Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 20168 Líkamsleitarmál sent til héraðs- saksóknara VESTURLAND: Lögreglu- stjórinn á Vesturlandi sendi í liðinni viku frá sér tvær frétta- tilkynningar vegna máls sem snertir líkamsleit á 16 ára stúlku, sem framkvæmd var í fangaklefa á Akranesi í ágúst síðastliðnum. Stúlkan var í hópi ungmenna á leið frá Snæfellsnesi til Reykja- víkur þegar lögreglan handtók fólkið og færði til yfirheyrslu. Stúlkan var færð í fangaklefa ásamt annarri stúlku og þar var framkvæmd líkamsleit á henni. Í fréttum um málið sagði að hvorki hafi foreldrar stúlkunn- ar verið kallaðir til né fulltrúar barnaverndaryfirvalda og hafi lögmaður stúlkunnar því ákveð- ið að stefna íslenska ríkinu vegna atviksins. Í tilkynningu frá Lög- reglustjóranum á Vesturlandi vegna málsins kveðst hann hafa tekið málið til sérstakrar skoð- unar og í framhaldi þess taldi hann að ekki hafi verið rétt stað- ið að framkvæmd lögreglustarfa í umrætt skipti og var því mál- ið sent til embættis héraðssak- sóknara til meðferðar. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 9. - 15. janúar Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 6 bátar. Heildarlöndun: 43.935 kg. Mestur afli: Akraberg ÓF: 19.645 kg í fimm löndunum. Arnarstapi 6 bátar. Heildarlöndun: 75.102 kg. Mestur afli: Kvika SH: 26.010 kg í fimm löndunum. Grundarfjörður 9 bátar. Heildarlöndun: 341.336 kg. Mestur afli: Steinunn SF: 118.591 kg í tveimur löndun- um. Ólafsvík 22 bátar. Heildarlöndun: 488.456 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 55.600 kg í sex löndunum. Rif 15 bátar. Heildarlöndun: 538.468 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 77.003 kg í einni löndun. Stykkishólmur 6 bátar. Heildarlöndun: 64.806 kg. Mestur afli: Gullhólmi SH: 18.918 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Tjaldur SH – RIF: 77.003 kg. 13. janúar. 2. Saxhamar SH – RIF: 71.102 kg. 13. janúar. 3. Rifsnes SH – RIF: 69.643 kg. 13. janúar. 4. Hringur SH – GRU: 67.876 kg. 12. janúar. 5. Steinunn SF – GRU: 66.803 kg. 19. janúar. mþh Nýr brunahani DALIR: Umhverfis- og skipu- lagsnefnd Dalabyggðar hefur samþykkt að þvera þjóðveg 60 við Laugar með vatnslögn. Þar á að setja niður brunahana, með fyrirvara um samþykki Vega- gerðarinnar. Vegagerðin hefur samþykkt framkvæmdina fyrir sitt leyti að því tilskyldu að lögn- in liggi 25 metra frá miðju vegar. –mþh Fá nýjan urðunarstað DALIR: Umhverfisstofnun hef- ur gefið út starfsleyfi fyrir nýjan urðunarstað Dalabyggðar fyr- ir óvirkan úrgang í landi Hösk- uldsstaða. Áhættumat fyrir urð- unarstaðinn fylgdi starfsleyf- isumsókn og umhverfismark- mið voru send Umhverfisstofn- un fyrir árslok 2015. Verið er að girða af svæðið og verður staður- inn tekinn í notkun á næstu vik- um. –mþh Starfsfólk íþrótta- mannvirkja dressað upp AKRANES: Það hefur vart far- ið framhjá fólki sem sækir íþrótta- mannvirkin á Akranesi heim að starfsmenn hafa tekið í notkun nýj- an vinnufatnað. Íþróttabandalag Akraness og Akraneskaupstaður sameinuðu krafta sína í þessu verk- efni og samræmdu allan klæðnað í íþróttamannvirkjunum. Í frétta- bréfi formanns ÍA er greint frá því að nú klæðast allir starfsmenn gulum og svörtum íþróttafatnaði frá íþróttaframleiðandanum Jako. „Það er fagnaðarefni að félagslit- ir ÍA séu nú orðnir áberandi og er von okkar að við getum gert enn betur á þessu sviði á næstu árum. Bandalagið mun styðja áfram við þessa þróun í samstarfi við bæjar- félagið og starfsfólk íþróttamann- virkjanna. Við eigum að vera stolt af okkar félagi og heimavöllur Akurnesinga á að vera kyrfilega merktur félagslit og merki ÍA. Við erum gul og glöð,“ segir Sigurður Arnar Sigurðsson formaður ÍA. –mm Sjófrysting datt niður LANDIÐ: Síldarafli dróst saman um 33% í síðastliðnum septem- bermánuði samanborið við sama mánuð 2014. Að öðru leyti dró verulega úr sjófrystingu á bol- fiski. Það endurspeglar sennilega að einhverju leyti að ferskfisktog- urum fjölgar nú á kostnað frysti- togara. Verðmæti sjófrysts afla í september 2015 var 3,2 milljarð- ar króna, sem er