Skessuhorn - 30.12.2015, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 201510
Lítilsháttar
aukning
atvinnuleysis
LANDIÐ: Samkvæmt Vinnu-
markaðsrannsókn Hagstofu Ís-
lands voru að jafnaði 194.900
manns á aldrinum 16-74 ára
á vinnumarkaði í nóvember
2015, sem jafngildir 83,2% at-
vinnuþátttöku. Af þeim voru
188.100 starfandi og 6.800 án
vinnu og í atvinnuleit. Hlut-
fall starfandi af mannfjölda
var 80,3% og hlutfall atvinnu-
lausra af vinnuafli var 3,5%.
Samanburður mælinga fyr-
ir nóvember 2014 og 2015
sýnir að atvinnuþátttaka jókst
um 2,4 prósentustig og hlut-
fall starfandi fólks jókst um
tvö prósentustig. Samanburð-
urinn sýnir aukningu í hlut-
falli atvinnuleysis, en það jókst
um 0,4 prósentustig frá því
í nóvember 2014, úr 3,1% í
3,5% af vinnuaflinu.
–mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
19. - 25. desember
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 3 bátar.
Heildarlöndun: 7.392 kg.
Mestur afli: Flugaldan SH:
2.102 kg í tveimur löndunum.
Arnarstapi 2 bátar.
Heildarlöndun: 8.272 kg.
Mestur afli: Kvika SH: 6.512
kg í einni löndun.
Grundarfjörður
Samkvæmt skrá Fiskistofu var
engu landað í Grundarfirði
þessa daga.
Ólafsvík 6 bátar.
Heildarlöndun: 30.170 kg.
Mestur afli: Kristinn SH:
10.802 kg í einni löndun.
Rif 5 bátar.
Heildarlöndun: 96.170 kg.
Mestur afli: Örvar SH:
51.332 kg í einni löndun.
Stykkishólmur 3 bátar.
Heildarlöndun: 24.923 kg.
Mestur afli: Fjóla SH: 11.030
kg í þremur löndunum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Örvar SH – RIF:
51.332 kg. 21. desember.
2. Tjaldur SH – RIF:
25.799 kg. 21. desember.
3. Kristinn SH – ÓLV:
10.802 kg. 19. desember.
4. Fjóla SH – STY:
6.638 kg. 19. desember.
5. Kvika SH – ARN:
6.512 kg. 21. desember.
mþh
Fauk í óveðri á
aðfangadag
SNÆFELLSNES: Rúta með
13 erlenda ferðamenn, á leið frá
Ólafsvík til Stykkishólms, fór út
af Snæfellsnesvegi undir Kol-
grafarmúla við bæinn Berserks-
eyri að morgni aðfangadags.
Töluverður vindur var á svæð-
inu og strengir af fjöllum sam-
hliða hálku þegar óhappið varð.
Lagðist rútan á hliðina í vegkant-
inum en engan sakaði. Björgun-
arsveitirnar Klakkur í Grundar-
firði og Berserkir í Stykkishólmi
voru sendar á staðinn til að flytja
fólkið í húsaskjól og gekk sú að-
gerð vel. Sama dag lenti öku-
maður jeppabifreiðar í vandræð-
um á Fróðárheiði og var honum
komið í samband við dráttarbíla-
þjónustu. Var Fróðárheiðin ófær
öllum bílum og merkt lokuð á
vef Vegagerðarinnar.
–mm
Notuðum
frímerkjum safn-
að til hjálparstarfs
LANDIÐ: Samband íslenskra
kristniboðsfélaga, í samstarfi við
Póstinn, hefur nú hafið söfnun
á notuðum frímerkjum. Heiti
verkefnis er: Hendum ekki verð-
mætum! Söfnunin stendur til 31.
janúar 2016 og er tekið við frí-
merkjum og umslögum á póst-
húsum um land allt. „Skorað er á
einstaklinga og fyrirtæki að skila
notuðum frímerkjum í safnkassa
sem eru á öllum pósthúsum.
Æskilegt er að fá frímerkin á
umslögum en einnig er tekið við
stökum frímerkjum. Allur ágóði
verður notaður í þróunarstarf á
sviði menntunar barna, unglinga
og fullorðinna í Eþíópíu og Ke-
níu. Frímerkjum er einnig veitt
móttaka allan ársins hring í Bas-
arnum, nytjamarkaði Kristni-
boðssambandsins í Austurveri,
Háaleitisbraut 68 og í Litla hús-
inu, Glerárgötu 1, Akureyri. Á
árinu 2015 skilaði frímerkja-
söfnun Kristniboðssambandsins
um 3,6 milljónum króna. Þeir
fjármunir voru m.a. notaði til
að byggja framhaldsskóla í Pó-
kot í Keníu, styðja fátæk börn í
Addis Abeba, höfuðborg Eþíóp-
íu og kenna fullorðnum að lesa í
Suður-Eþíópíu. Til að fá frekari
upplýsingar er fjölmiðlum bent á
að hafa samband við Jarle Reier-
sen í síma 854 6006 eða á jarle.
