Fréttablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 2
Veður
Hæg A- átt, úrkomulaust að kalla
og víða bjart. Austan 8-13 m/s og él
syðst á landinu. Bætir í vind vestast
annað kvöld. Frost 0 til 10 stig,
kaldast fyrir norðan. SJÁ SÍÐU 30
Ráðherrar fengu boðsbréf á barnaþing
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
K371 sófi
Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir
3ja sæta 2ja sæta og stólar
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
SAMFÉLAG „Verkin á sýningunni
eru ljósmyndir og hljóðupptökur
af fólki hér í bænum. Pólsku fólki
í samfélaginu hér sem ég þekkti
ekkert en hef nú orðið svo heppin
að kynnast. Hér býr nefnilega ótrú-
lega mikið af áhugaverðu og hlýju
pólsku fólki sem er að gera áhuga-
verða hluti,“ segir listakonan Vena
Naskrecka.
Hún heldur listsýningu á Pólskri
menningarhátíð sem fram fer á
Nesvöllum í Reykjanesbæ á laug-
ardag. Á hátíðinni er áhersla lögð
á persónulegar sögur bæjarbúa af
pólskum uppruna. Boðið verður
upp á tónlistaratriði, pólskan götu-
matarmarkað og Polonez-dans, svo
fátt eitt sé nefnt.
„Ég hitti fólkið, það sagði mér
sínar sögur og ég tók af því myndir.
Allir tóku mér ótrúlega vel og það
var frábært að heyra sögur þeirra,“
segir Vena. „Áður en þau sögðu mér
sögurnar spjölluðum við saman
þannig að þau kynntust mér og
ég þeim, það varð til þess að sam-
skiptin urðu opnari,“ bætir hún
við.
„Sýningargestir setja á sig heyrn-
artól og hlusta á viðmælendur
mína segja sögur sínar og mynd-
irnar sem ég tók af þeim verða til
sýnis. Með því að gera þetta svona
en ekki sem hefðbundið vídeóverk
fæst meiri nánd á milli sýningar-
gesta og söguhetjunnar,“ segir hún.
„Sumar sögurnar eru á pólsku og
aðrar á íslensku. Þær eru svo allar
þýddar yfir á pólsku eða íslensku
eftir því sem við á svo allir geti lesið
þær. En sama hvort tungumálið
sýningargestir skilja hvet ég alla
til þess að setja á sig heyrnartólin
og hlusta. Það er svo margt sem
leynist í frásögnum okkar. Hljóm-
fallið í röddinni og tilfinningin
getur aukið upplifunina,“ útskýrir
Vena.
Hún segir sögurnar jafn margar
og ólíkar og söguhetjurnar en að
ýmislegt hafi þær þó átt sameigin-
legt. „Við töluðum um alls konar
hluti, til dæmis upplifun Pólverja
af því að búa á Íslandi. Öll voru
þau sammála um mikilvægi þess
að læra íslensku og að Íslendingar
hefðu tekið þeim vel,“ segir hún.
Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í
fyrra við mikinn fögnuð bæjarbúa
en um 16 prósent íbúa í Reykja-
nesbæ eru af pólskum uppruna.
Vena telur mikilvægt að slíkir við-
burðir séu haldnir í öllum sam-
félögum og séu kjörin leið til að
þjappa saman og auka tengsl fólks
af ólíkum uppruna.
„Sama hvort við erum frá Pól-
landi eða Íslandi þá búum við öll
nálægt hvert öðru, börnin okkar
ganga í sömu skólana og við erum
með svipaðar upplifanir, og ef
við erum meðvituð um fólkið í
kringum okkur og sögur þess líður
okkur betur,“ segir hún.
birnadrofn@frettabladid.is
Byggir á persónulegum
sögum í verkum sínum
Pólsk menningarhátíð verður haldin í Reykjanesbæ á laugardaginn í tilefni af
þjóðhátíðardegi Póllands, 11. nóvember. Vena Naskrecka heldur þar sýningu
sem byggir á persónulegum frásögnum einstaklinga af pólskum uppruna.
