Fréttablaðið - 07.11.2019, Page 36

Fréttablaðið - 07.11.2019, Page 36
Í Bakþönkum Fréttablaðsins þann 25. október fer Þórarinn Þórarinsson mikinn og fjallar um fólk sem trúir að Satan búi í Brussel og að helstu og elstu „banda- og nágrannaþjóðir okkar sitji á svikráðum við Íslendinga“. Af samhenginu má ráða að þetta fólk sé vitgrannt og heimskt og í þann veginn að drukkna í „Nóa- f lóði ranghugmynda“. Ljóst er að vísað er í þann hóp fólks sem lítur svo á að best fari á að Íslandi sé stjórnað af fólki sem sækir umboð sitt til Íslendinga, en ekki ein- hverra annarra, jafnvel þótt þeir séu vinaþjóðir og ekki Satan. Allur þorri þeirra sem aðhyllast fullveldi Íslands hefur litla skoðun á því hvort Satan búi í Brussel og líklega líta f lestir þeirra svo á að margar af helstu vinaþjóðum Íslendinga séu í Evrópusamband- inu (sem augljóslega er vísað til) og sitji ekki á svikráðum. Sitt sýnist hverjum um hver stjórni Evrópu- sambandinu. Færa má rök fyrir því að þar sé lýðræði og eins má færa fyrir því rök að þar ráði hags- munir gömlu nýlenduveldanna og stórfyrirtækja sem þeim eru hand- gengin og samofin. Í lýðræðis- legu fyrirmyndarríki „banda- og nágrannaþjóða“ munu hagsmunir heildarinnar ávallt ganga fyrir hagsmunum smáþjóðar, annað væri ólýðræðislegt. Í ríki þar sem fyrrum nýlenduveldi og stórfyrir- tæki eru við stýrið munu þeirra hagsmunir einnig ganga framar hagsmunum smáþjóðar. Það er sama á hvorn veginn er, Ísland mun ávallt verða utangarðs og fyrr eða síðar munu menn velta því fyrir sér hvort ekki sé óþarfi og of dýrt að halda uppi samfélagi á Íslandi. Ekkert vantar upp á að um vinaþjóðir sé að ræða og vin- skapurinn ef laust ekki minni en þegar rætt var, af góðum hug, að f lytja Íslendinga til Jótlands á 18. öld. Það er sama á hvorn veginn er, Ísland mun ávallt verða utangarðs og fyrr eða síðar munu menn velta því fyrir sér hvort ekki sé óþarfi og of dýrt að halda uppi sam- félagi á Íslandi. Framfarir í geislameðferð á Íslandi Ef vel er leitað mun sjálfsagt verða Mér þykir vænt um Ríkisút-varpið og ég ann tónlist. Rás 1 hefur veitt mér mikla ánægju um langt árabil og á stóran þátt í tónlistaruppeldi mínu. Það sem truf lar mig hins vegar talsvert er notkun tónlistar við kynningu á ýmsum þáttum, aðal- lega í útvarpi og einnig að hluta til í sjónvarpi. Í annars ágætu morg- unútvarpi Rásar 1 eru stjórnendur þáttarins einkum duglegir að skjóta tónlistarstefjum inn í flutninginn og jafnvel á meðan viðtöl eða upplestur fara fram. Þessi kynningartónlist er oft mjög langdregin og alltaf er spiluð sama tónlist viku eftir viku, jafnvel misseri eftir misseri. Það er eins og að tónlistarbrotin séu notuð til þess að fylla upp í tíma og þá ræðst lengd þeirra af fjölda og fyrirferð auglýs- inga hverju sinni. Í öllu þessu krað- aki er svo hið talaða orð látið víkja til hliðar. Þarna er verið að þrengja að því og verður það til þess að töfrar tungumálsins í þessum miðli ná ekki að njóta sín til fulls. Og svo má spyrja hvers vegna ekki megi notast við þögnina af og til. Þögnin getur stundum verið heillandi og róandi. Svo má nefna hallærislega kynn- ingu á sjónvarpsfréttum. Hún er allt- of löng, illa hönnuð og oft er skondið að sjá þulinn örvæntingarfullan fikta við lyklaborðið fyrir framan sig rétt áður en lestur frétta hefst. Þjóð sem telur sig vera bók- menntaþjóð og sem vill varðveita tungumálið og bókmenntaarfinn hlýtur að sjá til þess að flutningur