Fréttablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 38
7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R26 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
GOLF Haukur Örn Birgisson, forseti
Golfsambands Íslands, segir lík
urnar fara dvínandi á því að mót á
Evrópumótaröð kvenna í golfi fari
fram á Íslandi í ljósi þess hversu hár
kostnaður því fylgir að halda slíkt
mót á Íslandi. Golfsambandið hefur
ekki slegið hugmyndina út af borð
inu en Haukur segist ekki eiga von á
því að úr því rætist á næstunni.
Fréttablaðið greindi frá því síð
asta sumar að Evrópumótaröðin
hefði sýnt því áhuga á að bæta við
móti á Íslandi og staðfestu bæði
Haukur og fjölmiðlafulltrúi móta
raðarinnar að áhugi væri til staðar
sem mætti rekja til ársins 2017. Um
er að ræða næst sterkustu mótaröð
heims á eftir þeirri bandarísku og á
Ísland einn fulltrúa á mótaröðinni,
Skagameyna Valdísi Þóru Jóns
dóttur.
Valdís Þóra náði besta árangri
sem íslenskur kylfingur hefur náð á
Evrópumótaröðinni þegar hún lenti
í þriðja sæti í fyrra. Þá hafa Guðrún
Brá Björgvinsdóttir og Ólafía Þór
unn Kristinsdóttir einnig leikið stök
mót á mótaröðinni undanfarin ár
en Ólöf María Jónsdóttir varð fyrsti
kylfingurinn sem komst inn á móta
röðina árið 2003.
„Við höfum ekki setið formlegan
fund um þetta mál í nokkurn tíma,
ég hef nokkrum sinnum hitt á fram
kvæmdastjóra mótaraðarinnar á
ráðstefnum erlendis og við höfum
rætt þetta þar án þess að sitja form
legan fund. Það sem tefur málið og
kemur í veg fyrir að þetta sé komið
á teikniborðið hjá Golfsambandinu
er sá mikli kostnaður sem fylgir því
að halda slíkt mót,“ sagði Haukur í
samtali við Fréttablaðið, spurður út
í tíðindi af viðræðunum.
„Kostnaður við mót af þessari
stærðargráðu er mikill og lendir
á mótshaldara. Sá kostnaður er
yfirleitt yfirstiginn með aðkomu
styrktar aðila í tengslum við mótið.
Stærsti kostnaðarliðurinn er verð
launaféð í mótinu og svo auðvitað
framkvæmdakostnaðurinn. Þetta
eru umtalsverðar upphæðir sem
hlaupa á tugum milljóna króna sem
við þyrftum að finna.“
Haukur segir að fyrir vikið séu
ekki mörg íslensk fyrirtæki sem
koma til greina sem leiði til þess að
viðræður þurfi helst að fara fram við
fyrirtæki erlendis.
„Það yrðu ekki mörg fyrirtæki til
búin að standa í slíkum kostnaði, þá
helst fyrirtæki sem starfa á alþjóð
legum markaði en á Íslandi eru þau
bara ekki mjög mörg. Því miður
munu þessar viðræður líklegast
alltaf stranda á peningamálunum,“
segir Haukur og heldur áfram:
„Það yrði frekar að leita erlendra
samstarfsaðila í þessum málum en
það er erfiður markaður að komast
á. Það er ekki á stefnuskrá GSÍ að
fara í slíka fjársjóðsleit á næstunni
þegar líkurnar eru litlar á að árang
ur náist.“
GSÍ er ekki búið að slá hugmynd
ina út af borðinu en Haukur segir
líkurnar fara minnkandi.
„Við munum ekki útiloka neitt
og verðum alltaf tilbúin að skoða
möguleikana sem koma upp. Við
værum auðvitað til í að halda golf
mót fyrir bestu kylfinga Evrópu en
fjárhagsleg hlið málsins stendur
í vegi fyrir því á litlum markaði,“
segir Haukur spurður hvort mögu
leikinn sé til staðar að halda mót af
slíkri stærðargráðu á Íslandi.
kristinnpall@frettabladid.is
SPORT
FÓTBOLTI Erik Hamrén og Freyr
Alexandersson tilkynna í dag hvaða
23 leikmenn urðu fyrir valinu fyrir
lokaleiki Íslands í Hriðli undan
keppni EM 2020. Fram undan eru
tveir leikir gegn Tyrklandi og Mol
dóvu á útivelli þar sem Ísland verður
að taka fullt hús stiga til að halda lífi
í veikri von Strákanna okkar um að
komast beint inn á lokakeppni Evr
ópumótsins næsta sumar. Íslenska
liðið kemur saman til æfinga á
mánudaginn í Tyrklandi þar sem
liðið mun æfa í aðdraganda leikj
anna áður en haldið verður til Istan
búl þar sem Ísland mætir Tyrklandi
að viku liðinni á heimavelli Galatas
aray sem tekur 52.000 manns í sæti.
Ísland þarf að vinna báða leikina í
þessu landsleikjahléi og treysta á að
Andorra takist að næla í óvænt stig
gegn Tyrklandi á heimavelli sínum.
