Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2015, Page 26

Skessuhorn - 09.12.2015, Page 26
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 201526 Ert þú veðurhrædd/hræddur? Spurning vikunnar (spurt á Akranesi) Kári Maríuson Nei, alls ekki. Valdimar Lárusson Nei, ekki neitt. Grétar Guðnason Ekki tiltakanlega, nei. Birna Katrín Hallsdóttir Já, ég er frekar veðurhrædd. Júlíana Viðarsdóttir Nei, alls ekki. Meðal þess sem tekið var fyrir á að- alfundi Golfklúbbsins Leynis var tillaga, borin upp af tveimur félags- mönnum, þess efnis að stjórn GL taki upp áætlanir um að koma að byggingu golfhótels sem einn- ig innihéldi félagaaðstöðu, vinnu- aðstöðu og veitingarekstur fyr- ir klúbbinn. Í kjölfar umræðna var borin upp eftirfarandi breytingar- tillaga af Þórði Emil Ólafssyni for- manni: „Stjórn GL verði falið að stofna starfshóp um bætta félagsað- stöðu. Starfshópur verði settur sam- an af félagsmönnum GL. Nefndin skili niðurstöðum um bætta félags- aðstöðu á vormánuðum 2016.“ Í samtali við Skessuhorn kvaðst Þórður Emil hafa orðið var við um- ræðu um hugsanlegt hótel í ná- grenni golfvallarins, meðal annars gegnum þessarar tillögu sem bor- in var upp á aðalfundi GL. Aftur á móti upplýsir hann að ekki séu uppi áform meðal stjórnenda klúbbs- ins um að koma að byggingu og rekstri hótels, það væri ekki hlut- verk íþróttafélaga. Hann sagði hins vegar að stjórnendur golfklúbbs- ins væru að skoða ýmsa mögu- leika varðandi bætta félagsaðstöðu og væru opnir fyrir ýmsum lausn- um. Bætt aðstaða myndi gera mik- ið fyrir klúbbinn, en Þórður Emil ítrekaði að GL myndi ekki koma að byggingu hótels. Reksturinn gekk með ágætum Á hálfrar aldar afmælisári Leynis bar hæst Íslandsmótið í golfi sem haldið var með miklum glæsibrag á Garða- velli í júnímánuði. Eins og Skessu- horn hefur áður greint frá var aðsókn að mótinu góð og framkvæmd þess gekk vel. Heildarvelta klúbbsins jókst um 24% frá síðasta ári og nam 89,6 millj- ónum króna samanborið við 75,5 milljónir árið 2014. Rekstrarafgang- ur klúbbsins var 3,3 milljónir í ár fyr- ir fjármagnsliði og afskriftir. Félagsmönnum fjölgaði úr 390 í 410 á milli ára eða um 5% og spil- aðir hringir á Garðavelli voru 18.500 í ár. Er það fjölgun um 550 hringi frá árinu áður þrátt fyrir að völlur- inn hafi opnað seinna en vanalega og kalt hafi verið í veðri langt fram eft- ir vori. Stjórn GL var endurkjörin en hana skipa auk Þórðar Emils formanns þau Hannes Marinó Ellertsson, Ei- ríkur Jónsson, Hörður Kári Jóhann- esson, Berglind Helgadóttir og Ingi- björg Stefánsdóttir. Viðurkenningar til afrekskylfinga Venju samkvæmt voru þeim kylf- ingum sem þykja hafa skarað fram úr á árinu veittar viðurkenningar. Guðmundar- og Óðinsbikarinn var veittur Birni Viktori Viktorssyni fyr- ir góðan árangur á mótaröðum Golf- sambands Íslands, en Björn endaði tímabilið í öðru sæti áskorendamót- araðar GSÍ. Aron Máni Alfreðsson fékk háttvísiverðlaun GSÍ sem veitt eru þeim kylfingi 18 ára og yngri sem endurspeglar hvað best þá eiginleika sem Leynir vill sjá meðal afreksung- menna sinna. Þá fékk Hafþór Péturs- son verðlaun fyrir mestu forgjafar- lækkun Leynis, en hann lækkaði for- gjöf sína úr 36 í 12,4 á árinu. Formaður Leynis afhenti Val- dísi Þóru Jónsdóttur atvinnukylf- ingi styrk sem móðir hennar Pá- lína Alfreðsdóttir tók við fyrir henn- ar hönd, en Valdís var stödd á Flór- ída við æfingar og undirbúning fyrir úrtökumót LET Access mótaraðar- innar sem fram fer í Marokkó í þess- um mánuði. Golfklúbburinn fékk gæðaviður- kenningu Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands og verður klúbburinn því talinn fyrirmyndarfélag næstu fjögur árin. Um endurnýjun er að ræða, en GL fékk þessa viðurkenn- ingu fyrst árið 2009. Þá afhenti Sig- urður Arnar Sigursson