orðsins fái að njóta sín í útvarpi allra landsmanna. Tónlistarmisnotkun Ríkisútvarpsins Marie Curie fæddist í Pól-landi 7. nóvember 1867. Hún, ásamt eiginmanni sínum og Henri Bequerel, hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 1903 fyrir brautryðjendastarf í rannsóknum á geislavirkni. Árið 1911 fékk Marie Curie Nóbels- verðlaun í efnafræði fyrir að finna frumefnin radín og pólon. Fyrstu Nóbelsverðlaun í eðlisfræði hlaut þýski eðlisfræðiprófessorinn Wil- helm Conrad Röntgen árið 1901 sem uppgötvaði röntgengeislun 8. nóv- ember 1895. Brautryðjendavinna í raunvísindum um aldamótin 1900 hefur því haft mikil áhrif á læknis- fræði og þróun og beitingu heil- brigðisvísinda. Til heiðurs hinni merku vísinda- konu Marie Curie hefur 7. nóv- ember verið nefndur alþjóðlegur dagur læknisfræðilegrar eðlisfræði (Medical Physics). Læknisfræðilegir eðlisfræðingar hafa hlotið menntun og sérhæfða þjálfun í að beita eðlis- fræði og tækni við greiningu og meðferð. Á spítölum eru skilgreind svið sem aðilar eins og Alþjóða geislavarnarráðið (ICRP) og Alþjóða kjarnorkumálastofnunin (IAEA) gera ráð fyrir í reglum sínum og ráð- gjöf að heilbrigðisyfirvöld tryggi að til staðar sé sérhæfð þekking í lækn- isfræðilegri eðlisfræði. Þetta gildir á sviðum eins og geislameðferð (Radi- ation Therapy) og kjarnlækningum (Nuclear Medicine). Til að mega sinna fjölbreytilegum verkefnum í tengslum við heilbrigðiskerfi og geislavarnir krefjast lög, reglugerðir og tilskipanir flestra þjóða löggildr- ar háskólagráðu í læknisfræðilegri eðlisfræði. Fagstétt þeirra læknis- fræðilegu eðlisfræðinga sem sinna klínískum verkefnum er hjá flestum þjóðum skilgreind sem heilbrigðis- stétt, þó ekki enn á Íslandi. Mikil þróun á sér stað í heilbrigð- istækni og þeirri faglegu heilbrigðis- þjónustu sem nýtt hefur verið við sjúkdómsgreiningar og meðferðir. Á Landspítala hafa orðið stórstígar framfarir á þessum sviðum undan- farin ár. Á nýliðnum árum hafa orðið þýðingarmiklar framfarir í læknis- fræðilegri myndgreiningu og ber þar hæst tilkomu jáeindaskanna (PET) og nýs 3T segulómtækis (MRI) sem komið hefur á Landspítalann með stuðningi fyrirtækisins Íslenskrar erfðagreiningar. Tveir nýir línuhrað- lar tóku við af eldri hröðlum og voru settir upp í húsnæði geislameðferðar í K-byggingu Landspítala, annar árið 2013 og hinn árið 2017. Þeir gefa kost á mun nákvæmari geislameðferð en eldri meðferðartækin. Í desember 2018 var tekið í notkun sneiðmynda- tæki (CT) sérstaklega ætlað til undir- búnings geislameðferðar. Þessar bættu aðstæður í tækja- búnaði Landspítalans hafa þegar leitt til mikilvægra framfara og aukinnar nákvæmni í sjúkdóms- greiningu og á sviði geislameð- ferða krabbameinssjúkra. Endur- nýjun búnaðar í geislameðferðinni hefur leitt til þess að nú er unnt að bjóða upp á snúningsgeislameðferð (Rapid Arc), myndstýrða geislameð- ferð (Image Guided Radiotherapy) og öndunarstýrða geislameðferð (Respiratory Gating). Snúnings- geislameðferð gefur kost á að aðlaga jafngeislaferla í líkama sjúklings að þeirri meinsemd sem meðhöndla á og um leið hlífa betur en áður var unnt líffærum sem mikilvægt er að fái ekki háa geislaskammta. Myndstýrð geislameðferð tryggir nákvæmni í legu sjúklingsins og öndunarstýring gefur kost á að stilla geislameðferðina af með tilliti til öndunarhreyfinga sjúklinga. Á þessum sviðum höfum við á Landspítala verið að elta uppi eftir því sem aðstæður leyfa framfarir sem