Fréttablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 16
Tölvuleikir til gagns
Hún segir líka að vitað sé að strákar
séu meira í tölvuleikjum en stelpur
sem geti leitt til félagslegrar ein-
angrunar en það er líka mikilvægt
að líta til þess að tölvuleikirnir geti
ýtt undir samskipti hjá strákum.
Þeir sem spila saman tali einn-
ig saman á meðan tölvuleikir séu
spilaðir og ákveði jafnvel í gegnum
spjall í tölvuleik hvenær eigi að hitt-
ast og fara í sund eða fótbolta. Því
sé einnig í sumum tilvikum hægt að
einangrast ef leikjatölva og nýjustu
leikirnir eru ekki til staðar.
„Það að segja að skjár sé slæmur
og tölvur slæmar, þetta er alls ekki
svona einfalt. Það er hægt að þróa
með sér tilfinningagreind og allt
mögulegt í gegnum tölvuleiki.“
Það er því ekki vitað af hverju
þessi kynslóð er svona einmana og
frekari rannsókna er þörf.
„Við vitum ekki hvort þetta er
tengt aldrinum; hvort fólkið sem er
orðið fullorðið í dag hafi verið meira
einmana þegar það var á þessum
aldri. Það þurfum við að skoða. Ég
myndi alveg halda að það gæti verið
þannig að það tengist aldrinum,“
segir hún en einmanaleikinn og
hamingja haldast í hendur.
„Við erum með mesta einmana-
leikann og minnstu hamingjuna hjá
ungum karlmönnum. Það er ekki
sami munur á elstu hópunum hjá
konum og körlum.“
Velsæld eða farsæld
Dóra segir að það sé munur á vel-
sældar- og farsældarhamingju.
„Velsæld tengist stundargleði og
ánægju, farsældarhamingja tengist
meira þroska og tilgangi í lífinu og
verður til eftir að fólk hefur gengið
í gegnum eitthvert ferli. Sá þáttur
hamingjunnar er sterkari hjá
eldra fólki. Það er þakklátara. Það
er komið með einhverja reynslu
og sækist ekki eins eftir stundar-
sælu og hefur meiri þrautseigju.
Mat fólks á hamingju og hvað það
er sem gerir það hamingjusamt er
ólíkt á milli þessara aldurshópa.
Það kemur ákveðið æðruleysi með
þroska og aldri. Hvað öðrum finnst
skiptir minna máli,“ segir Dóra.
Sérstakir spjallkassar
Hún segir mikilvægt að skapa nátt-
úruleg tækifæri fyrir fólk að hittast
og er ekkert sérstaklega hrifin af
sjálfsafgreiðslukössum í verslunum.
„Ég held það sé ekki sniðugt. Það eru
komnir sérstakir kassar í Hollandi,
þar sem er hægt að gefa sér tíma til
að spjalla. Þetta er ekki hraðkassi,
heldur öfugt, svona spjallkassi,“
segir hún.
„Við þurfum að vera meira vak-
andi fyrir því hvernig við sem sam-
félag búum til tækifæri fyrir fólk
til að hittast. Lífið snýst ekki um
að hlaupa í gegnum það, heldur að
stoppa og njóta. Hraðkassinn er
Teitur Guðmundsson
læknir
Bregðumst við í framhaldsskóla
Krakkar í menntaskóla eru
oftar en ekki farin úr sínu
uppeldishverfi og það verður
stundum rof í vinahópum á
þessum tímapunkti, þegar vinir
tvístrast hver í sína áttina. Þess
vegna þarf að fylgjast vel með
unglingum á þessum aldri.
Eins og fram kom í Til-
veruumfjöllun Fréttablaðsins
síðasta fimmtudag er markviss
kennsla í félags- og tilfinn-
ingafærni áberandi minnst í
framhaldsskólum. Þetta kom
fram í landskönnun á geð-
rækt í skólum, sem Embætti
landlæknis gerði. Þar kemur
enn fremur fram að framhalds-
skólar standi bæði leik- og
grunnskólum að baki þegar
kemur að gagnasöfnun um
líðan og hagi nemenda. 70%
framhaldsskóla leggja fyrir
árlegar nemendakannanir til að
meta líðan og skólabrag á móti
yfir 90% grunnskóla.
