Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2015, Qupperneq 22

Skessuhorn - 30.12.2015, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 201522 Ljúfmetismarkaður var haldinn í Stykkishólmi laugardag- inn 19. desember. Veitingamenn og matvælaframleiðend- ur í Stykkishólmi og nágrenni vildu skapa saman jólastemn- ingu og bjóða upp á nokkurs konar mini-útgáfu af jólalegum réttum og drykkjum. Í húsnæði Rækjuness á Reitarveginum var sannkallaður jólaandi. Þar var hægt að smakka hrein- dýraborgara frá veitingahúsinu Skúrnum, Hákarlsverkunin í Bjarnarhöfn bauð upp á hákarl og selspik og harðfiskverk- unin Friðborg bauð upp á harðfisk. Sæþór á veitingahúsinu Narfeyrarstofu bauð upp á reykt hangikjöt, hrossapylsur og flatkökur sem voru bakaðar á staðnum með gasi. Veitinga- húsið Sjávarpakkhúsið bauð upp á grafna gæs, grafna lúðu og eplaköku svo eitthvað sé nefnt og frá veitinga- og gistiheim- ilinu Rjúkanda var boðið upp á rjúkandi heitan jóladrykk og smurt brauð með síld og fleira góðgæti. Jón Torfi Arason söng nokkur lög fyrir viðstadda en hann er meðlimur í hljómsveitinni Þrír, en sveitin er að gefa út disk um þessar mundir. Það var þó nokkur hópur af gestum sem kom og naut veitinga og samveru á aðventunni. Gerð- ur var góður rómur að veitingunum sem allar smökkuðust hver annarri betur og eiga þeir aðilar sem að þessu stóðu hrós skilið fyrir framtakið. Myndirnar tala að öðru leyti sínu máli. sá Jólastemning á ljúfmetismarkaði í Hólminum

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.