hafa orðið hjá öðrum þjóðum sem við viljum bera okkur saman við í heilbrigðisþjónustu. Undir- búningur er þegar hafinn að næsta framfaraskrefi í geislameðferð á Landspítala. Hnitmiðaðri geisla- meðferð (Stereotactic Radiation Therapy) er víða beitt gegn stað- bundnum illkynja meinsemdum. Þessi tækni er framkvæmanleg með þeim línuhröðlum sem við nú þegar höfum á Landspítala. Til að taka þessa tækni upp hér þyrfti að fjár- festa í festibúnaði ætluðum slíkri meðferð. Svo vel sé þyrfti einnig að efla hugbúnað geislameðferðarkerfa. Íslenskir sjúklingar eru í einhverjum mæli sendir í hnitmiðaða geislameð- ferð erlendis, en fyrir f lesta þeirra ætti að vera unnt bjóða upp á slíka meðferð hér á landi. Einnig væri inn- leiðing á þessari tækni framför fyrir þau sem ekki geta með auðveldum hætti ferðast milli landa. 100 ár eru nú liðin síðan geisla- meðferð krabbameinssjúklinga hófst á Íslandi. Fyrir tilstuðlan frum- kvöðlastarfs Gunnlaugs Claessen og fleiri manna var keypt til landsins radín og hófst geislameðferð með því árið 1919. Fjársöfnun fyrir forgöngu Oddfellowreglunnar á Íslandi réð úrslitum í því. Radín-geislahleðsl- urnar gáfu kost á meðferð sem oft er kölluð innri geislameðferð eða nándarmeðferð (Brachytherapy). Miklar breytingar hafa orðið á þess- ari öld sem liðin er. Enn beitum við á Landspítala innri geislameðferð, með iridíum-geislahleðslum einkum gegn leghálskrabbameinum og með joð-geislahleðslum gegn krabba- meinum í blöðruhálskirtli. Nútíma tækni er beitt við undirbúning og framkvæmd slíkra meðferða. Í ár er haldið er upp á það að 100 ár eru liðin síðan geislameðferð hófst á Íslandi og er af því tilefni málþing í Hringsal Landspítala við Hring- braut, 7. nóvember 2019 kl. 13-16. Garðar Mýrdal forstöðumaður geislaeðlis- fræðideildar Landspítala Hanna Björg Henrysdóttir læknisfræði- legur eðlis- fræðingur á geislaeðlis- fræðideild Landspítala Það er skrýtið, að það þurfi mann eins og mig, mann utan úr bæ til að benda á hlut sem hefur verið fullsannaður og óumdeildur í meira en hundrað ár, nefnilega, að jörðin hefur verið að kólna og þorna í um átta þúsund ár. Raunar var lægsta punktinum í þessari kólnun náð um aldamótin 1900, þegar jöklar voru þeir mestu frá „ísöld“ (jökulskeiði) en síðan hefur dálítil uppsveifla verið, um 0,8 gráður frá 1880. Þetta ættu allir, sem titla sig „vís- indamenn“ og gefa yfirlýsingar um loftslagsmál að vita. Viti þeir þetta ekki eru þeir einfaldlega ekki mark- tækir. Og hvar í ósköpunum er þetta litla orð „aftur“? Af hverju tala allir, ekki síst þeir sem titla sig „vísindamenn“ um „hlýnun“ þegar rétt er að segja „endurhlýnun“? Málið er alls ekki umdeilt. En af hverju talar enginn lengur um það? Það er ekki eins og það séu nein ný tíðindi að loftslag á jörðinni hefur verið að kólna og þorna í um 7-8 þúsund ár. Það var nefnilega fyrir langalöngu, um aldamótin 1900, sem Norðmaðurinn Axel Blyth og Svíinn Rutger Sernander gerðu grein fyrir rannsóknum sínum á gróðri í mýrum Skandinavíu með tilliti til loftslags fyrri alda og árþúsunda. Nýrri rannsóknir, m.a. á borkjörnum í Grænlandsjökli og Suðurskauts- landinu, hafa síðan fyllt út í myndina en í raun litlu bætt við niðurstöður Blyth-Sernanders. Má t.d. benda á ágæta bók Helga Björnssonar jökla- fræðings, en þar kemur m.a. fram, að Vatnajökull fór fyrst að myndast um sama leyti og Forn-Egyptar reistu pýramída sína, þ.e. fyrir um 4.500 árum. Það var fyrir rúmlega