formaður ÍA viðurkenningu og styrk til GL fyrir frábært uppbyggingar- og sjálfboða- starf á árinu sem er að líða. kgk/ Ljósm. GL. Leynir mun ekki koma að byggingu golfhótels Valdísi Þóru Jónsdóttur atvinnukylfingi var afhentur sérstakur styrkur á aðalfundi Leynis. Björn Viktor Viktorsson fékk Guðmundar- og Óðinsbikarinn fyrir góðan árangur á mótaröðum GSÍ. Háttvísiverðlaun GSÍ komu í hlut Arons Mána Alfreðssonar. Um helgina var leikið í 16 liða úr- slitum Powerade-bikar í körfuknatt- leik. Vesturlandsliðin þrjú sem öttu kappi unnu öll leiki sína og eru því komin áfram í næstu umferð. Á laugardaginn mættust Skalla- grímur og Breiðablik í spennandi leik í bikarkeppni karla í Kópavog- inum. Skallagrímur byrjaði vel að vanda og leiddi með fimm stigum í hálfleik. Heimamenn voru lengur í gang en söxuðu jafnt og þétt á for- skot gestanna. Með góðum síðari hálfleik minnkuðu Blikar muninn og komust yfir í upphafi lokafjórðungs- ins. Leikmenn Skallagríms svöruðu fyrir sig og sigruðu að lokum með þremur stigum, 75-78. Sigtryggur Arnar Björnsson var stigahæstur leikmanna Skallagríms með 33 stig. J.R. Cadot skoraði 17 stig og tók 18 fráköst. Burst í Hólminum Á sunnudag var svo leikið í bikar- keppni kvenna. Í Stykkishólmi vann Snæfell öruggan sigur á Breiðabliki, 85-48. Snæfell réði lögum og lofum á vellinum frá fyrstu mínútu enda allnokkur getumunur á ríkjandi Ís- landsmeisturum og ungu og efnilegu liði Breiðabliks. Haiden Palmer lauk leik með myndarlega þrennu; 16 stig, tíu frá- köst og tíu stoðsendingar. Við þrenn- una bætti hún átta stolnum boltum. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 16 stig og Bryndís Guðmundsdóttir 15 stig og tók 10 fráköst. Spenna í leik Skallagríms og KR Skallagrímur lék einnig í bikar- keppni kvenna um helgina þegar liðið mætti KR í Vesturbæ Reykja- víkur. KR náði undirtökunum í þeim leik við upphaf fyrsta leik- hluta og leiddi þar til Skallagrím- ur komst yfir með góðum spretti fyrir lokafjórðunginn. Upphóf- ust þá spennandi lokamínútur en Borgarnesliðið hélt heimaliðinu í skefjum og vann að lokum góðan ellefu stiga sigur, 52-63. Erikka Banks var atkvæðamest í liði Skallagríms með 23 stig og 15 fráköst. Næst henni kom Kristrún Sigurjónsdóttir með 15 stig og níu fráköst. Leikið verður í átta liða úrslit- um bikarsins helgina 9.-11. janú- ar og eins og áður sagði hafa ofan- greind lið öll tryggt sér þátttöku- rétt í næstu umferð. Dregið verður í átta liða úrslitum karla og kvenna áður en langt um líður og þá kem- ur í ljós hverjir mótherjar Vestur- landsliðanna verða. kgk Vesturlandsliðin öll áfram í bikarnum Haiden Palmer fór mikinn í stórsigri Snæfells á Breiðabliki í bikarnum um helgina þar sem hún náði þrennu. Mynd úr safni. Skallagrímur hefur unnið alla leiki sína í vetur undir stjórn Manuel Rodriguez, bæði í deild og bikar. Ljósm. Facebook-síða Skallagríms. Sundkonan knáa Inga Elín Cryer frá Akranesi bætti eigið Íslandsmet sitt í 200m flugsundi um tæpar fjórar sek- úndur á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fór í Ísrael í liðinni viku. Inga Elín synti á tímanum 2.12.95. Gamla metið átti hún sjálf, en það var 2.16.72. Inga Elín varð í 15. sæti en það voru átta sem komust í úrslit í 200m sundi. Auk flugsundsins keppti Inga Elín í 200, 400 og 800 metra skriðsundi og gekk þar ekki eins vel og í flugsundinu. Mótið í Ísrael verður í minnum haft fyrir þær sakir að þar vann stalla Ingu Elínar; Eygló Ósk Gústafsdótt- ir til tvennra bronsverðlauna en það er besti árangur sem íslenskt sund- fólk hefur náð frá upphafi á svo stóru móti. Auk stúlknanna synti Aron Örn Stefánsson á mótinu, en þjálfari liðs- ins er Jacky Pellerin. mm Inga Elín stór- bætti eigið Íslandsmet

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.