Fréttablaðið - 07.11.2019, Side 18

Fréttablaðið - 07.11.2019, Side 18
Hvítserkur er eitt sérkennilegasta fjall á Íslandi, staðsett á Víknaslóðum milli Borgarfjarðar eystri og Húsa-víkur. Það er 771 m hátt og sker sig úr umhverfinu, enda ljóst ásýndum með dökkum bergæðum sem liggja þvers og kruss í gegnum fjallið. Berggangarnir stefna margir að toppi fjallsins og minna á lakkrísreimar eða röndótt náttföt, enda merkir serkur ermalaus eða ermastuttur kyrtill. Annað nafn á þessu skemmtilega fjalli er einmitt Röndólfur en tveir aðrir Hvítserkir eru á Íslandi, annar er drithvítur klettur í sjó við botn Húnafjarðar og hin er foss í Fitjaá í Skorradal í Borgarfirði. Það er sérstak- lega suðurhlíð Hvítserks sem er mikið fyrir augað en efst ber meira á dekkra bergi. Fjallið er myndað úr ljósu og súru líparíti en í því er einnig flikruberg, líka kallað ignimbrite. Er talið að það hafi myndast í miklu eldskýi við sprengigos og gjóskuhlaup úr Breiðu- víkureldstöðinni skammt frá. Í Hvítserk er gamalt berg sem gæti verið allt að 125-250 milljóna ára og því mun eldra en elstu hlutar Íslands sem hingað til hafa verið taldir 16 milljóna ára. Rönd ólfur gæti því verið ókrýndur öldungur í íslenskri jarðsögu. Það er auðvelt að komast að rótum Hvítserks en frá Bakkagerði í Borgarfirði eystra liggur jeppavegur meðfram fjallinu inn að Húsavík og áfram í Loð- mundarfjörð. Auðveldast er að ganga á fjallið efst af hryggnum milli Borgarfjarðar og Húsvíkur og tekur uppgangan ekki nema rúma klukkustund. Aðrar og lengri gönguleiðir eru einnig í boði, t.d. upp úr Breiðuvík og er þá gengið fram hjá fjalli sem heitir því skemmtilega nafni Hákarlshaus. Er þá komist upp á Hvítserk bakdyramegin sem er ekki síður spennandi en suðurhlíðarnar sem síðan er hægt að ganga niður að áðurnefndum jeppavegi. Undirlagið í Hvítserk er laust í sér, sérstaklega sunnan megin, og því mikilvægt að fara varlega og notast við göngustafi. Efst er frábært útsýni yfir Víkur þar sem mest ber á Húsa- vík, Breiðuvík en líka Dyrfjöllum og fjallinu Skúmhetti. Loks getur verið gaman að ganga kringum Hvítserk enda ótrúlega fjölbreytt og litrík náttúra í boði hvert sem litið er. Öldungur í röndóttum náttfötum Suðurhlíðar Hvítserks eru tilkomumestar og bjóða upp á alls konar litbrigði. MYND/ÓMB Gengið upp úr þoku bakdyramegin á Hvítserk. MYND/TG Horft til norðurs í átt að Breiðuvík af tindi Hvítserks. MYND/TG Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari TILVERAN 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 B -E 5 4 0 2 4 2 B -E 4 0 4 2 4 2 B -E 2 C 8 2 4 2 B -E 1 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.