tíu þúsund árum, að jökulskildirnir miklu bráðnuðu og yfirborð sjávar hækkaði um marga tugi metra. Þetta flokkast undir mannkynssögu, ekki jarðsögu, eins og flestir halda, árþúsundir, ekki ármilljónir. Loftslag á jörðinni hefur nefni- lega verið að kólna og þorna síðan fyrrnefnd „hamfarahlýnun“ náði hámarki fyrr 7-8 þúsund árum, en það tímabil nefndu Blyth og Sern- ander „atlantíska skeið bórealska tímans“ sem einnig er nefnt „holo- cen-hámarkið“. Þessi kólnun og þornun verður í sveiflum og rykkjum, en þrátt fyrir allar sveif lur og sveif lur innan í öðrum sveiflum kólnar og þornar jörðin hægt og sígandi og stefnir óhjákvæmilega í nýtt jökulskeið („ísöld“), en þær eru þegar orðnar um 20 á ísöldinni miklu eða kvartertím- anum, sem staðið hefur í 2,5-3 millj- ónir ára. Ekkert bendir til annars en að okkar hlýskeiði muni ljúka eins og öllum hinum og það er nú þegar orðið sæmilega langt. Því væri vit- legra að búa sig undir hnattkólnun, ekki hnatthlýnun. Með hækkandi hitastigi eykst rakadrægni loftsins mikið við tiltölulega litla hækkun. Ef loftslag skyldi hlýna mundi það því þýða stóraukna úrkomu, svipað og var fyrir 7-8 þúsund árum þegar Ísland var jöklalaust og Sahara gróin eins og aðrar eyðimerkur. Hlýnun þýðir því stóraukið vatn, ekki síst á þurrlendum svæðum, öfugt við það sem fáfróðir kjánar ímynda sér. Nýlegar rannsóknir á Norður- Grænlandi og Svalbarða sýna, að á atlantíska skeiðinu uxu þar jurtir sem þurfa um sjö stiga hærri meðal- hita en nú er þar. Þetta þýðir, að íshafið hefur verið að mestu íslaust a.m.k. á sumrin. Þó lifðu ísbirnir af og lifa enn þótt sum hinna ýmsu hlý- skeiða hafi verið mun hlýrri en það núverandi. Jörðin var sem aldingarð- ur því hlýnun er öllum fyrir bestu, mönnum dýrum fuglum, fiskum, jurtum og öllu sem þrífst á jörðinni. Grænland var líka á sínum stað eins og Suðurskautslandið, þótt eitt- hvað kvarnaðist úr báðum, einkum Grænlandi og meðal sjávarstaða var aðeins einhverjum fáum tugum sentimetra hærri en nú. Fyrir því eru nokkrar ástæður: Miklu meira vatn var bundið í gufuhvolfinu, sem stuðlar að lækkun sjávarmáls og ekki síður hitt, að þrátt fyrir hærri meðal- hita var enn frost mestallt eða allt árið á hábungu meginjökla, en það er ákoma, þ.e. snjókoma umfram sumarbráðnun  sem mestu ræður um vöxt og viðgang jökla. Miklu meiri snjór olli því hækkun jöklanna, þótt kvarnaðist úr nær sjávarmáli. Um koldíoxíð vil ég þó segja þetta: Jurtirnar þurfa gífurlegt magn kol- díoxíðs á hverjum degi til að vaxa og dafna, mynda nýjar frumur og vefi og nýtt súrefni. Þessi hringrás tekur aðeins fáein ár. Raunar byggir C14 aldursgreining fornleifafræðinga einmitt á þeirri staðreynd, að þetta er hringrás sem sífellt endurnýjast, koldíoxíð eyðist og nýtt tekur við á innan við tíu ára fresti. Þannig hefur þetta verið í milljarða ára, síðan jörðin var ung. Þáttur mannanna hefur verið talinn um 3,2% af koldíoxíði gufuhvolfsins. Koldíoxíð, náttúrulegt og manngert, er nú um 400 grömm í hverju tonni gufuhvolfsins og þar af er hlutur Íslendinga eitthvert brotabrota- brotabrot úr nanógrammi. Það heitir endurhlýnun, ekki hlýnun Ingimundur Gíslason augnlæknir Vilhjálmur Eyþórsson Haraldur Ólafsson formaður Heimssýnar 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R24 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 C -0 7 D 0 2 4 2 C -0 6 9 4 2 4 2 C -0 5 5 8 2 4 2 C -0 4 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.