Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2015, Qupperneq 19

Skessuhorn - 30.12.2015, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2015 19 Skipstjórinn á hinum nýja Vík- ingi AK er mjög ánægður með skipið. Það er Skagamaðurinn Albert Sveinsson sem heldur þar um stjórnvölinn en hann var áður skipstjóri á Faxa RE um ára- bil. Það skip var einnig í eigu HB Granda en hefur nú verið selt til Vestmannaeyja og heitir nú Kap VE. Albert Sveinsson sigldi sjálf- ur skipinu heim hina löngu leið frá skipasmíðastöðinni við Istan- búl í Tyrklandi, út Marmarahaf, um Eyjahaf, vestur Miðjarðarhaf, gegnum Gíbraltarsund og síðan norður eftir Atlantshafi alla leið heim í Akraneshöfn. Heimsigling gekk mjög vel „Mér líst rosalega vel á þetta,“ segir Albert í samtali við Skessu- horn. „Víkingur gefur ekki ann- að til kynna en að hér sé komið gott skip og það gekk mjög vel að sigla heim. Það var blíðuveður mestan hluta leiðarinnar heim til Íslands. Þó var það þannig þeg- ar við vorum að koma að Írlandi að við fengum á okkur stífa suð- vestanátt og haugasjó. Síðan var aftur bræla þegar við komum upp að Íslandi austan við Vestmanna- eyjar. En Víkingur bar þetta allt saman mjög vel. Skipið er virki- lega gott. Það eru miklu hægari og þægilegri veltur í svona skipi sem hefur þessa breidd en hún er 17 metrar á Víkingi. Til saman- burðar er Faxi, sem ég var með áður, 11 metra breiður.“ Albert nefnir líka að það sé mikill munur hve allt pláss sé gott um borð í nýja skipinu. „Það er mikill munur að vera hér um borð samanborið við gömlu skip- in sem voru áður. Þetta er allt svo miklu stærra og meira en á þeim. Útsýnið úr brúnni er frá- bært. Við sjáum út úr henni all- an hringinn. Það er mikill kostur, ekki síst þegar við erum á nóta- veiðum. Þetta var nokkuð sem vantaði á eldri skipunum.“ Tilgreina mætti allar nýjung- arnar við Víking í löngu viðtali. Eitt er það þó enn sem Albert nefnir. „Hér um borð er mjög öflugt kælikerfi fyrir aflann til að tryggja gæði hráefnisins. All- ur vélbúnaður er líka mjög hag- kvæmur í keyrslu. Við eigum að geta keyrt þessi nýju skip hag- kvæmar heldur en gömlu skipin, það er að segja eytt minni olíu. Það þýðir minni mengun en svo er líka sérstakur mengunarvarnarbúnaður hér sem dregur úr útblæstrinum.“ Byrja á kolmunna- veiðum Nú þegar Víkingur AK er kom- inn til Íslands verður næsta skref að útbúa skipið og halda til veiða. „Já, þó skipið sé gott þá á maður þó eftir að finna fisk á hann, það eru auðvitað aðal málið,“ segir Al- bert. Hann upplýsir að sennilegast verði byrjað á því að halda á Vík- ingi til kolmunnaveiða suðaust- ur af Íslandi þar sem veitt verði í flotvörpu. Systurskipið Venus, sem einnig er í eigu HB Granda og kom til landsins í sumar, mun einnig halda til kolmunnaveiða strax á nýju ári. „Það hefur ekki verið gefinn út loðnukvóti enn sem komið er. Um leið og hann kemur þá förum við svo á hana. En áður en veiðar hefjast verður unnið aðeins í skipinu. Það þarf að gera smá breytingar á þilfars- búnaði en ekkert alvarlegt. Ég á von á því að við verðum farnir í fyrstu veiðiferðina um eða upp úr 10. janúar.“ Aðspurður í lokin segir að Al- bert að ný flotvarpa komi um borð í skipið með nýjum poka, nýjum hlerum og öðru sem fylgir. „Gamla flottrollið okkar fór með Faxa til Vestmannaeyja. Það fylgir honum. Hins veg- ar höldum við eftir nótunum og notum þannig þær sömu hér um borð og við höfum haft til þessa.“ mþh Albert Sveinsson skipstjóri á Víkingi AK: „Mér líst rosalega vel á þetta“ Albert á stjórnpalli Víkings AK á heimsiglingunni frá Istanbul til Akraness. Ljósm. Þúfan/HB Grandi. Albert Sveinsson skipstjóri glaðbeittur við skip sitt í Akraneshöfn þegar móttökuathöfnin var haldin mánudaginn 21. desember. Ljósm. Myndsmiðjan. Þessir reyndu sjómenn voru meðal þeirra sem fögnuðu komu Víkings AK-100. F.v. Jóhannes Eyleifsson, Högni Reynisson og Guðmundur Skarphéðinsson. Ljósm. Halli Bjarna. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri, Einar Kristinn Guðfinnsson forseti Alþingis, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi og Kristján Loftsson stjórnarformaður. Karlakórinn Svanir. Horft yfir hluta þess hóps sem beið þess að skoða skipið. 2 heilsárshús til sölu, annað um 100 m2 en hitt um 107 m2. Bæði í leigu með góðar leigutekjur. Einnig til sölu 2 eignalóðir á góðum stað í Húsafelli. Örfáar lóðir eftir á svæðinu. Upplýsingar í tölvupósti: husafellbustadir@gmail.com. HÚSAFELL - GÓÐUR FJÁRFESTINGARKOSTUR SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.