Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2015, Síða 13

Skessuhorn - 09.12.2015, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2015 13 AKRANES • BORGARNES • BÚÐARDALUR • GRUNDARFJÖRÐUR • HÓLMAVÍK • HVAMMSTANGI • ÓLAFSVÍK • STYKKISHÓLMUR SK ES SU H O R N 2 01 5 • • Fagstjóri heilbrigðisupplýsinga á HVE • • heilbrigðisupplýsinga • • • • • • • • • • Körfuknattleiksfélag Akraness Íþróttahúsið við Vesturgötu 1. deild Fimmtudaginn 10. desember kl. 19.15 ÍA - Valur Fjölmennum og hvetjum ÍA til sigurs! Bílaréttingar - Bílasprautun Framrúðuskipti - Bílaleiga - Tjónaskoðun SK ES SU H O R N 2 01 5 Þjónustum öll tryggingafélög Á föstudagsmorguninn síðasta fór brunavarnakerfi grunnskóladeild- ar Auðarskóla í Búðardal af stað en reyk lagði frá heimilisfræðistofu skólans þar sem steikingarfeiti hafði ofhitnað. Kalla þurfti út slökkvi- lið til að reykræsta húsið en enginn eldur var laus og nemendur ekki í hættu. Nemendur voru strax send- ir út í Dalabúð, sem er félagsheim- ili og jafnframt mötuneyti skólans, og dvöldu þeir þar meðan aðgerð- ir stóðu yfir. Einn starfsmann þurfti að senda á heilsugæslustöð HVE til skoðunar en hann fann til óþæg- inda vegna reyksins en sá hafði far- ið í reykmettaða kennslustofuna og tekið pottinn af eldavélarhellunni og slökkt undir. Skólayfirvöld sendu strax upplýsingar til foreldra auk þess sem umsjónarkennarar tóku góðan tíma í að fara yfir atburðinn með nemendum sínum og ræða um líðan þeirra. mm/ Ljósm. sm. Steikingarfeiti ofhitnaði Eins og fram kom í síðasta Skessu- horni ætlar Silicor Materials, sem ætlar á næsta ári að hefja byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundar- tanga, að gera framleiðsluna kol- efnishlutlausa þannig að verksmiðj- an auki ekki útblástur gróðurhúsa- lofttegunda á heimsvísu eftir að framleiðsla hefst. Í þeim tilgangi hefur Silicor samið við sjóðinn Kolvið um að planta árlega 26 þús- und trjám sem binda eiga alla los- un koltvísýrings sem verður til við starfsemi sólarkísilversins. Kolvið- ur er skógræktarsjóður Skógræktar ríkisins og Landverndar. Sjóðurinn hefur nú þegar gert sambærilega samninga við nokkur fyrirtæki, svo sem Icelandair Cargo, Landsvirkj- un og Landsbankann og tekið að sér að kolefnisjafna þau. Nú hefur Kolviður að beiðni Silicor ákveð- ið að leita að jarðnæði til leigu í Hvalfirði fyrir skógræktina. Áætl- að er að um tíu hektara lands þurfi á ári hverju fyrir 26 þúsund skóg- arplöntur. Við kolefnisjöfnunina verður m.a. plantað birki og furu auk fleiri trjátegunda. Fram kom í frétt Morgunblaðs- ins í liðinni viku að forsvarsmenn Kolviðs munu ræða við forystu- fólk í sveitarfélaginu Hvalfjarðar- sveit um aðstoð við leit að hent- ugu landi. Ekki verður leitast eftir landi sem kjörið er til landbúnað- ar. Kjörin sem landeigendum bjóð- ast eru sú að landið er lagt fram án beinna leigutekna, en að 90 árum liðnum á viðkomandi landeigandi trén sem þá hafa vaxið, en fyrr ef trén hafa lokið kolefnisbindingu sinni. Þannig geta landeigendur ekki gert ráð fyrir beinum peninga- legum tekjum af verkefninu í þeirra lífi, heldur ánægjunni af að sjá land- ið fóstra skóg, en afkomendurn- ir eða eigendur landsins síðar meir munu væntanlega njóta afraksturs- ins í peningum talið. mm Kolviður leitar að landi í Hvalfirði til skógræktar Gróðursnautt land sem sjóðurinn Kolviður hefur tekið á leigu og hafið skógrækt í.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.