samdráttur um 36,2% frá 2014. Verðmæti land- aðs afla til vinnslu innan lands var 6,8 milljarðar króna og jókst það um 6,4% þrátt fyrir að heildar- verðmæti hafi dregist saman um 9,6%. Það liggur meðal annars í því að samdrátturinn varð mest- ur í verðminni tegundum eins og síld og kolmunna, en verð- mæti botnfisks jukust. Verðmæti afla sem landað var á fiskmörk- uðum til vinnslu innan lands varð 1,6 milljarðar, sem er aukning um 9,6% og skýrist hún af aukn- um löndunum og hækkuðu verði. Fiskur að verðmæti 358 milljónir króna fór utan óunninn í gámum. Það er 12,9% samdráttur mið- að við sama mánuð í hitteðfyrra. Þetta kemur fram á sjávarútveg- svefnum kvotinn.is. –mþh Jólaljósin tekin niður Um miðja síðustu viku unnu starfs- menn Borgarbyggðar við að taka niður jólaljósin úr ljósastaurum í Borgarnesi. Sól skein í heiði í köldu en stilltu veðri. Að sjálfsögðu skart- aði Skessuhorn sínu fegursta. þg Saltskipið Flinter Rose kom til Ólafsvíkurhafnar frá Reykjavík að- fararnótt síðastliðins föstudags. Björgunarbáturinn Björg lóðsaði skipið til hafnar en Flinter Rose er 100 metrar að lengd og rúmlega 3600 brúttótonn. Blíðskapar veð- ur var þegar skipið kom að bryggju og var landað 900 tonnum af salti úr því. Brottför skipsins tafðist um tæpan sólarhring vegna óhagstæðs veðurs en suðaustan rok var. Á laug- ardagsmorguninn lagði svo skipið úr höfn og var næsti viðkomustað- ur þess Stykkishólmshöfn. þa Með salt til hafna á Nesinu Eins og Skessuhorn greindi frá skömmu áður en nýja árið gekk í garð var brautskráð frá Fjölbrauta- skóla Vesturlands laugardaginn 19. desember síðastliðinn. Af þeim 60 nemendum sem settu upp útskrift- arhúfurnar þann dag var það Skaga- maðurinn Daníel Þór Heimisson sem dúxaði. Hann lauk stúdents- prófi af félagsfræðabraut með með- aleinkunnina 9,26. Þegar blaðamað- ur Skessuhorns setti sig í samband við Daníel var hann staddur ásamt fleiri nýstúdentum í útskriftar- ferð á Tenerife. „Hér er æðislegt að vera. Veðrið er frábært, það er mik- ið drukkið og allt eins og það á að vera,“ sagði hann léttur í bragði. „Það eru ekki til neinar töfralausn- ir,“ segir Daníel aðspurður hverju hann þakkar góðan námsárangur. „Maður reynir að fylgjast með í tím- um, vera bara hóflega mikið í sím- anum, skila verkefnum og læra fyr- ir próf. Þetta er ekki flóknara en það og þetta virkar,“ bætir hann við og leggur áherslu á að vinnusemi sé lyk- illinn að góðum námsárangri. Skipu- lag verði að fara með svo námið bitni ekki á félagslífinu. „Nám er vinna og þetta tekur tíma. Ég er frekar skipu- lagður og gat bæði unnið með skól- anum og æft íþróttir mest alla skóla- gönguna. Eins tók ég virkan þátt í félagslífinu,“ segir Daníel og þver- tekur fyrir að hann sé svo klár að hann hafi ekkert þurft að hafa fyr- ir náminu. „Það er ekki það sama að vera klár og að vera góður námsmað- ur. Það er hægt að vera mjög klár en á sama tíma skelfilegur námsmað- ur. Eins er hægt að vera heimskur en góður námsmaður,“ segir hann. Aðspurður hvort einhver nám- skeið eða atburðir hafi staðið sér- staklega upp úr kveðst hann hafa haft gaman af bæði íslenskunni hjá Leó Jóhannessyni og bókfærslu Gunnars Magnússonar. „Báðir eru þeir mikl- ir meistarar en gerólíkir kennarar,“ segir Daníel og bætir við: „Dimmi- teringin var æðisleg, brandari Bjarn- þórs Kolbeins um diffurskrímslið er mjög eftirminnilegur en félagsskap- urinn og allt frábæra fólki sem ég hef kynnst á þessum sjö önnum er það sem stendur upp úr,“ segir Daníel þakklátur. Að sögn hans er framtíðin óráðin. „Ég stefni á háskólanám næsta haust en er ekki búinn að ákveða hvaða nám verður fyrir valinu. Þangað til ætla ég að vinna og er kominn með starf í Norðuráli,“ segir Daníel Þór Heimisson, dúx FVA, að lokum. kgk Félagsskapurinn og fólkið er það sem stendur upp úr Daníel Þór Heimisson tekur við viðurkenningum á útskriftarathöfninni. Með honum á mynd eru Dröfn Viðarsdóttir aðstoðar- skólameistari (t.v.) og Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari. Ljósm. Myndsmiðjan.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.