Kannanirnar virðast vera
vannýttar í framhaldsskólum
en rétt um einn af hverjum tíu
gerir slíkar kannanir og bregst
við með stuðningi ef merki eru
um félagslega einangrun eða
útilokun meðal nemenda.
Í ljósi þess að margir fram-
haldsskólar eru með fjölbrauta-
kerfi þar sem nemendur eru
með ólíkum hópum í hverju fagi
og auðvelt er að „týnast“ í fjöl-
mennum skólum væri gagnlegt
að nýta tengslakannanir betur á
þessu skólastigi. Þær veita tæki-
færi til að fá yfirsýn yfir þann
hluta nemenda sem hefur veik
tengsl við samnemendur eða
starfsfólk í skólanum.
ekki endilega málið, heldur að gefa
sér tíma til að staldra við og spjalla.
Sérstaklega fyrir fólk sem enginn
bíður eftir heima.“
Sífellt f leiri búa einir en það að
vera einn er alls ekki það sama og
að vera einmana. Það er vel hægt
að líða vel með sjálfum sér og það
er líka hægt að vera einmana með
öðrum, þegar þessi djúpu félagslegu
tengsl skortir.
„Við eigum miserfitt með að
mynda tengsl. Sumir eiga mjög auð-
velt með það en aðrir ekki. Sumir
hafa þörf fyrir að eiga bara einn
góðan vin á meðan það hentar ekki
öðrum. Þarfirnar eru ólíkar.“
Margir eiga góða fjölskyldu sem
er mikilvægur þáttur í félagslegum
tengslum þeirra.
Bros í göngutúr
„En það eiga ekki allir fjölskyldu
sem þeir tengja við. Við þurfum
að hugsa um hvernig við sköpum
samfélag þar sem við gefum öllum
tækifæri til þess að vera í gefandi
samskiptum við annað fólk,“ segir
Dóra sem er efins um það að taka
manneskjur út úr öllum þjónustu-
störfum, „og vélvæða allt saman svo
við komumst sem hraðast í gegnum
þetta allt og missum kannski af
því sem skiptir máli. Lífið er þetta
ferðalag og við þurfum að læra að
njóta þess. Við þurfum að vera með-
vitaðri um fólkið í kringum okkur
og heilsa fólkinu í kringum okkur.
Bara það að fá bros í göngutúr lætur
mann upplifa tengsl við annað fólk,
að maður skipti máli. Það er einhver
sem tekur eftir manni,“ segir hún en
auðvitað þarf meira til en bros en
það er samt eitthvað sem allir geta
gefið.
Dóra vill búa í samfélagi sem
hlúir að fólki. „Við þurfum líka að
hugsa út í alla nýju Íslendingana, að
bjóða þeim með, og líka fólki sem er
að glíma við eitthvað. Það er mikil-
vægt að fólk eigi sér sinn samastað
þar sem það getur komið og mynd-
að tengsl. Skiljum engan eftir, látum
okkur alla varða og tökum þá með.“
Við þurfum að vera
meira vakandi fyrir
því hvernig við sem sam-
félag búum til tækifæri fyrir
fólk til að hittast. Lífið snýst
ekki um að hlaupa í gegnum
það, heldur að stoppa og
njóta.
Dóra Guðrún
Guðmundsdóttir
Ha? kunna sumir að segja, á meðan aðrir eru mér hjartan-lega sammála. Það eru meira
að segja til rannsóknir sem sýna
fram á að jákvætt og hamingjusamt
fólk er líklegra til að hafa sterkara
ónæmiskerfi, jafna sig hraðar á áföllum
og veikindum auk þess að sjá
tækifæri í því sem aðrir gætu
upplifað sem vandamál sem
er ótvíræður kostur og
gífurlega mikilvægt.
