Fréttablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 48
VERTU NáTTúRUAFL Vegan Án viðbætts sykurs og sætuefna án gervi bragð- og litarefna án pálmaolíu 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R36 Þægileg afþreying BÆKUR Innflytjandinn Ólafur Jóhann Ólafsson HHHHH Útgefandi: Veröld Fjöldi síðna: 398 Ólafur Jóhann Ólafsson (f. 1962) er höfundur sem árlega er aug- lýstur með sterkum lýsingarorðum, ósjaldan í efsta stigi. Persónur hans eru sagðar „frábærlega vel teikn- aðar“, söguþræðirnir „mergjaðir“ og ritverk hans „virkilega heillandi“ svo teknar séu nokkrar tilvitnanir úr dómum um hans fyrri verk sem birtar eru á bakhlið hans nýjustu bókar. Innflytjandinn nefnist hún og er fimmtánda bók Ólafs Jóhanns á ríflega þremur áratugum. Að þessu sinni er þó ekki ástæða til háf leygra lýs- inga. Innf lytjandinn er fremur látlaus sakamála- saga. Á bestu sprettunum er bókin ekki ósvipuð sumum síðari verkum Arnaldar Indriðasonar en stendur þeim þó nokkuð að baki bæði hvað varðar persónusköpun og sögu- fléttu. Aðalpersónan Hildur er ríflega miðaldra, vel stæð ekkja, búsett í New York. Hún kemur til landsins með duftker vinar síns til að uppfylla hans hinstu ósk en dregst þá inn í lögreglu- rannsókn á hvarfi ungrar konu. Inn í það blandast lát ungs karlmanns af erlendum uppruna og þegar fram í sækir lítur út fyrir að málin tvö teng- ist á einhvern hátt. Athyglin sem konuhvarfið fær saman- borið við það hversu lítill gaumur er gefinn að dauðsfalli innf lytjandans á sér auðsæja samsvörun í fremur nýliðnum atburðum hér á landi. Framvinda málanna tveggja og lyktir verða þó með nokkuð öðrum hætti í sögunni heldur en raunverunni. Engu að síður hnykkir íslenskum lesendum sjálfsagt mörgum við samlíking- una sökum þess hve skammt er um liðið frá því að þjóðin sat agndofa yfir fréttum af hvarfi ungrar konu í Reykjavík. Í kynningarviðtölum hefur nokk- uð verið látið með það að bókin fjalli um stöðu innf lytjenda á Íslandi. Vissulega koma málefni þeirra hér við sögu en sú úrvinnsla ristir ekki djúpt. Er þó ljóst að höfundur hefur sett sig inn í menningar- og trúarumhverfi múslima á Íslandi og að nokkru leyti einnig aðbúnað hælisleitenda og innflytjenda. Hins vegar hnitast sagan ekki síður um persónulegt líf Hildar án þess þó að sá þráður nái raunverulegri festu í heildarvefnaðinum. Hildur er kona sem lifað hefur áreynslulitlu lífi vestur í Ameríku við efnahags- lega velsæld (líkt og höfundurinn sjálfur), en á það á hættu eftir lát eiginmanns síns að fjölskylda hans – auðugir arabar – sölsi til sín hluta af arf leifð hans. Hún stendur líka í brasi vegna matargagnrýni sem hún hefur skrifað undir dulnefni fyrir erlent tíðindarit án þess að sú hliðarsaga gangi almennilega upp í heildarsamhenginu heldur. Persónugallerí sögunnar er fjöl- mennt og á köflum erfitt að halda þræði. Stíllinn einkennist af samtöl- um og sviðsmyndum þar sem borg- arlandið er áberandi. Inn á milli eru skáldlegir sprettir. Vetrarveð- ur, ófærð og samgönguerfiðleikar endurspegla hindranir í framvindu sögunnar, hvort sem um er að ræða óþjált regluverk hins opinbera eða teppur í sálarlífi aðalpersónunnar. Í gegnum gestsauga Hildar er brugðið upp mynd af íslensku samfélagi á fyrri hluta 21. aldar, eins og það kemur henni (eða höfundi sjálfum?) fyrir sjónir í samskiptum við fólk en einnig eins og það birtist í umræðu samfélagsmiðlanna sem seint verða taldir til gullaldarbókmennta. Er það býsna nöturleg lýsing á köflum en kunnugleg engu að síður. Athygli lesanda er með öðrum orðum beint að nokkrum auðsæjum samfélagsmeinum en ekki verður sagt að stungið sé á þeim. Þannig er þessi bók í ætt við þægilega lyftu- tónlist – hún líður áfram án mikilla tilþrifa eða afhjúpana og veldur litlu ónæði. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir NIÐURSTAÐA: Þægileg afþreying. Afhjúpar fátt og ógnar engu frekar en lyftutónlistin. BÆKUR Vetrargulrætur – sögur Ragna Sigurðardóttir Útgefandi: Mál og Menning Fjöldi síðna: 254 Í sagnasafninu Vetrargulrætur – sögur reiðir rithöfundurinn Ragna Sigurðardóttir fram fimm sögur þar sem oftast er horft til fortíðar. Þótt persónurnar séu skapaðar í ólíkum tíma og rúmi eiga þær ýmislegt sameiginlegt og er listin, eða öllu heldur listsköpunin, þráður í f lest- um sögunum. Vetrargulrætur hefst í íslenskum samtíma og lýkur á 18. öld. Í fyrstu sögunni fær lesandi að kynnast Hildi, myndlistarkonu sem hefur störf á frístundaheimili um miðjan vetur og glímir við af leið- ingar áfalls. Ragna eyðir ek k i meira púðri í samtímann og í næstu sögu stekkur hún með lesanda nær þrjátíu ár aftur í tímann, til Hollands þar sem ungur lista- maður fylgist örvænt- ingarfullur með unn- ustu sinni sökkva í þunglyndi yfir vetrar- mánuðina. Í þriðju sögunni fær lesandi að k y nnast Ástu, listakonu og hús- móður í höfuðborginni á sjötta áratug síðustu aldar. Eigin- maður Ástu er fyrirferðarmikill í listaheiminum en hennar list- sköpun líður fyrir hans. Sögusvið fjórðu sögunnar er millistríðsárin og hefst sagan í Kaupmannahöfn. Tvær vinkonur frá því á háskólaárunum reyna að feta sig í nýju heimsum- hverfi þar sem önnur er á f lótta undan nas- istum en hin er örugg y f i r st ét t a rkona . Í f immtu og síðustu sögunni er blindur unglingspiltur á átj- ándu öld í aðalhlut- verki þar sem hann leitar að fegurð í lífi sínu. Þ a ð k e m u r kannski ekki á óvart hve mik ið r ý mi listin, þá helst mál- aralistin, fær í sög- unum sem birtast í Vetrargulrótum, enda er Ragna sjálf listakona. Persónur verksins leita að rými til þess að skapa, þroskast og lifa. Síð- asta sagan sker sig kannski einna helst úr þar, enda hafði sveitar- ómagi á átjándu öld eflaust hvorki tíma né rými fyrir annað en list- sköpun hugans. Sumar sögurnar eru sterkari en aðrar, líkt og gerist gjarnan þegar sögur koma saman. Þá eru það helst fyrstu tvær sögurnar sem eru heldur líkar í stíl og bragði þar sem báðar aðalpersónurnar eru helteknar af annarri manneskju úr eigin lífi. Vetrargulrætur inniheldur í heildina vel smurðar sögur. Text- inn er ljóðrænn á köflum sem gefur honum fallegan brag á sama tíma og höfundur hefur greinilega unnið heimavinnuna og skapað sann- færandi sagnasvið. Textinn vekur með lesanda áhuga, samúð og sorg enda vinnur höfundur með minni úr fortíð og nútíð sem eru kunn lesendum, á borð við aðþrengdar eigin konur á 19. öld, gyðinga á flótta, undirokaða sveitarómaga og konur sem þjást af kulnun í starfi. Bryndís Silja Pálmadóttir NIÐURSTAÐA: Ljómandi gott sagnasafn ofið aftur í tímann. Aftur til fortíðar í fimm þáttum Ragna Sigurðardóttir rithöfundur horfir til fortíðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 0 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 C -0 2 E 0 2 4 2 C -0 1 A 4 2 4 2 C -0 0 6 8 2 4 2 B -F F 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.