Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2015, Side 18

Skessuhorn - 30.12.2015, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 201518 Á slaginu klukkan 13 föstudaginn 18. desember lagðist nýr Víkingur AK-100 í eigu HB Granda að bryggju í heimahöfn sinni á Akranesi. Skipinu var siglt áleiðis frá Tuzla í Tyrklandi laugardaginn 5. desember og gekk heimsiglingin eins og í sögu und- ir stjórn Alberts Sveinssonar skip- stjóra. Skipið kom að bauju utan við Skagann nóttina áður en eftir toll- skoðun um morguninn var því fylgt til hafnar af lóðsbátum Faxaflóa- hafna. Fjölmenni var saman komið á bryggjunni til að heilsa nýja skipinu og áhöfn þess en gestum gafst kost- ur á að skoða skipið mánudaginn 21. desember þegar HB Grandi bauð bæjarbúum og gestum til athafnar á Akranesbryggju og eftir það skoðun- arferð um skipið. Fjölmenni skoðaði skipið Talið er að um þúsund gestir hafi mætt á Akranesbryggju mánudag- inn 21. desember til að verða við- staddir þegar Víkingi AK-100 var formlega gefið nafn og skipið bless- að. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda bauð gesti velkomna og sagði ánægjulegt hversu margir hefðu séð sér fært að koma. Vilhjálm- ur sagði þennan áfanga afar ánægju- legan, þegar lokið væri endurnýjun uppsjávarveiðiskipaflota fyrirtæk- isins. Hinn nýi Víkingur er systur- skip Venusar NS sem kom til lands- ins síðasta vor og var einnig smíðað í skipasmíðastöðinni Celiktrans Deniz Insaat Ltd í Tyrklandi. Víkingur er 81,19 metra langt skip og 17 metra breitt. Það ristir 7,8 metra. Víking- ur á að geta tekið allt að 2.800 tonna afla. Skipið er einkar glæsilegt utan sem innan og áttu gestir vart orð til að lýsa ánægju sinni með hversu vel var frá öllu gengið og ekki síður að- búnað skipverja. Einar Kristinn Guðfinnsson for- seti Alþingis, alþingismaður og fyrr- um sjávarútvegsráðherra flutti ávarp. Gat hann þess meðal annars að ís- lensk útgerðarfyrirtæki gætu ekki endurnýjað fiskiskipaflota sinn nema fyrir þær sakir að hér væri kvótakerfi sem ætti að tryggja viðunandi af- komu útgerðar til að standa straum að endurnýjun flotans. Fyrir bragðið værum við Íslendingar í fremstu röð þjóða þegar kæmi að tækni til veiða og vinnslu sjávarfangs. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi ávarpaði gesti og færði fyrir hönd bæjarins Alberti Sveins- syni skipstjóra málverk að gjöf, en það málaði Bjarni Þór Bjarnason og sýnir Akranesvita. Regína gat þess að Albert væri nítjándi skipstjóri á skipi með Víkingsnafninu. Karlakórinn Svanir söng tvö lög við athöfnina undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur og frumflutti meðal ann- ars nýtt lag eftir hana sjálfa. Eftir að Steinunn Ósk eiginkona Vilhjálms Vilhjálmssonar hafði gefið Víkingi nafn blessaði Séra Eðvarð Ingólfs- son sóknarprestur skipið og áhöfn þess. Eftir það var gestum boðið að stíga um borð og þiggja veitingar. Innanborðs sáu síðan um tónlistar- flutning félagarnir í Steinríki; Þor- steinn Bjarkason og Eiríkur Hafdal auk tvíeykisins Arnars Jónssonar og Steinþórs Guðjónssonar. Áætlað er að Víkingur haldi til veiða um miðjan janúar. Víking- ur er reyndar fjórða skipið í eigu Ís- lendinga sem smíðað er eftir sömu teikningunni og í sömu skipasmíða- stöðinni. Hin skipin þrjú eru Börk- ur NK, Sigurður VE og systurskipið Venus NS eins og áður sagði. mm Nýr Víkingur AK-100 kominn til heimahafnar Gengið um borð í skipið. Í landganginum er meðal annarra Einar Kristinn Guðfinnsson. Karlakórinn Svanir söng tvö lög við athöfnina. Regína bæjartjóri færði Alberti Sveinssyni og áhöfninni að gjöf málverk frá Akraneskaupstað. Vilhjálmur Vilhjálmsson tók við blómvendi. Víkingur kom að landi á Akranesi föstudaginn 18. desember. Hér er skipinu bakkað að bryggju. Hinn nýi Víkingur AK-100 leggst í fyrsta skipti að bryggju í heimahöfn. HB Grandi veitti ríkulega þegar gestir fengu að skoða skipið hátt og lágt. Hluti stjórntækjanna í brúnni og skipstjórastóll Alberts Sveins- sonar. Bæjarfulltrúarnir Rakel Óskarsdóttir, Vilborg Þórunn Guðbjarts- dóttir og Valgarður Lyngdal Jónsson voru meðal gesta. Séra Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur blessaði skipið og áhöfn þess. Kampavínsflaskan bíður örlaga sinna. Kampavínsflaskan smellur á síðunni og þar með heitir skipið form- lega Víkingur AK-100. Elsa Lára Arnardóttir alþingismaður og Stefán Lárus Pálsson afi hennar voru mætt á kajann. Horft úr brúnni fram eftir skipinu.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.