
mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að
hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir:
Sjálfstæðisflokkurinn í Gamla Kaupfélaginu, laugardaginn •
12. desember kl. 10.30.
Fr• jálsir með Framsókn í Haraldarhúsi, Vesturgötu 32, kjallara,
gengið inn frá palli, mánudaginn 14. desember kl. 20.00.
Bj• ört framtíð í Vitakaffi, Stillholti 16-18, mánudaginn
14. desember kl. 20.00.
Samf• ylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18,
laugardaginn 12. desember kl. 11.00. S
K
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Bæjarstjórnarfundur
Fjölmenni mætti í Stillholt 23 á Akra-
nesi þegar taílenski veitingastaður-
inn Thai Santi var opnaður síðast-
liðinn laugardag. Röð var út úr dyr-
um og færri komust að en vildu. „Það
var mjög mikið að gera alla helgina
og komu yfir sex hundruð manns
hingað. Ég bjóst ekki alveg við svona
mörgum þó ég vissi að margir væru
að bíða eftir opnuninni,“ segir Alex-
andra Sineenard Prangsri eigandi
Thai Santi. Hún segir matinn á laug-
ardag hafa klárast fyrir kvöldmat og
því hafi verið bætt við á sunnudegin-
um. „Við héldum að það væri rólegra
á sunnudeginum og hann fór rólega
af stað en svo allt í einu fylltist allt af
fólki aftur,“ segir hún kát. Alexandra
segir rækjurnar og núðlurnar vana-
lega vera vinsælastar en um helgina
hafi allt sem kom á borðið klárast.
Alexandra hefur ráðið tvær konur í
vinnu en auk þeirra er vinkona henn-
ar henni til halds og trausts í eldhús-
inu. „Hún er rosalega góður kokkur,
við vinnum alltaf saman,“ segir Alex-
andra.
Nafnið þýðir friður og ró
Thai Santi er fyrsti veitingastaðurinn
sem Alexandra opnar. Hún er þó ekki
allskostar óvön að elda fyrir lands-
menn og hefur eldað á ýmsum bæj-
arhátíðum undanfarin ár. „Ég byrjaði
í íþróttahúsinu hér á Írskum dögum.
Þá var ég að selja djúpsteiktan kjúk-
ling og franskar en fólk spurði mig
hvers vegna ég eldaði ekki tælensk-
an mat. Ég byrjaði þá með kínarúll-
ur og rækjur og þá spurði fólk hvort
ég ætti ekki eitthvað bragðsterkt. Svo
bættist hitt smátt og smátt við,“ seg-
ir hún og brosir. Hún segir ástæðu
þess að Akranes hafi orðið fyrir val-
inu fyrir veitingastaðinn að þar hafi
ekki verið annar tælenskur matsölu-
staður sem búið var að loka. „Ég er
búin að elda um allt land og það var
alltaf mest að gera hjá mér á Akra-
nesi,“ segir Alexandra. Aðspurð um
nafn staðarins segir hún að Santi þýði
friður og ró. „Þetta er tælenskt nafn
eldri sonar míns, amma mín gaf hon-
um þetta nafn. Honum líkaði ekki að
nota nafnið á Íslandi og breytti því
í Alexander. Amma mín dó svo fyr-
ir nokkrum árum og ég vildi ekki að
nafnið glataðist. Ég skírði því yngri
son minn Santi líka og nú veitinga-
staðinn,“ segir hún brosandi. Thai
Santi er opinn alla daga vikunnar frá
kl. 11 og fram á kvöld. Til að byrja
með er boðið upp á fimm rétti á dag
sem fólk getur valið úr og eru ýmis
tilboð í gangi. Alexandra segir að
fljótlega verði matseðill tilbúinn sem
hægt verði að panta af. „Svo erum við
með heimsendingu líka þó það hafi
ekki verið hægt að bjóða upp á það
fyrstu helgina vegna anna.“
grþ
Tælenskur veitingastaður
opnaður á Akranesi
Lek Lakana og Alexandra Sineenard Prangsri á Thai Santi.