Skessuhorn - 09.12.2015, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 201518
Klukkan er fimm að morgni föstu-
dags í síðustu viku þegar blaðamaður
Skessuhorns mætir fyrir utan starfs-
stöð Vegagerðarinnar í Borgarnesi.
Við ætlum að fara í bílferð með Inga
Björgvini Reynissyni. Hann er verk-
stjóri hjá Vegagerðinni. Dagurinn
hefst snemma hjá honum og mönn-
um hans. Undanfarið hefur snjó-
að og það er hálka á vegum Vestur-
lands. Þeir eru menn sem vaka við
störf sín á meðan flestir sofa. Verk
þeirra er að sjá til þess að ungir sem
aldnir komist ferða sinna að morgni
þegar risið er úr rekkju á dimmum
vetrarmorgnum, hvort heldur er
til skóla, starfa eða annarra erinda-
gjörða sem bíða í erli dagsins.
Vel búnir tækjum
Ingi ætlar út á vegina til að kanna
akstursskilyrðin og jafnvel ryðja
snjó þar sem þess þarf. Til þess
hefur hann til umráða rauðan og
vel útbúinn Toyota-pallbíl. Fram-
an á bílinn hefur verið sett lítil ýtu-
tönn sem stilla má með fjarstýringu
úr ökumannssætinu. Auk þessa er
bíllinn vel búinn fjarskiptatækjum.
Samtímis því sem við leggjum af
stað með Inga fara stórir vörubílar
af stað frá bækistöðinni í Borgar-
nesi. Þeir eru með stórar snjóruðn-
ingstennur framan á sér og útbún-
að til saltdreifingar að aftan. „Það
er Borgarverk í Borgarnesi sem á
og rekur þessa bíla og sér um þetta
í verktöku fyrir Vegagerðina,“ út-
skýrir Ingi. Sjálfur hefur hann með-
al annars það hlutverk að segja bíl-
stjórunum fyrir um það hvar þeir
skuli ryðja.
Við hefjum förina með því að aka
út á Akranes með stuttri viðkomu í
Melasveitinni til að kanna ástand-
ið á veginum þar. Ingi sér strax að
hingað þarf að senda bíl til að ryðja.
Svo höldum við áfram út á Skaga.
„Vegagerðin er með starfsstöð á
Akranesi sem heldur til í húsa-
kynnum Sementsverkmiðjunnar.
Það er nauðsynlegt, einkum með
tilliti til þess að halda veginum til
og frá Grundartanga vel færum frá
því snemma á morgnana. Hann er
mikilvægur vegna iðnaðarsvæðisins
þar,“ segir Ingi. Fyrir sunnan Akra-
fjall mætum við einmitt bílnum sem
er að koma frá Akranesi.
Vökul augu á veginum
Allan tímann þegar við keyrum
fylgist Ingi árvökulum og vönum
augum með ástandi vegarins. Hann
grípur litla talstöð sem er í beinu
sambandi við stjórnstöð Vegagerð-
arinnar sem staðsett er í Hafnar-
firði. Þar svarar rödd konu sem er
á vakt. Ingi mælir fram nokkrar töl-
ur sem gefa til kynna númer vegar-
ins og hálkustig. Þessar upplýsing-
ar eru strax slegnar inn í tölvu sem
síðan uppfærir vegakort á heima-
síðu Vegagerðarinnar þar sem fólk
getur fræðst um færðina. Í bílnum
er mælitæki sem nemur viðnámið
á veginum og þar með hálkuna ef
bremsað er snöggt. Mælitækið sýn-
ir að það er ekki mjög hált þennan
morgun samanborið við það hvern-
ig hálkan getur orðið þegar hún er
sem verst.
Ingi notar þessar tölur líka til
að meta hvort og þá hvar þurfi að
dreifa salti á vegina. Stóru vörubíl-
arnir sjá um það. Hann getur kallað
þá upp og gefið fyrirmæli um þetta.
„Reyndar er tæknin líka orðin
þannig í dag að við getum fjarstýrt
saltdreifingunni úr bílunum beint
úr tölvu í stjórnstöðinni. Hver bíll
er búinn staðsetningartækjum sem
gefa til kynna nákvæmlega hvar þeir
eru staddir á hverjum tíma. Þannig
er hægt að fylgjast með snjóruðn-
ingi og slá inn hvar þeir skuli dreifa
saltinu.“
Með langa reynslu
Við erum staddir milli Grundar-
tanga og Hvalfjarðarganga. Ingi
grípur skyndilega talstöðina. „Það
vantar 18 stikur hér,“ segir hann.
Á meðan við höfum spjallað sam-
an hefur hann haft vakandi auga
með öllu á veginum og í grennd
við hann. Verkstjórinn sér strax
ef það vantar vegstikur með glit-
merkjum sem eru mjög svo gagn-
legar nú í skammdeginu. Stikurnar
eiga það til að sópast um koll þegar
snjóruðningstækin fara um vegina.
„Sumir strákanna eru nýir í þessum
snjómokstri og hafa ekki gætt sín
nógu vel þegar þeir ryðja og keyra
niður stikurnar. En við erum búnir
að messa yfir þeim og þeir eru farn-
ir að passa sig betur og komnir upp
á lag með þetta,“ segir Ingi og bros-
ir í kampinn.
Frá Akranesi liggur leiðin upp
í Hvalfjörð. Ingi segist hafa unn-
ið hjá Vegagerðinni í 27 ár. Hann
er Borgfirðingur og býr ásamt fjöl-
skyldu sinni á Tómasarhaga í Staf-
holtstungum í Borgarfirði. „Þar
erum við líka með smá búskap, ein-
ar 250 kindur á vetrarfóðrum. En
sauðfjárræktin er ekkert til að lifa
af. Aðalstarfið er hjá Vegagerðinni
og ég kann því vel. Þetta er fjöl-
breytt eftir árstíðunum. Nú snýst
þetta mikið um snjómokstur og
færð. Á sumrin erum við svo mik-
ið í að fylgjast með verktökunum
og sjá til þess að þeir séu að vinna,“
segir hann og hlær við. Hann bætir
því við að nú á árinu sem er að líða
hafi þeir hjá Vegagerðinni í Borg-
arnesi unnið mikið við það að end-
urnýja rör í ræsum veganna. Mörg
þeirra eru orðin gömul og ryðguð
og tímabært að setja niður ný. „Við
í Borgarnesi sjáum í dag um svæðið
úr Hvalfjarðarbotni, Borgarfjörðinn
og uppsveitir, Bröttubrekku og upp
á Holtavörðuheiði.“
Fært og ófært
Þegar komið er í Hvalfjörð merkjum
við að þar hefur snjóað nokkuð um
nóttina. Við beygjum upp í Hlíðar-
hverfið ofan við Hlaðir. Þar eru all-
ir greinilega ennþá í fastasvefni. Ingi
skellir ýtutönninni niður og ryður
snjónum bæði af afleggjaranum og
úr götunni við húsin. Þetta tekur
ekki langan tíma og þegar við hverf-
um á brott er tryggt að Hlíðarbæ-
ingar munu komast greiðlega bæði í
skóla og vinnu þegar þau vakna.
Frá Hlíðarbænum liggur leið-
in yfir Ferstikluháls. Þar hefur ekk-
ert verið rutt og töluverður snjór.
Pallbíllinn og snjóruðningsbúnað-
urinn á honum fær nú að sýna til
hvers tækin duga. Ingi keyrir háls-
inn af lagni þess sem veit hvað hann
er að gera. Þó að töluverður snjór
sé á hálsinum er ekki annað að sjá
en hann fari létt með að gera leiðina
greiðfæra. „Við höldum Ferstiklu-
hálsinum opnum en látum Dragháls
eiga sig. Hann er ófær og það tekur
því ekki að ryðja hann því veðurspá-
in er svo slæm. Hann yrði bara ófær
strax aftur,“ segir Ingi og vísar til
þess að um kvöldið er spáð stormi.
„Það hefur snjóað mikið undafarið
og hér er alls staðar efni í mikinn byl
ef hann hvessir.“
Hann grípur talstöðina aftur og
ræðir við stjórnstöðina í Hafnar-
firði. „Ferstikluháls er fær en settu
ófært á Dragann,“ segir hann um
leið og við beygjum út Svínadalinn.
Ingi beitir tönninni framan á bíln-
um þar sem hann telur þess þurfa.
Kantar eru snyrtir og litlum snjó-
sköflum sem safnast hefur í um
nóttina er rutt burt. „Það munar
miklu um það í snjóruðningi að hér
var lagt bundið slitlag nánast á rest-
ina af veginum í Svínadal nú í sum-
ar leið. Malarvegirnir geta verið erf-
iðir í ruðningi þegar í þeim leyn-
ast grjót. Annars er maður nú far-
inn að þekkja þessa vegi og ég veit
nokkurn veginn hvar maður þarf að
passa sig.“
Kaffi í Baulu
og ferðarlok
Við höldum fyrir Hafnarfjall og í
Skorradal og áfram um uppsveitir
Borgarfjarðar. Förum norður fyrir
Húsafell og til baka niður Hvítár-
síðu. Sumstaðar má sjá ný spor eft-
ir refi sem hafa verið á ferð í næt-
urmyrkrinu. Ýtutönnin er niðri og
mjöllin þyrlast aftur úr bílnum í
myrkrinu. Enn eru nokkrir tímar í
að birti. Ferð okkar hefur samt sóst
vel. Ingi segir að við munum stoppa
í veitingaskálanum Baulu og fá okk-
ur kaffi þar enda hæg heimatökin.
Kristberg Jónsson – „Kibbi í Baul-
unni“ og annálaður vert þar - er
tengdafaðir Inga. Kibbi er þó ekki
á kaffivaktinni, heldur Þorvaldur
Ásberg sonur hans. Einnig er Einar
Guðmann Örnólfsson skólabílstjóri
frá Sigmundarstöðum í Þverárhlíð
staddur þarna. Hann hefur nýlokið
við að keyra krakkana í skólann og
er mættur í morgunkaffið í Baul-
unni. Það er létt yfir mönnum og
þegar þessir koma saman berst talið
fljótt að færð og ferðasögum. Með-
al annars er sögð sagan af mannin-
um sem í fyrra slapp framhjá lok-
unarhliði Vegagerðarinnar í Borg-
arnesi þegar vegurinn fyrir Hafnar-
fjall var lýstur ófær í eitt skiptið af
mörgum í fyrravetur. Hann var að
koma að vestan og þótti sem veðrið
á leiðinni hefði ekki verið svo slæmt
og því hlyti það að vera tóm bá-
bilja að ófært væri fyrir Hafnarfjall.
„Hann komst að Seleyri og þá voru
allar rúðurnar foknar úr bílnum hjá
honum og hann varð að snúa við.
Karlinn var frekar skömmustuleg-
ur þegar hann kom aftur í Borgar-
nes.“
Við höldum áfram eftir stutt
Í morgunferð með Vegagerðinni
Kortleggur færðina áður en aðrir ökumenn rísa úr rekkja
Bíllinn góði sem Ingi notar til að kanna ástand veganna.
Mjöllin þyrlast aftur úr einum af snjóruðningsvörubílunum sem vinna á vegum
Vegagerðarinnar.
Vörubílarnir sem Vegagerðin í Borgarnesi notar við snjóruðninginn eru frá
Borgarverki í Borgarnesi. Hér er einn þeirra undir sunnanverðu Akrafjalli.
Ingi Björgvin Reynisson verkstjóri hjá Vegagerðinni í Borgarnesi.