Skessuhorn - 30.12.2015, Side 28
gr
af
ik
a.
is
Öll leyfi til reksturs Fiskmarkað-
ar Snæfellsbæjar komu í hús síð-
astliðinn mánudag og þá strax voru
fyrstu fiskfarmarnir boðnir upp.
Klukkan 14:00 á gamlársdag verður
síðan formleg opnun á þessum nýja
markaði. Þangað eru allir velkomn-
ir að koma og skoða fiskmarkaðinn
í húsnæði sem hefur verið gert upp
og innréttað fyrir hann að Snoppu-
vegi 1 á hafnarsvæðinu í Ólafsvík.
Fiskmarkaður Snæfellsbæjar keypti
húsnæðið þar og í haust og vetur
hefur verið unnið hörðum höndum
að endurbótum á því.
„Við byrjuðum að selja í gær
af bátum sem réru nú strax eftir
jólahátíðina. Þeir fengu gott verð.
Þorskur var seldur á frá 440 krón-
um kílóið upp í 620 krónur. Sól-
kolinn fór á 1.080 krónur, skarkol-
inn á 379 krónur og steinbíturinn
hélst yfir 300 krónum fyrir kílóið.
Ég held við höfum verið með ein
hæstu verð á landinu í gær. Þetta
var svo sem ekki mikið, ein átta
tonn í heildina af þremur bátum.
Það voru dragnótarbáturinn Egill
og svo línutrillurnar Brynja og Álf-
ur. Allt bátar héðan úr Snæfellsbæ,“
segir Friðbjörn Ásbjörnsson fram-
kvæmdastjóri hins nýstofnaða Fisk-
markaðs Snæfellsbæjar.
Friðbjörn segir að fiskmarkað-
urinn muni taka við afla í öllum
höfnum Snæfellsbæjar. „Við keyr-
um bara aflann hingað frá Arnar-
stapa og Rifi.“ Stofnun og opnun
nýja markaðarins leggst vel í hann.
„Þetta er rosalega gaman. Okkur er
vel tekið. Allir sem eru í útgerð eru
velkomnir að eiga hlut í markaðin-
um. Það hefur bæst í hluthafahóp-
inn síðan markaðurinn var stofn-
aður og því fylgja fleiri bátar sem
verða í viðskiptum hjá okkur,“ segir
Friðbjörn. Auk hins nýja Fiskmark-
aðar Snæfellsbæjar er Fiskmarkað-
ur Íslands starfandi í Snæfellsbæ og
ljóst að nú er komin upp samkeppni
í uppboðsmálum á fiskafla þar. Þrír
starfsmenn eru hjá Fiskmarkaði
Snæfellsbæjar og segir Friðbjörn að
verið sé að bæta þeim fjórða í hóp-
inn. Þorsteinn Bárðarson er stjórn-
arformaður Fiskmarkaðs Snæfells-
bæjar. Meðstjórnendur eru Heiðar
Magnússon og Sigurður Jónsson.
Varamenn eru Brynja Mjöll Ólafs-
dóttir, Bárður Guðmundsson og
Ásbjörn Óttarsson.
mþh
Fiskmarkaður Snæfellsbæjar
hefur byrjað starfsemi
Þessi mynd var tekin í október þegar endurbætur stóðu yfir á húsnæði Fiskmark-
aðs Snæfellsbæjar við Snoppuveg í Ólafsvík. Nú er þeim lokið og markaðurinn
hefur hafið starfsemi. Ljósm. af.
Fyrr í þessum mánuði var ráð-
ið í stöðu aðstoðarskólameistara
við Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi. Fjórtán sóttu um stöð-
una og var Dröfn Viðarsdóttir ráð-
in. Hún er menntaður tölvufræð-
ingur og kennari, auk þess að vera
með viðbótarnám í stjórnun. Und-
anfarin fjögur og hálft ár hefur hún
starfað sem áfangastjóri skólans
en þar áður kenndi hún í mörg ár
tölvunarfræði, upplýsingatækni og
stærðfræði, einnig við FVA. Dröfn
tekur við sem aðstoðarskólameist-
ari á áramótum.
„Mér líst bara vel á nýja starf-
ið og er bjartsýn á framtíðina,“
segir Dröfn í samtali við Skessu-
horn. „Aðstoðarskólameistari er
staðgengill skólameistara og tek-
ur að sér almenn stjórnunarstörf,
svo sem að sjá um skólanámskrár,
námsferla nemenda, áætlanagerð
um kennslu og fleira,“ segir hún
og kveðst búa vel að reynslu und-
anfarinna ára sem áfangastjóri
skólans.
Framundan hjá Fjölbrauta-
skóla Vesturlands segir Dröfn
vera áframhaldandi vinna við að
innleiða nýja námskrá fyrir fram-
haldsskóla og stytta nám til stúd-
entsprófs í þrjú ár. „Þeir nemend-
ur sem hófu nám síðastliðið haust
eru á þriggja ára brautum en hin-
ir eru í eldra kerfi. Núna er ákveð-
ið millibilsástand sem verður þar
til eldri nemendurnir ljúka sinni
skólagöngu. En við munum halda
áfram að vinna að styttingu náms-
ins og þróa brautirnar hjá okkur,“
segir Dröfn. Hún bætir því við að
stytting stúdentsprófsins feli í sér
ákveðnar breytingar, meðal annars
í þrepaskiptingu áfanga.
Aðspurð segir hún að sér lítist
ágætlega á styttingu náms til stúd-
entsprófs í þrjú ár, eins og kveðið
er á um í nýrri aðalnámskrá fram-
haldsskóla. „Mér líst ágætlega á
það. Það á auðvitað eftir að koma í
ljós hvernig gengur að útfæra það
og hvernig það kemur til með að
reynast. Við vonum auðvitað að
þetta komi til með að ganga vel,“
segir Dröfn að lokum.
kgk
Dröfn Viðarsdóttir tekur við stöðu að-
stoðarskólameistara FVA á áramótum.
Ljósm. Myndsmiðjan.
Dröfn Viðarsdóttir er nýr
aðstoðarskólameistari FVA
Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is