Fréttablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 18
Hvítserkur er eitt sérkennilegasta fjall á Íslandi, staðsett á Víknaslóðum milli Borgarfjarðar eystri og Húsa-víkur. Það er 771 m hátt og sker sig úr umhverfinu, enda ljóst ásýndum með dökkum bergæðum sem liggja þvers og kruss í gegnum fjallið. Berggangarnir stefna margir að toppi fjallsins og minna á lakkrísreimar eða röndótt náttföt, enda merkir serkur ermalaus eða ermastuttur kyrtill. Annað nafn á þessu skemmtilega fjalli er einmitt Röndólfur en tveir aðrir Hvítserkir eru á Íslandi, annar er drithvítur klettur í sjó við botn Húnafjarðar og hin er foss í Fitjaá í Skorradal í Borgarfirði. Það er sérstak- lega suðurhlíð Hvítserks sem er mikið fyrir augað en efst ber meira á dekkra bergi. Fjallið er myndað úr ljósu og súru líparíti en í því er einnig flikruberg, líka kallað ignimbrite. Er talið að það hafi myndast í miklu eldskýi við sprengigos og gjóskuhlaup úr Breiðu- víkureldstöðinni skammt frá. Í Hvítserk er gamalt berg sem gæti verið allt að 125-250 milljóna ára og því mun eldra en elstu hlutar Íslands sem hingað til hafa verið taldir 16 milljóna ára. Rönd ólfur gæti því verið ókrýndur öldungur í íslenskri jarðsögu. Það er auðvelt að komast að rótum Hvítserks en frá Bakkagerði í Borgarfirði eystra liggur jeppavegur meðfram fjallinu inn að Húsavík og áfram í Loð- mundarfjörð. Auðveldast er að ganga á fjallið efst af hryggnum milli Borgarfjarðar og Húsvíkur og tekur uppgangan ekki nema rúma klukkustund. Aðrar og lengri gönguleiðir eru einnig í boði, t.d. upp úr Breiðuvík og er þá gengið fram hjá fjalli sem heitir því skemmtilega nafni Hákarlshaus. Er þá komist upp á Hvítserk bakdyramegin sem er ekki síður spennandi en suðurhlíðarnar sem síðan er hægt að ganga niður að áðurnefndum jeppavegi. Undirlagið í Hvítserk er laust í sér, sérstaklega sunnan megin, og því mikilvægt að fara varlega og notast við göngustafi. Efst er frábært útsýni yfir Víkur þar sem mest ber á Húsa- vík, Breiðuvík en líka Dyrfjöllum og fjallinu Skúmhetti. Loks getur verið gaman að ganga kringum Hvítserk enda ótrúlega fjölbreytt og litrík náttúra í boði hvert sem litið er. Öldungur í röndóttum náttfötum Suðurhlíðar Hvítserks eru tilkomumestar og bjóða upp á alls konar litbrigði. MYND/ÓMB Gengið upp úr þoku bakdyramegin á Hvítserk. MYND/TG Horft til norðurs í átt að Breiðuvík af tindi Hvítserks. MYND/TG Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari TILVERAN 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 B -E 5 4 0 2 4 2 B -E 4 0 4 2 4 2 B -E 2 C 8 2 4 2 B -E 1 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.