Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2016 15 Á lofti gamla Halldórsfjóss á Hvanneyri hefur nú verið opnað- ur markaður fyrir notaðar bækur. Hann er yfir húsakynnum Ullar- selsins og innganginum að Land- búnaðarsafninu. Opið er einu sinni í viku, á föstudögum frá klukkan 13 til 17 en þá er Ullarselið jafnframt opið og farið á bókamarkaðinn upp um tröppur sem liggja úr verslun þess. Það er Ásdís B. Geirdal sem stendur fyrir bókamarkaðinum sem hefur hlotið nafnið „Bókaloftið“ og renna allar sölutekjur til góðgerðar- mála. „Mig vantaði hreinlega eitthvað að gera. Ég var að vinna hjá Hagþjón- ustu landbúnaðarins sem var lögð niður fyrir fjórum árum. Þar hafði ég verið í 20 ár, en þar áður starfaði ég í 20 ár hjá Bændaskólanum hér á Hvanneyri. Eftir að ég hætti að vinna starfaði ég aðeins í Rauða kross búð- inni í Borgarnesi. Mér datt svo þetta í hug fyrst ég gat fengið þetta pláss hér tímabundið uppi á gamla fjósloftinu,“ segir Ásdís. Hún útskýrir að húsnæðið sem hún er með bókamarkaðinn sinn í sé gömul rannsóknastofa. Við hlið- ina er gömul íbúð og svo skemmti- lega vill til að í hana fluttu Ásdís og Bjarni Guðmundsson maður hennar nýtrúlofuð þegar þau settust fyrst að á Hvanneyri fyrir um hálfri öld síðan. Ekki er búið lengur í þessari íbúð og nú stendur til að gera allt gamla fjós- loftið upp enda rúmgott þó upp und- ir rjáfri sé. Ásdís opnaði bókamarkaðinn í september síðastliðnum. „Ég hef                      Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranes.is Leshringur bókasafnsins Fyrsti fundur ársins verður fimmtudaginn 21. janúar Síðan verða fundir þriðja fimmtudag hvers mánaðar fram í maí kl. 16:15 – 17:15 Umsjón: Halldóra Jónsdóttir Verið velkomin, heitt á könnunni SK ES SU H O R N 2 01 6 Bókamarkaður á fjóslofti bara opið einu sinni í viku á föstu- dögum frá kl. 13 – 17 og það er búin að vera ágætis umferð. Fólk kemur og fær sér bók og lítur svo jafnvel inn aftur og lætur mig hafa til baka þegar það hefur lesið hana og nær sér nýja í staðinn.“ Bækurnar á markaðinum hafa flestar átt heimili í Borgarfirði eða Borgarnesi. „Svo komu tveir pokar um daginn úr Reykjavík. Þetta spyrst út, fólk er að losa sig við bækur vegna plássleysis held ég. Það er kannski að flytja og þá grisjar það oft bóka- söfn sín. Síðan eru bækur víða ofan í kössum sem bíða þess sem verða vill. Svo hefur fólk líka aðeins komið með geisladiska. Þetta er allt hér. Innkom- an af sölunni fer svo öll til góðgerðar- mála,“ segir Ásdís B. