Fréttablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 20
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is En kerfið og reglugerð- irnar gera sannarlega ekki sjálf- krafa ráð fyrir mann- gæsku og gestrisni. Einkaaðilar í heilbrigðis- þjónustu geta svo sannar- lega verið afar þarfir, og eiga að vera mikilvæg viðbót við grunnkerfið. En þeir koma ekki í stað þess. Ekki er einkennilegt að það skuli vefjast fyrir fólki að sjá mannúðina í því að barnshafandi albanskri konu sem komin er rúma átta mánuði á leið skuli vera vísað úr landi, ásamt tveggja ára barni sínu og eiginmanni. Það er einfaldlega ekkert mannúðlegt við slíka gjörð. Það breytir engu þótt forsvarsmenn Útlendingastofnunar tönglist á því að engar reglur hafi verið brotnar og bendi um leið á að þarna hafi verið um að ræða einkar skil- virkt ferli. Það fer ekki fram hjá neinni réttsýnni manneskju að þarna var harkalega að verki staðið – eins og svo oft áður þegar í hlut á fólk sem hingað kemur frá fjarlægum löndum í leit að betra lífi. Ekkert þráir það heitar en að búa börnum sínum öruggt skjól og geta séð fyrir sér. Nokkuð sem Íslendingar ættu virkilega að gleðjast yfir að geta veitt þeim. En kerfið og reglugerðirnar gera sannarlega ekki sjálfkrafa ráð fyrir manngæsku og gestrisni. Þar er einstaklingur sem þráir betra líf bara hluti af tölfræði, enn einn í stórum hópi þeirra sem hingað leita, og helst þarf að losna við sem allra fyrst. Best þykir því að senda hann sem snarast burt með flugvél eitthvert annað. Þetta heitir víst skilvirk afgreiðsla. Vissulega þykir fremur óþægilegt ef viðkomandi er barnshafandi kona. Það ástand hennar býður upp á að fólk sem er ekki í nægum takti við raunveruleikann og skilur ekki reglur komist í mikið tilfinningauppnám með tilheyrandi fjölmiðlaumfjöllun í upphrópunarstíl sem kallar óþarfa vesen yfir hinar ýmsu stofnanir, ekki síst Útlendingastofnun. Hvað eftir annað blöskrar stórum hópi Íslendinga hin ómannúðlega meðferð sem fólk sem hingað leitar í neyð þarf að þola. Jafnvel þótt einstaklingar í þeirri stöðu hafi aðlagast samfélaginu, verið svo heppnir að fá vinnu og séu með ung börn sín í skóla þar sem þau blómstra þá er þeim einn daginn til- kynnt að þeir þurfi að yfirgefa landið. Skýringin sem er venjulega gefin er eitthvað í þá átt að því miður hafi kerfið ekki verið nægilega skilvirkt og fjölskyldan hafi því fengið að dvelja alltof lengi í landinu. Loks sé hins vegar búið að taka mál hennar fyrir og nú þurfi hún að hypja sig burt. Hún verði að hefja nýtt líf einhvers staðar annars staðar en hér. Það sé afar óþægilegt hversu lengi hún hafi fengið að dvelja í landinu en næsta skref sé að laga kerfið og best sé það gert með því að koma flestum sem hingað leita í neyð upp í næstu flugvél. Þannig á að búa til skilvirkt kerfi sem kemur í veg fyrir að Útlendingastofnun og aðrar stofnanir þurfi að þola ýmiss konar óþægindi og vesen. Viljum við virkilega búa í landi þar sem hugsunin er á þessa leið? Íslendingar geta auðveldlega lagt sitt lóð á vogarskálar til að rétta fólki í neyð hjálpar- hönd. Vissulega er ekki hægt að hjálpa öllum, en samt svo miklu fleirum en nú er gert. Þegar ómann- eskjulegar reglugerðir standa í vegi fyrir því þá er réttast að losa sig við þær. Skilvirkt ferli Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Sam- fylkingarinnar Á Reykjalundi hefur um árabil verið rekin stærsta endurhæfingarstöð