Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2015, Síða 1

Skessuhorn - 30.12.2015, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 52. tbl. 18. árg. 30. desember 2015 - kr. 750 í lausasölu Við óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum gleðilegs árs og þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Coldfri munnúði Fluconazol ratiopharm - við kvefi og hálsbólgu Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Frá Landnámssetri Mr. Skallagrímsson í janúar Ekki missa af þessari glæsilegu sýningu SK ES SU H O R N 2 01 5 Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Skömmu fyrir jól kom nýr og glæsilegur Víkingur AK-100 til heimahafnar á Akranesi en hann er í eigu HB Granda. Skipið var smíðað í Istanbúl í Tyrklandi og er afar fullkomið uppsjávarveiðiskip, búið nýjustu tækjum og tækni og er systurskip Venusar NK sem kom fyrr á þessu ári til landsins. Fjölmenni tók á móti Víkingi við komuna til Akraness og enn fleiri mættu til vígsluathafnar mánudaginn 21. desember. Sjá ítarlega frásögn í máli og myndum og spjall við Albert Sveinsson skipstjóra á bls. 18-19 í Skessuhorni í dag. Ljósm. mm. Líkt og undanfarin sautján ár gekkst Skessuhorn fyrir vali á Vestlend- ingi ársins, en verðlaunin falla í hlut þess eða þeirra íbúa á Vesturlandi sem þykja hafa skarað framúr á ein- hvern hátt á árinu. Í aðventublaði Skessuhorns var auglýst eftir tilnefn- ingum. Eina skilyrðið fyrir tilnefn- ingu er að viðkomandi sé búsettur í landshlutanum. Lesendur Skessu- horns sendu inn fjölmargar tilnefn- ingar og er þakkað fyrir það. Af þeim hlutu ferðaþjónustuhjónin Hrefna Sigmarsdóttir og Bergþór Kristleifs- son í Húsafelli flestar tilnefningar og eru réttkjörnir Vestlendingar árs- ins 2015. Viðurkenninguna hljóta þau fyrir myndarlega uppbyggingu í Húsafelli en í júní opnuðu þau fjög- urra stjörnu hótel í hjarta Húsafells með glæsilegum veitingastað. Fram- kvæmdin þykir hafa heppnast eintak- lega vel, enda unnin af miklum metn- aði og forsjálni. Áframhaldandi fram- kvæmdir eru fyrirhugaðar í Húsafelli og mun hótelið og önnur þjónusta sem þar er hafa jákvæð áhrif á vöxt ferðaþjónustu í landshlutanum. Les- endum Skessuhorns þótti uppbygg- ingin í Húsafelli verðskulda að þeir sem að henni standa hljóti sæmdar- heitið Vestlendingar ársins. Auk Húsafellshjóna hlutu flest- ar tilnefningar: Andrea Björnsdótt- ir bóndi og hugsjónakona á Eystri- Leirárgörðum, Alda Dís Arnardótt- ir söngkona frá Hellissandi, Hilm- ar Sigvaldason vitavörður á Akranesi og ferðafrömuðurnir Kjartan Ragn- arsson og Sigríður Margrét Guð- mundsdóttir í Borgarnesi. Rætt er við hjónin Bergþór og Hrefnu, Vestlendinga ársins 2015, á miðopnu. grþ Ferðaþjónustuhjónin á Húsafelli eru Vestlendingar ársins 2015 Hrefna Sigmarsdóttir og Bergþór Kristleifsson með blóm og áletraðan kristalsvasa, hefðbundinn verðlaunagrip sem Skessuhorn veitir árlega Vestlendingum ársins. Umhverfisstofnun gaf skömmu fyr- ir jól út nýtt starfsleyfi fyrir álverk- smiðju Norðuráls á Grundartanga. Nýja leyfið gildir til ársins 2031 og gefur fyrirtækinu heimild til fram- leiðslu á allt að 350 þúsund tonn- um af áli á ári. Framleiðsla Norð- uráls hefur verið að aukast á undan- förnum árum og vegna áforma um enn meiri framleiðslu með straum- hækkun sótti fyrirtækið um nýtt starfsleyfi. Sjá nánar bls. 2 . Nýtt starfsleyfi Norðuráls Skömmu fyrir jól voru alls 75 ung- menni brautskráð frá tveimur fram- haldsskólum á Vesturlandi; Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi og Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Sjá nánar bls. 16-17. 75 brautskráðust Þrír drengir og ein stúlka komu í heiminn á jóladag á kvennadeild HVE á Akranesi. Að sögn Önnu Björnsdóttur deildarstjóra kvenna- deildarinnar voru þetta óvenju margar fæðingar. „Það fæddist ekk- ert barn hjá okkur á aðfangadag en svo kom sprengja akkúrat á jóladag. Þetta er óvenjulegt, ég man ekki eftir að þetta hafi gerst áður að það hafi fæðst svona mörg börn þennan dag,“ segir Anna. Hún segir að yfir- leitt sé ein ljósmóðir á vakt þenn- an hátíðisdag en á föstudag hafi þær verið fjórar. „Það var ein ljósmóð- ir á hverja fæðandi konu og þetta gekk allt mjög vel.“ Fullt tungl var á jóladag í fyrsta sinn í 38 ár en Anna gaf lítið út á að samband væri á milli þess og fæðinganna. „Þetta getur alveg gerst svona,“ sagði hún og benti á að þrjár fæðingar hefðu til dæmis verið á deildinni mánu- daginn 28. desember. grþ Fjögur jólabörn á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.