Fréttablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 30
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Nýju þættirnir, sem eru tíu talsins, hefjast árið 1964 og sýna þrettán ár í lífi
drottningar. Það gengur ýmis-
legt á í Bretlandi á þessum árum
þegar breska hagkerfið staðnaði og
unglingahreyfingar hófu mótmæli
með tilheyrandi hippatísku og
bítlamúsík. Í framhaldinu kom upp
umræða um opinberan kostnað
af konungsfjölskyldunni. Elísabet
drottning gaf ekki kost á sér í viðtöl
við þess konar spurningum og hélt
sig mikið í Windsor.
Það þykir sterkt útspil hjá Net-
flix að skipta út leikkonum fyrir
þriðju þáttaröðina og ráða jafn
öflugan karakter og Oliviu Colman
sem er margverðlaunuð. Í fyrri
þáttaröðum var það leikkonan
Claire Foy sem fór með hluaverk
drottningar sem þá var ung og
brothætt. Í þessum þáttum hefur
hún komið sér upp sterkari skel og
Olivia Colman þykir minna mikið
á Elísabetu í útliti.
Olivia fékk Óskarsverðlaun
fyrir leik sinn í kvikmyndinni The
Favourite á árinu en í kvikmynd-
inni leikur hún Önnu drottningu
Englands. Fyrir nokkrum dögum
var Olivia heiðruð með CBE-
orðu í Buckingham-höll af Önnu
prinsessu fyrir glæstan leikferil.
Sumum þykir merkilegt að hún
skuli heiðruð stuttu fyrir frum-
sýningu The Crown og sömuleiðis
að drottningin sjálf hafi ekki verið
viðstödd þegar hún var heiðruð.
Olivia hefur leikið í miklum
fjölda sjónvarpsþátta og kvik-
mynda á undanförnum árum.
Eftir að hún vann Óskarsverðlaun
hefur umboðsmaður hennar
ekki við að taka á móti
tilboðum til hennar um
leik í hinum og þessum
kvikmyndum. Olivia
er 45 ára en sagt er að
ferill hennar hafi farið
á flug eftir fertugt sem
er ánægjulegt þar sem
oft er talað um æsku-
dýrkun í heimi kvik-
myndanna.
Í samtali við tímaritið
Vogue segir Olivia, sem
er gift og þriggja barna
móðir, að það henti henni
betur núna að hafa svona
mikið að gera heldur
en þegar hún var yngri.
„Það er skrítið að eldri
leikkonur sem hafa öðlast
styrk og þroska eru ekki
jafn vinsælar og þær yngri, reyndar
fáránlegt,“ segir hún í viðtali við
blaðið. Olivia var forsíðustúlka
Vogue í október. Venjan er samt sú
að blaðið velji frekar ungar, nýjar
stjörnur á forsíðuna. Olivia er sönn-
un þess að konur á miðjum aldri
eru gæddar miklum hæfileikum og
þroska til að árangri í starfi. Þessar
konur eru áminning til kom-
andi kynslóða kvenna
um að það er hægt að ná
langt með því að vera
maður sjálfur. Olivia
er algjör snillingur í
öllu sem hún tekur
sér fyrir hendur. Hún
þykir ósköp venjuleg
kona sem hefur búið
sér og fjölskyldu sinni
notalegt heimili með
fallegum garði í suður-
hluta Lundúna. Hún nýtur
fjölskyldulífsins og var að
undirbúa grillveislu þegar
blaðamaður Vogue hitti
hana. Eiginmaður hennar
er Ed Sinclair en þau giftu
sig 2001.
Þótt Olivia sé oftast
núna í dramatískum
hlutverkum byrjaði hún ferilinn á
gamanleikritum og -þáttum. Má
þarf nefna Peep Show, Green Wing,
That Mitchell and Webb Look og
fleiri. Hún fékk bresku sjónvarps-
verðlaunin sem besta kvengaman-
leikkonan. Síðan hefur hún hlotið
margvísleg verðlaun, meðal annars
Golden Globe, Emmy og Óskar.
Olivia Colman í
gervi drottningar
Netflix mun hefja sýningar á þriðju þáttaröðinni af The
Crown þann 17. nóvember. Þættirnir hafa notið mikilla
vinsælda. Óskarsverðlaunaleikkonan Olivia Colman tekur
við hlutverki Elísabetar drottningar af Claire Foy.
Olivia þykir mjög lík Elísabetu drottningu í þáttunum. Það verður gaman að sjá hvernig tíska þessara ára birtist
sjónvarpsáhorfandanum en Elísabet hefur alltaf lagt mikið upp úr klæðaburði sínum og einnig litum. MYND/NETFLIX
Olivia Colman
þykir venjuleg kona
og hefur ekki látið
frægðina breyta
lífi sínu. Hún er
fjölskyldukona
sem býr í ósköp
venjulegri götu í
London.
Úr þáttunum The Crown. Leikkonan klæðist líkt og drottningin í þáttunum.
Holtasmára 1
201 Kópavogur
(Hjartaverndarhúsið)
Sími 571 5464
NETVERSLUN WWW.TISKUHUS.IS
SMART BUXUR FYRIR SMART KONUR
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
Fylgið okkur á FB
Styrkleiki felst í valinu
Gæðavara sem endist
Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
0
7
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
2
B
-E
5
4
0
2
4
2
B
-E
4
0
4
2
4
2
B
-E
2
C
8
2
4
2
B
-E
1
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
6
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K