Fréttablaðið - 07.11.2019, Page 48

Fréttablaðið - 07.11.2019, Page 48
VERTU NáTTúRUAFL Vegan Án viðbætts sykurs og sætuefna án gervi bragð- og litarefna án pálmaolíu 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R36 Þægileg afþreying BÆKUR Innflytjandinn Ólafur Jóhann Ólafsson HHHHH Útgefandi: Veröld Fjöldi síðna: 398 Ólafur Jóhann Ólafsson (f. 1962) er höfundur sem árlega er aug- lýstur með sterkum lýsingarorðum, ósjaldan í efsta stigi. Persónur hans eru sagðar „frábærlega vel teikn- aðar“, söguþræðirnir „mergjaðir“ og ritverk hans „virkilega heillandi“ svo teknar séu nokkrar tilvitnanir úr dómum um hans fyrri verk sem birtar eru á bakhlið hans nýjustu bókar. Innflytjandinn nefnist hún og er fimmtánda bók Ólafs Jóhanns á ríflega þremur áratugum. Að þessu sinni er þó ekki ástæða til háf leygra lýs- inga. Innf lytjandinn er fremur látlaus sakamála- saga. Á bestu sprettunum er bókin ekki ósvipuð sumum síðari verkum Arnaldar Indriðasonar en stendur þeim þó nokkuð að baki bæði hvað varðar persónusköpun og sögu- fléttu. Aðalpersónan Hildur er ríflega miðaldra, vel stæð ekkja, búsett í New York. Hún kemur til landsins með duftker vinar síns til að uppfylla hans hinstu ósk en dregst þá inn í lögreglu- rannsókn á hvarfi ungrar konu. Inn í það blandast lát ungs karlmanns af erlendum uppruna og þegar fram í sækir lítur út fyrir að málin tvö teng- ist á einhvern hátt. Athyglin sem konuhvarfið fær saman- borið við það hversu lítill gaumur er gefinn að dauðsfalli innf lytjandans á sér auðsæja samsvörun í fremur nýliðnum atburðum hér á landi. Framvinda málanna tveggja og lyktir verða þó með nokkuð öðrum hætti í sögunni heldur en raunverunni. Engu að síður hnykkir íslenskum lesendum sjálfsagt mörgum við samlíking- una sökum þess hve skammt er um liðið frá því að þjóðin sat agndofa yfir fréttum af hvarfi ungrar konu í Reykjavík. Í kynningarviðtölum hefur nokk- uð verið látið með það að bókin fjalli um stöðu innf lytjenda á Íslandi. Vissulega koma málefni þeirra hér við sögu en sú úrvinnsla ristir ekki djúpt. Er þó ljóst að höfundur hefur sett sig inn í menningar- og trúarumhverfi múslima á Íslandi og að nokkru leyti einnig aðbúnað hælisleitenda og innflytjenda. Hins vegar hnitast sagan ekki síður um persónulegt líf Hildar án þess þó að sá þráður nái raunverulegri festu í heildarvefnaðinum. Hildur er kona sem lifað hefur áreynslulitlu lífi vestur í Ameríku við efnahags- lega velsæld (líkt og höfundurinn sjálfur), en á það á hættu eftir lát eiginmanns síns að fjölskylda hans – auðugir arabar – sölsi til sín hluta af arf leifð hans. Hún stendur líka í brasi vegna matargagnrýni sem hún hefur skrifað undir dulnefni fyrir erlent tíðindarit án þess að sú hliðarsaga gangi almennilega upp í heildarsamhenginu heldur. Persónugallerí sögunnar er fjöl- mennt og á köflum erfitt að halda þræði. Stíllinn einkennist af samtöl- um og sviðsmyndum þar sem borg- arlandið er áberandi. Inn á milli eru skáldlegir sprettir. Vetrarveð- ur, ófærð og samgönguerfiðleikar endurspegla hindranir í framvindu sögunnar, hvort sem um er að ræða óþjált regluverk hins opinbera eða teppur í sálarlífi aðalpersónunnar. Í gegnum gestsauga Hildar er brugðið upp mynd af íslensku samfélagi á fyrri hluta 21. aldar, eins og það kemur henni (eða höfundi sjálfum?) fyrir sjónir í samskiptum við fólk en einnig eins og það birtist í umræðu samfélagsmiðlanna sem seint verða taldir til gullaldarbókmennta. Er það býsna nöturleg lýsing á köflum en kunnugleg engu að síður. Athygli lesanda er með öðrum orðum beint að nokkrum auðsæjum samfélagsmeinum en ekki verður sagt að stungið sé á þeim. Þannig er þessi bók í ætt við þægilega lyftu- tónlist – hún líður áfram án mikilla tilþrifa eða afhjúpana og veldur litlu ónæði. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir NIÐURSTAÐA: Þægileg afþreying. Afhjúpar fátt og ógnar engu frekar en lyftutónlistin. BÆKUR Vetrargulrætur – sögur Ragna Sigurðardóttir Útgefandi: Mál og Menning Fjöldi síðna: 254 Í sagnasafninu Vetrargulrætur – sögur reiðir rithöfundurinn Ragna Sigurðardóttir fram fimm sögur þar sem oftast er horft til fortíðar. Þótt persónurnar séu skapaðar í ólíkum tíma og rúmi eiga þær ýmislegt sameiginlegt og er listin, eða öllu heldur listsköpunin, þráður í f lest- um sögunum. Vetrargulrætur hefst í íslenskum samtíma og lýkur á 18. öld. Í fyrstu sögunni fær lesandi að kynnast Hildi, myndlistarkonu sem hefur störf á frístundaheimili um miðjan vetur og glímir við af leið- ingar áfalls. Ragna eyðir ek k i meira púðri í samtímann og í næstu sögu stekkur hún með lesanda nær þrjátíu ár aftur í tímann, til Hollands þar sem ungur lista- maður fylgist örvænt- ingarfullur með unn- ustu sinni sökkva í þunglyndi yfir vetrar- mánuðina. Í þriðju sögunni fær lesandi að k y nnast Ástu, listakonu og hús- móður í höfuðborginni á sjötta áratug síðustu aldar. Eigin- maður Ástu er fyrirferðarmikill í listaheiminum en hennar list- sköpun líður fyrir hans. Sögusvið fjórðu sögunnar er millistríðsárin og hefst sagan í Kaupmannahöfn. Tvær vinkonur frá því á háskólaárunum reyna að feta sig í nýju heimsum- hverfi þar sem önnur er á f lótta undan nas- istum en hin er örugg y f i r st ét t a rkona . Í f immtu og síðustu sögunni er blindur unglingspiltur á átj- ándu öld í aðalhlut- verki þar sem hann leitar að fegurð í lífi sínu. Þ a ð k e m u r kannski ekki á óvart hve mik ið r ý mi listin, þá helst mál- aralistin, fær í sög- unum sem birtast í Vetrargulrótum, enda er Ragna sjálf listakona. Persónur verksins leita að rými til þess að skapa, þroskast og lifa. Síð- asta sagan sker sig kannski einna helst úr þar, enda hafði sveitar- ómagi á átjándu öld eflaust hvorki tíma né rými fyrir annað en list- sköpun hugans. Sumar sögurnar eru sterkari en aðrar, líkt og gerist gjarnan þegar sögur koma saman. Þá eru það helst fyrstu tvær sögurnar sem eru heldur líkar í stíl og bragði þar sem báðar aðalpersónurnar eru helteknar af annarri manneskju úr eigin lífi. Vetrargulrætur inniheldur í heildina vel smurðar sögur. Text- inn er ljóðrænn á köflum sem gefur honum fallegan brag á sama tíma og höfundur hefur greinilega unnið heimavinnuna og skapað sann- færandi sagnasvið. Textinn vekur með lesanda áhuga, samúð og sorg enda vinnur höfundur með minni úr fortíð og nútíð sem eru kunn lesendum, á borð við aðþrengdar eigin konur á 19. öld, gyðinga á flótta, undirokaða sveitarómaga og konur sem þjást af kulnun í starfi. Bryndís Silja Pálmadóttir NIÐURSTAÐA: Ljómandi gott sagnasafn ofið aftur í tímann. Aftur til fortíðar í fimm þáttum Ragna Sigurðardóttir rithöfundur horfir til fortíðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 0 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 C -0 2 E 0 2 4 2 C -0 1 A 4 2 4 2 C -0 0 6 8 2 4 2 B -F F 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.