Þannig lifir veik von Íslands um að
komast beint inn í lokakeppnina en
líklegra er að Strákarnir okkar
þurfi að fara í umspil í gegnum
Þjóðadeildina sem fer fram í vor.
Ólíklegt er að Jóhann Berg
Guðmundsson og Aron Einar
Gunnarsson geti gefið kost
á sér enda báðir að glíma
við meiðsli. Aron Einar
birti myndband á Insta
gramreikningi sínum
í vikunni að hann væri
farinn að taka næstu
skref í endurhæfingu
sinni en hæpið er að
hann hafi heilsu til að
taka þátt í leikjum Íslands og Tyrk
lands. Þá sagði knattspyrnustjóri
Burnley á dögunum að það væru
enn nokkrar vikur í að Jóhann Berg
kæmist aftur út á völl.
Þá er óvíst með þátttöku Rúnars
Más Sigurjónssonar, leikmanns
Astana í Kasakstan, sem fór meiddur
af velli í leik Íslands og Frakk
lands. Rúnar sat á bekknum í
síðasta leik Astana en hefur
ekki komist inn á völlinn
frá Frakkaleiknum. Það eru
hins vegar engar líkur
á því að Albert Guð
mundsson verði í
hópnum á meðan
hann nær sér af
meiðslum á ökkla.
Aðrir leikmenn
ættu að vera heilir
heilsu og geta gefið
kost á sér fyrir
verkefnið. – kpt
Hamrén kynnir landsliðshópinn í dag
Í fjórum leikjum í
undankeppninni hefur engu
liði tekist að skora hjá
Tyrkjum í Tyrklandi.
Langsótt að fjármagna mót af
þessari stærðargráðu á Íslandi
Forseti Golfsambands Íslands segir það orðið ólíklegt að mót á Evrópumótaröð kvenna í golfi fari
fram á Íslandi þrátt fyrir að báðir aðilar hafi sýnt því áhuga. Kostnaðurinn við að halda slíkt mót
hleypur á tugum milljóna og fellur á þann sem heldur mótið sem gerir frekari viðræður erfiðari.
Valdís Þóra sem slær hér af teig hefur náð bestum árangri Íslendinga á Evrópumótaröðinni. MYND/LET/TRISTAN JONES
Því miður munu
þessar viðræður
alltaf standa á peningamál-
unum sem fylgja slíku móti.
Haukur Örn Birgis-
son, forseti GSÍ
Erum með mikið úrval af allskonar
bílaverkfærum á frábæru verði!
ViAir 12V loftdælur
í miklu úvali.
Hleðslutæki
12V 6A
6T Búkkar
605mm Par
Jeppatjakkur
2.25t 52cm.
Omega
Viðgerðarkollur
4.995
9.999
17.995
7.495
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæralagerinn
KEILA Arnar Davíð Jónsson var
grátlega nærri því að verða fyrsti
Íslendingurinn til þess að tryggja
sér sigur á móti sem er hluti af
heimsmótaröðinni sem og banda
rísku mótaröðinni í keilu í gær
þegar hann var einum pinna frá
sigri á Kuwait International mót
inu. Arnar Davíð mætti einum
fremsta keiluspilara heims, Dom
inic Barrett, í úrslitunum þar sem
Englendingurinn hafði nauman
278277 sigur.
Arnar fór þó ekki tómhentur
heim því hann fékk um þrjár millj
ónir íslenskra króna fyrir afrek sitt.
– hó
Einum pinna
frá sigri í Kúveit
FÓTBOLTI Tilkynnt var í gær að
Ólafur Jóhannesson myndi koma í
þjálfarateymi Stjörnunnar og stýra
liði Garðbæinga ásamt Rúnari Páli
Sigmundssyni. Ólafur skrifaði undir
tveggja ára samning við Stjörnuna í
gær, rúmum mánuði eftir að Valur
ákvað að framlengja ekki samning
Ólafs. „Það voru nokkur lið sem
ræddu við mig í haust en á þeim
tímapunkti vildi ég bara kúpla
mig aðeins frá fótboltanum og ég
var búinn að stilla mig inn á það
að taka mér bara ársfrí frá bolt
anum,“ segir Ólafur Davíð Jóhann
esson í samtali við Fréttablaðið.
„Eftir að ég kom heim úr fríi þar
sem ég náði að hlaða batteríin
hafði Rúnar Páll samband við mig
og mér leist vel á þær hugmyndir
sem hann hafði um samstarf okkar
um þjálfun liðins. Ég fann það að
löngunin til þess að halda áfram að
þjálfa kom aftur og ég ákvað að slá
til,“ segir Ólafur enn fremur en hann
og Rúnar Páll munu stýra liðinu í
sameiningu. – hó
Ólafur til liðs
við Stjörnuna
Rúnar Páll og Ólafur á blaðamanna-
fundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
0
7
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
2
B
-F
4
1
0
2
4
2
B
-F
2
D
4
2
4
2
B
-F
1
9
8
2
4
2
B
-F
0
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
6
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K