landsins, afar mikilvæg starfsemi til almannaheilla og löngum talin til fyrirmyndar. Að undanförnu hafa landsmenn fylgst í forundran með því hvernig þessi mikilvæga og rótgróna stofnun er í fullkomnu uppnámi eftir að stjórnin hleypti þar öllu í bál og brand. Eftir því sem næst verður komist af fréttum eru tildrög vandræðanna þessi: núverandi stjórnendur SÍBS, sem rekur stofnunina, vildu að greidd yrði leiga af hús- næðinu, en yfirlæknir lagðist gegn því, og var rekinn, með af leiðingum sem enn sér ekki fyrir endann á. Starfsemin er fjármögnuð með almannafé. Hér virðist hafa verið um að ræða afar vanhugsað frumkvæði af hálfu stjórnar Reykjalundar. Einkaaðilar í heilbrigðisþjónustu geta svo sannarlega verið afar þarfir, og eiga að vera mikilvæg viðbót við grunnkerfið. En þeir koma ekki í stað þess. Sjálfsagt er að nýta til almanna- heilla það hugsjónaaf l og þann eldmóð sem fylgir iðulega áhugasamtökum á borð við SÁÁ eða Krabbameinsfélagið en gróðasjónarmið eiga ekki heima í slíkri þjónustustarfsemi. Einkaframtakið getur verið þarft en við getum ekki byggt heilbrigðiskerfið upp á því, hversu gott sem það er. Nýjar kynslóðir taka við af frumherjunum, eldmóðurinn dvínar; til áhrifa í félögum geta brotist öf l sem líta á alla starfsemi sem tækifæri til að fá arðgreiðslur. Búa þarf svo um hnútana í slíkum félögum að það geti ekki gerst. Við þurfum að draga lærdóma af þessu máli, til dæmis þennan: Gróðasjónarmið mega aldrei ráða för við uppbyggingu velferðarkerfisins, hvort sem um er að ræða heilbrigðisþjónustu, tryggingarstarfsemi, skóla eða aðra innviði sem við byggjum líf okkar og samfélag í kringum, og fáum öll arðinn af, þótt ekki verði hann mældur í krónum og aurum. Arður og innviðir 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R20 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN – við Laugalæk Ekkert hveiti Ekkert soyja Enginn sykur Ekkert MSG Íslenskt kjöt Íslensk framleiðsla Gott beikon bragðast best. Seinagangur stoðdeildar Mál albönsku fjölskyldunnar sem vísað var úr landi vakti mikla athygli. Það kemur ekki á óvart enda framkvæmdin ómanneskjuleg. Samkvæmt Útlendingastofnun sótti fjöl- skyldan um alþjóðlega vernd í upphafi október og um tvær vikur tók að synja þeirri beiðni. Þá tók stoðdeild lögreglunnar, sem sér um að flytja fólkið úr landi, við. Fyrst ekki kom til greina að leyfa fjölskyldunni að dvelja hér fram yfir fæðingu hlýtur að vera ámælisvert að framkvæmd brottvísunarinnar hafi ekki verið sett í forgang. Varla tekur þrjár vikur að skipu- leggja slíka aðgerð. Versta starf landsins Starfsfólk Útlendingastofnunar þarf að framfylgja afar harð- neskjulegum lögum landsins. Til þeirra er gerð sú krafa að þau láti hjartað ráða för. Það er auðvitað fráleitt. Reiðin á að beinast gegn löggjafanum en ekki þeim sem eru í þeirri stöðu að framfylgja þeim. Forstjórinn stóð sig ágæt- lega í að svara fyrir erfitt mál í Kastljósi í vikunni, vitandi að hann yrði úthrópað ómenni eftir þáttinn. Helst hefði hann kannski átt að sleppa því að segja að hann gæti ekki sett sig í spor fjölskyldunnar, það var kannski fullmikið. Að öðru leyti var hann ágætlega rökfastur við að verja versta starf landsins sem hann sinnir. bjornth@frettabladid.is 0 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 B -F 9 0 0 2 4 2 B -F 7 C 4 2 4 2 B -F 6 8 8 2 4 2 B -F 5 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.