Vera Naskrecka við nokkur verka sinna á sýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sumar sögurnar eru
á pólsku og aðrar á
íslensku. Þær eru svo allar
þýddar yfir á pólsku eða
íslensku eftir því sem við á
svo allir geti lesið þær.
Vena Naskrecka,
listakona
Sindri Þór Stefánsson fékk fjögurra
og hálfs árs dóm. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
DÓMSMÁL Bitcoin-málið svokall-
aða er ekki enn komið á dagskrá
Landsréttar en dómur í málinu var
kveðinn upp í janúar. Sjö menn
voru þá dæmdir fyrir aðild að inn-
brotum og þjófnaði úr tveimur
gagnaverum. Þeir fimm sem hlutu
þyngstu refsingu áfrýjuðu málinu
til Landsréttar og var málið skráð
þar 8. mars síðastliðinn. Þótt átta
mánuðir séu liðnir hefur málið ekki
enn verið tekið á dagskrá réttarins.
Í svari Landsréttar við fyrirspurn
Fréttablaðsins segir að ástæðan
sé sú að ríkissaksóknari hafi enn
ekki þingfest málið og afhent gögn
þess til Landsréttar. Í svari ríkis-
saksóknara segir að Héraðsdómur
Reykjaness hafi enn ekki af hent
gögn málsins þótt óskað hafi verið
eftir því og sú beiðni verið ítrekuð.
Björn Bergsson, skrifstofustjóri
Landsréttar, segir að þegar málið
hafi verið þingfest verði verjendum
og ákæruvaldi veittir frestir til að
skila greinargerðum en það sé fyrst
að lokinni þessari gagnaöflun sem
málið sé tilbúið til málf lutnings
og unnt að af kveða dagsetningu
hans. Aðspurður segir Björn að
ekki sé unnt að fullyrða að málið
hafi beðið lengur en önnur mál
sem verið hafa til meðferðar hjá
réttinum.
Sindri Þór Stefánsson hlaut
þyngsta dóminn í héraði en hann
var dæmdur til fjögurra og hálfs árs
fangelsisvistar fyrir skipulagningu
og framkvæmd brotanna. – aá
Bíða enn eftir
Landsrétti
Þrjátíu ár eru liðin frá því að Barnasáttmálinn, samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, var samþykktur. Því verður fagnað með
ýmsu móti. Hápunkturinn verður án efa barnaþing, sem umboðsmaður barna stendur fyrir í fyrsta skipti í ár. Barnaþingið verður haldið í
Hörpu 21. til 22. nóvember. Ráðherrar fengu af hent boðsbréf á þingið í skemmtilegri athöfn í Alþinghúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Þorlákshöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÖLFUS Bæjarráð Ölfuss hefur hafnað
því að ganga til viðræðna við Árborg
um sameiningu sveitarfélaganna að
svo stöddu.
Kveðst bæjarstjórnin þó fagna því
að bæjarráð Árborgar stígi fram og
lýsi „vilja til að nálgast nágranna sína
og samstarfsaðila á jafningjagrunni“
eins og segir í bókun. „Á sama tíma
hefur framganga bæjarfulltrúa
Árborgar hins vegar ekki verið með
þeim sama hætti líkt og kom fram á
haustfundi Héraðsnefndar Árnes-
inga nú í október.“
Þá benda Ölfusingar á að sveitar-
félögin hafi rætt um sameiningu á
árunum 2016 til 2017 en að þeim við-
ræðum hafi lokið án niðurstöðu. - gar
Sameining er
ekki á dagskrá
7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
7
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
B
-C
7
A
0
2
4
2
B
-C
6
6
4
2
4
2
B
-C
5
2
8
2
4
2
B
-C
3
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
6
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K