Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2015, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 09.12.2015, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2015 23 Ýmsir viðburðir verða á gömlu torfunni á Hvanneyri laugardaginn 19. desember frá klukkan 13-17. Hefð er fyrir því að hafa sérstak- ar uppákomur á staðnum í aðdrag- anda jólanna, bjóða upp á skemmti- lega dagskrá, halda markaði, bjóða upp á ljúffengar veitingar og skapa réttu stemninguna. Að sögn Stef- aníu Nindel íbúa á Hvanneyri, sem meðal annarra undirbýr við- burðinn, verður glæsilegur jóla- markaður í íþróttahúsinu. Fjöldi söluaðila hefur meldað komu sína. Þar verður Kristín Jónsdóttir ljós- myndari með myndatökur á milli kl. 14 og 15. Tilvalið er láta taka af sér mynd í jólalegu umhverfi til að setja í jólakortin. Jólasvein- ar munu mæta á svæðið og sérstakt jólabarnahorn verður á milli 15-17 þar sem börn hafa tækifæri til þess að föndra eitthvað skemmtilegt. Frumflutt nýtt ævintýri Í Skemmunni kaffihúsi verða opn- ar dyr og ýmsar jólalegar veiting- ar, svo sem vöfflur í sparibúningi, ristaðar möndlur, heitt súkkulaði, óáfengt jólaglögg, tvíreykt hangi- kjöt og margt fleira verða á boð- stólum. Dagskrá verður í gangi á efri hæð Skemmunnar. Þar ber hæst að klukkan 14 munu börn- in í Hvanneyrardeild GBF frum- flytja leikrit undir stjórn Hafsteins Þórissonar í samvinnu við tón- listarskólann og tómstundaskól- ann. „Sett verður upp nýtt frum- samið ævintýri þar sem krakkarnir fengu sjálfir að velja hvaða fígúrur þeir vildu vera og svo var útbúin saga í kringum það og loks skrifað handrit. „Þarna er leikur og spilað á hljóðfæri, söngur og fallegt æv- intýri flutt með fallegan boðskap í anda barnanna. Börnin fengu svo þá hugmynd að hafa söfnunarbauk á sýningum en frjáls framlög ganga til UNICEF,“ segir Hafsteinn í samtali við Skessuhorn. Klukkan 15 verða börn úr tónlistarskólan- um með tónlistaratriði í Skemm- unni og klukkan 16 verður lesin jólasaga fyrir börn. Í Halldórsfjósi verður Land- búnaðarsafnið opið þennan dag og einnig Ullarselið. Það verður líklega hægt að fylgjast með fólki spinna ull. Þar að auki hefur ver- ið komið á fót bókalofti sem verð- ur opið. Skógrækt ríkisins verð- ur með jólatré og greinar til sölu og á Hvanneyri pub verður opið og ýmsar veitingar í boði. Stefanía segir að enn eigi dagskráin eftir að þróast og dafna, en hvetur fólk til að taka daginn frá og eiga ánægju- lega stund í jólaþorpinu Hvann- eyri. mm Jólaþorpið Hvanneyri býður í heimsókn 19. desember Svipmynd frá markaði í fyrra. Skógrækt ríkisins verður með sölu á jólatrjám og greinum. Frá æfingu á nýja ævintýrinu sem börnin á Hvanneyri munu sýna í Skemmunni. Síðastliðinn föstudag var leik- verkið Fróðá frumsýnt í Frysti- klefanum í Rifi og verður sýnt fram til 19. desember. Uppselt var á fyrstu sýningarnar. Verk- ið er ný túlkun á Fróðárundrun- um úr Eyrbyggju þar sem áhersl- an er lögð á aðal kvenpersónurn- ar í sögunni og þeirra samband. Í verkinu blandast saman margar miðlunaraðferðir þar sem tungu- mál, sviðsleikur, kvikmyndalist, brúðuleikhús og frumsamin tón- list og hljóðheimur blandast sam- an í einni sterkri heild. Verkið kemur á óvart, er óhefðbundið í sagnaaðferð og skilur engan eftir ósnortinn. Óhætt er að segja að verkið sé glæsilegt og leikkonurnar Aldís Davíðsdóttir, sem fer með hlut- verk Þuríðar húsfreyju á Fróðá, og Allison Osberg, sem leikur Þór- gunnu vinnukonu, fari á kostum í túlkun sinni. Tónlist og vídeó- grafík er ein sú besta sem frétta- ritari Skessuhorns hefur séð í leik- verki. Kári Viðarson er leikstjóri Fróðár og segir hann í samtali við Skessuhorn að sýningin sé búin að fá frábærar viðtökur og gestir séu ánægðir með sýninguna. Að hans mati er verkið mjög vel sett sam- an, spennandi, áleitið, óheflað og leikkonurnar standa sig báðar al- veg frábærlega vel í mjög krefj- andi hlutverkum. af Leikverkið Fróðá vekur verðskuldaða athygli Svipmynd úr sýningunni. Kári Viðarsson sögumaður og leikstjóri. Aldís Davíðsdóttir, Kári Viðarsson og Allison Osberg. Síðastliðinn miðvikudag fór fram keppnin um hátónsbarka grunnskól- anna á Akranesi og félagsmiðstöðv- arinnar Arnardals. Þar kepptu þrjú atriði úr hvorum skóla til úrslita, auk þess sem nemendum gafst tæki- færi til að sýna hæfileika sína á ýms- um sviðum. Keppendur stóðu sig all- ir með mikilli prýði og góð stemning var í salnum. Dómnefndin var skip- uð Brynju Valdimarsdóttur, Sveini Arnari Sæmundssyni og Viðari Eng- ilbertssyni, sem þurftu að velja sigur- vegara úr hvorum skóla fyrir sig. Sig- urvegari Brekkubæjarskóla var Ragna Benedikta Steingrímsdóttir sem söng lagið I found a boy. Rakel Rún Eyj- ólfsdóttir og María Dís Einarsdóttir lentu í fyrsta sæti fyrir hönd Grunda- skóla en þær sungu lagið Your side of town. Munu sigurvegarar hvors skóla fyrir sig keppa fyrir hönd Arn- ardals í Söngkeppni Samfés – Vestur- landskeppni, sem jafnframt er und- anfari Samféskeppninnar á landsvísu. Í hæfileikakeppninni sigraði Andri Snær Axelsson sem lék prelúdíu eftir J.S. Bach á flygil. grþ Hátónsbarkinn fór fram í síðustu viku Allir keppendur Hátónsbarkans saman á sviðinu. Ragna Benedikta er Hátónsbarki Brekkubæjarskóla. Rakel Rún og María Dís, Hátónsbarkar Grundaskóla

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.