reiersen@gmail.com Einnig er
hægt að nálgast upplýsingar á
www.sik.is.“
–mm
Brennur á
tveimur stöðum
DALIR: Áramótabrenna árs-
ins í Búðardal verður á gamla
fótboltavellinum. Kveikt verð-
ur í brennunni kl. 20:30 á gaml-
árskvöld. Brennan í Saurbæn-
um verður að þessu sinni í landi
Bjarnastaða í Staðarhólsdal.
Kveikt verður í þeirri brennu um
miðnætti.
-mþh
Íbúar á Túnbergi hafa
lengi barist fyrir því
að sett verði upp skilti
sem sýni vegfarend-
um á hvaða hraða þeir
eru þegar þeir aka inn í
þéttbýlið á Hellissandi.
En umferðin framhjá
húsinu er mikil og
oft mjög hröð bæði, á
stórum og litlum bíl-
um. Vegagerðin setti
svona skilti upp á dög-
unum og vonandi
verður það til þess að
hægist á umferðinni.
þa
Skilti verður vonandi til að
hægja á umferðinni
Tveimur rútum fullum af ferðafólki
var lagt í vegarkanti á afleggjurun-
um að Ölveri og Höfn við Hafn-
arfjall eitt kvöld helgina fyrir jól.
Þar hleyptu fararstjórarnir útlend-
ingunum út á veginn til að skoða
norðurljósin. Öll ljós voru slökkt
á rútunum og ferðafólkið var án
endurskinsmerkja, að sögn sjónar-
votta. Ökumaður sem hringdi til
lögreglunnar hafði komið akandi
þarna að og sagði að fyrir hreina
Guðs mildi þá hafi honum tekist að
beygja framhjá fólkinu þegar það
birtist skyndilega í ljósgeislanum
standandi á miðjum veginum eins
og mýs í myrkrinu með gsm símana
á lofti. Þegar lögreglan kom á vett-
vang voru rúturnar og ferðafólkið á
bak og burt svo ekki náðist í þessa
ábyrgðarlausu fararstjóra til að lesa
þeim pistilinn. „Ábyrgð fararstjóra
og ökumanna er mikil, sérstakleg
í tilvikum sem þessum. Því miður
er ekki hægt að koma í veg fyrir öll
slys,“ segir Theódór Þórðarson hjá
Lögreglunni á Vesturlandi og vitn-
ar í mann sem sagði: „Það er óþarfi
að búa slysin til viljandi.“
mm
Stoppuðu á veginum og
hleyptu fólkinu út í myrkrið
Það er búið að vera í nógu að snú-
ast að undanförnu hjá þeim sem
sæti eiga í menningarnefnd Snæ-
fellsbæjar. Hafa þau ásamt öðr-
um staðið fyrir ýmsum viðburðum
sem sett hafa svip sinn á bæjar-
félagið og skapað jólastemningu.
Stóðu þau í fyrsta skipti fyrir sam-
keppni um fallegasta piparköku-
húsið. Margir búa til piparköku-
hús á aðventunni og finnst ýms-
um það ómissandi hluti jólanna
þegar fjölskyldan eða vinahóp-
ur safnast saman til að búa til og
skreyta piparkökuhús. Í þessa
fyrstu samkeppni voru send fjög-
ur hús en mjög líklegt er að þátt-
tákan aukist jafnt og þétt ef áfram-
hald verður á þessu. Sigurvegar-
arnir að þessu synni voru systkinin
Ásbjörn og Særún Friðbjörnsbörn
sem skreyttu þetta fallega hús með
móður sinni.
þa
Áttu flottasta piparkökuhúsið
Bílvelta varð á Holtavörðuheið-
inni í byrjun jólavikunnar. Þar
hafði vörubifreið með tengivagn
verið á suðurleið. Mikil hálka var
á veginum og missti ökumaðurinn
stjórn á ökutækinu með þeim af-
leiðingum að ækið fór útaf veg-
inum og valt á hliðina. Á tengi-
vagninum var 40 feta gámur og
famurinn var meðal annars fiskur.
Nokkrar tafir urðu á umferð með-
an unnið var að því að ná bíl og
vagni aftur upp á veginn. Öku-
maðurinn var fluttur á heilsu-
gæslustöð til skoðunar.
mm/ Ljósm. LVL.
Tengivagn á hliðina á Holtavörðuheiðinni