Hlátur er líklega eitt
besta meðalið sem
við þekkjum og
því nauðsynlegt
fyrir okkur að
hlæja nokkrum
sinnum á dag.
Það lækkar
blóðþrýsting og
víkkar æðarnar
með hjálp nituroxíðs,
lækkar streituhormón
eins og kortisol og leysir úr
læðingi endorfín sem er náttúrulegt
verkjalyf líkamans. Þá er einnig búið
að sýna fram á aukna T-frumu virkni
ónæmiskerfisins og þar af leiðandi
bættar varnir við smitsjúkdómum,
fyrir utan þá gleði sem fylgir því að
hlæja og vera í kringum fólk sem brosir
og geislar af vellíðan. Hláturjóga er til
dæmis eitt form sem er mjög áhrifaríkt
og heilsubætandi, fyrir utan hvað það
er skemmtilegt.
Þetta getur vissulega reynst erfitt og
ýmislegt sem hefur áhrif hér á, það er
margt sem getur byrgt sýn, við getum
kennt öðrum um ófarir og aðstæður,
gengið gegn eigin sannfæringu og
samvisku, þóknast öðrum og gleymt
sjálfum okkur. En á endanum er það
líklega takmark okkar allra að láta
okkur líða vel og það erum fyrst og
fremst við sjálf sem stýrum því. Á
sama tíma megum við ekki gleyma
náunganum, aðstæðum hans og því að
láta gott af okkur leiða, svo þetta getur
reynst býsna flókið.
Eitt af grundvallaratriðunum við
hamingju er umgengni við annað fólk
á öllum aldri og samskipti við þá sem
standa manni næst. Rannsóknir hafa
staðfest að sterk félagsleg tengsl eru
einn sterkasti þátturinn sem stuðlar að
góðri líkamlegri og andlegri heilsu. Það
á við um eiginlega alla og því mikilvægt
að rækta þau sem mest og best. Gerðu
þér far um að hitta vini og kunningja,
fjölskyldu og vini, taktu þátt í félags-
starfi eða skipulögðum athöfnum hvers
kyns. Einmanaleiki er eitur og ber að
forðast eins og heitan eldinn. Það er
mikill munur á því að vilja vera einn
og njóta kyrrðar og friðar eða vera ein-
mana og upplifa sig afskiptan.
Ég hef haldið fyrirlestra undanfarið
um það að njóta lífsins, f léttað saman
við heilsufar og áhættuþætti þess, þar
sem hafa spunnist líf legar umræður um
samhengi hlutanna. Nær undantekn-
ingarlaust hafa komið upp nýir f letir,
sjónarmið og hugmyndir frá áheyr-
endum sem sýnir hversu mikilvæg
andleg og líkamleg líðan okkar er. Það
er hægt að fylla margar greinar um ein-
staka sjúkdóma og tengingu þeirra við
líðan einstaklingsins bæði sem orsök
og afleiðingu. Máttur hugans er mikill
og hefur það sýnt sig ítrekað í gegnum
tíðina að sjálfstraust og viljastyrkur
þarf ekki að vera í neinu samhengi við
líkamlegt atgervi, en fari slíkt saman
verður það verulega áhugavert.
Það er vitaskuld ekki til nein ein leið
að settu marki, enda óraunsætt, hitt er
þó ljóst að það eru ákveðin lykilatriði
sem allir verða að hafa í huga. Hugsaðu
um sjálfan þig því einungis þannig
getur þú hugsað um aðra, gerðu alltaf
þitt besta og vertu stolt/ur af því, sýndu
þolinmæði og þrautseigju. Hugsaðu
jákvætt og gefðu bros og hlýju, þú færð
það margfalt til baka!
Jákvæðni margra meina bót
TILVERAN
7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
7
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
B
-D
1
8
0
2
4
2
B
-D
0
4
4
2
4
2
B
-C
F
0
8
2
4
2
B
-C
D
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
6
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K