Fréttablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 14
Það er frekar nýtt innan lýðheilsunnar að farið sé að líta á einmana-leika sem sérstakan áhættuþátt,“ segir Dóra Guðrún Guðmunds-
dóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri
Lýðheilsusviðs hjá Embætti land-
læknis.
„Þegar við skoðum hvaða þættir
hafa áhrif á hamingju og vellíðan
kemur skýrt í ljós að það eru félags-
leg tengsl sem skipta mestu máli,“
segir Dóra.
Verri áhrif en reykingar
Bretar hafa spurt um einmanaleika
í sínum könnunum um árabil. Það
þótti öflugast að spyrja um félagsleg
tengsl með því að spyrja um skort á
þeim og þá sérstaklega um þennan
þátt.
„Það eru komnar rannsóknir sem
sýna fram á það að einmanaleiki,
skortur á félagslegum tengslum og
félagsleg einangrun hefur ekki bara
slæm áhrif á andlega heilsu heldur
verri áhrif á líkamlega heilsu en
Skiljum
engan eftir
Ungt fólk í aldurshópnum 18-24 ára
er sá hópur sem finnur mest fyrir
einmanaleika á Íslandi. Ungir karl-
menn eru mest einmana. Einmana-
leiki hefur heilmikil áhrif á bæði
andlega og líkamlega heilsu fólks.
Ungt fólk víða einmana
Einmanaleiki er ekki bara áberandi hjá
ungu fólki á Íslandi heldur víðar um
heiminn. Á síðasta ári leiddi landskönnun
í Bandaríkjunum í ljós að flestir fullorðnir
Bandaríkjamenn eru einmana. Þátt-
takendur í könnun Cigna voru rúmlega
20.000 Bandaríkjamenn eldri en 18 ára.
Könnunin leiddi í ljós að yngsti aldurs-
hópurinn er mest einmana.
Svipað er uppi á teningnum í Bretlandi
samkvæmt nýrri könnun YouGov, sem
segir aldamótakynslóðina vera mest ein-
mana. Alls sögðust 30% aldurshópsins 23-
28 ára vera alltaf eða oft einmana. Einn
af hverjum fimm í þessum aldurshópi
sagðist ekki eiga neina vini en 27% enga
nána vini og 30% engan besta vin. Þessar
tölur voru mun hærri hjá þessum hópi en
í öðrum aldurshópum.
tóbaksreykingar,“ segir Dóra.
„Það má líta á þetta sem lýð-
heilsuvandamál og verður til þess
að Bretar tilnefna ráðherra ein-
manaleikans. Ég veit ekki hvort það
er besta niðurstaðan en það þarf
allavega að leggja áherslu á þetta og
finna leiðir til að rjúfa þessa félags-
legu einangrun og hjálpa fólki að
tengjast,“ segir hún.
Félagsleg tengsl mikilvæg
Íslendingar hafa komið vel út í
hamingjukönnunum og Dóra er
stundum spurð hvort það geti verið
satt að landinn sé í alvöru svona
hamingjusamur. „Við vitum að
þessi félagslegu tengsl eru mikilvæg
fyrir hamingjuna. Um 80% Íslend-
inga búa í innan við klukkutíma
fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
Það er líklegt að langflestir eigi auð-
velt með að hitta þá sem þeim eru
kærir,“ segir hún en þetta er oft ekki
raunin víða erlendis.
„Það er í f lestum tilfellum ekki
vegalengdir sem koma í veg fyrir að
við getum verið í nánum samskipt-
um,“ segir hún en enn fremur er t.d.
öflugt foreldrastarf í kringum tóm-
stundir barna og í skólum á Íslandi.
Kom á óvart
Þegar Embætti landlæknis fór að
mæla einmanaleika, kom einna
mest á óvart að yngsti hópur full-
orðinna væri mest einmana. „Okkar
tilgáta var að elsta fólkið væri mest
einmana. Fólkið sem væri dottið
út af vinnumarkaði, jafnvel búið
að missa maka, að það væri að ein-
angrast, það var búið að vera mikil
umræða um það,“ segir Dóra.
„Kannski er eldra fólk á Íslandi
duglegra að halda félagslegum
tengslum. Þó það sé einmanaleiki
þar var hann ekki mestur þar, hann
var meiri hjá yngra fólki og mestur
hjá ungum karlmönnum,“ segir
Dóra.
Önnur einkenni hjá körlum
Hún segir að oft sé talað um að
konur séu með meiri kvíða og dep-
Inga Rún
Sigurðardóttir
ingarun@frettabladid.is
Hlutfall fullorðinna sem finnur oft eða mjög oft fyrir einmanaleika
Fimm venjur gegn einsemd
Bandaríski rithöfundurinn Gretchen
Rubin hefur skrifað vinsælar bækur
um hamingjuna og leitina að henni
eins og The Happiness Project og
Happier at Home og er vel meðvituð
um tengingu góðra félagslegra tengsla
við hamingjuna. Hún hefur enn fremur
skrifað bók um vana, Better Than
Before, og hefur velt fyrir sér hvaða
vana væri hægt að temja sér til að
stuðla að góðum félagslegum tengsl-
um. Hvað hentar hverjum fer til dæmis
eftir aldri og áhugamálum.
Gerðu að vana að tengjast öðru fólki
Þetta er kannski augljóst en mikilvægt.
Farðu með vinnufélögunum í mat,
taktu þátt í leshring, gakktu í kór, farðu
á jóganámskeið eða í gönguklúbb.
Gerðu að vana að
endurskoða líf þitt
Ef þú ert einmana, skoðaðu virkilega
hvað veldur. Er það út af því að þú
saknar þess að eiga besta vin, eða að
vera hluti af hóp? Eða saknar þú þess að
eiga maka, eða hafa þægilega nærveru
hins kunna í kringum þig á heimilinu?
Það eru til margar gerðir af einmana-
leika. Það er ef til vill ekki skemmtilegt
að hugsa um þetta en um leið og þú
skilur hvers þú saknar er auðveldara að
takast á við vandamálið.
Gerðu að vana að hlúa að öðrum
Þú getur boðist til að passa börn ná-
granna einu sinni í viku, farið út að
ganga með hund nágranna, haldið
matarboð, miðlað af þekkingu þinni
á námskeiði, fengið þér gæludýr eða
hjálpað meira til við heimilisstörfin.
Það að gefa öðrum stuðning hjálpar til
við að skapa tengsl. Fyrir hamingju er
mikilvægt að veita stuðning, rétt eins
og að fá hann.
Gerðu að vana að
vera með opinn huga
Því miður getur einmanaleiki gert það
að verkum að fólk verður neikvæðara,
gagnrýnna og dómharðara. Fólk sem
finnur fyrir einsemd virðist ekki vera
eins opið fyrir nýjum vinskap og aðrir.
Ef þú telur að einmanaleikinn sem þú
finnur fyrir hafi áhrif á þig á þessa vegu,
skaltu berjast markvisst á móti því.
Gerðu að vana að fá góðan svefn
Einmanaleiki og slæmur svefn geta
tengst og það getur verið merki um ein-
semd að vera lengi að sofna, vakna oft
á nóttunni og vera þreyttur á daginn.
Það að vera svefnvana er slæmt fyrir
andlega heilsu, hefur áhrif á orkuna og
getur valdið veikindum. Þetta hefur
áhrif á allt annað svo það er mikilvægt
að hafa svefninn í lagi.
18-24 ára
25-34 ára
35-44 ára
45-54 ára
55-64 ára
55-64 ára
urðareinkenni og þá sé stundum
gert ráð fyrir að þær séu með verri
geðheilsu en karlmenn.
„En ég held að það séu bara önnur
einkenni að hrjá karlmenn en konur.
Það er mikilvægt að við hugum að
því að spyrja fjölbreytt í könnunum.
Við getum ekki bara horft á einhvern
einn þátt og gert ráð fyrir því að ef
kvíði sé meiri hjá stelpum, þá sé geð-
heilsan verri hjá þeim.“
Hún segir að það væri áhugavert
að skoða betur af hverju strákar
upplifi meiri einmanaleika en stelp-
ur en uppi séu alls konar getgátur.
„Það er talað um að stelpur eigi
auðveldara með að mynda náin
tengsl. Það er búið að ala þær upp
þannig að þær megi vera meiri til-
finningaverur og þær eiga kannski
dý pri tilf inningasambönd en
strákar. Vonandi erum við að vinna
úr þessu því það bendir allt til þess
að strákar séu alveg jafn miklar til-
finningaverur og stelpur. Við höfum
bara ekki leyft þeim að vera eins
miklar tilfinningaverur og þá ein-
angrast þeir frekar tilfinningalega.“
Karlar Konur
0% 10% 10% 10% 10% 10% 10% 10% 80% 90% 100%
0% 10% 10% 10% 10% 10% 10% 10% 80% 90% 100%
0% 10% 10% 10% 10% 10% 10% 10% 80% 90% 100%
0% 10% 10% 10% 10% 10% 10% 10% 80% 90% 100%
0% 10% 10% 10% 10% 10% 10% 10% 80% 90% 100%
0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100%
0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100%
0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100%
0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100%
0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100%
0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% 0% 10% 10% 10% 10% 10% 10% 10% 80% 90% 100%
TILVERAN
7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R14 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
7
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
B
-D
6
7
0
2
4
2
B
-D
5
3
4
2
4
2
B
-D
3
F
8
2
4
2
B
-D
2
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
5
6
s
_
6
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K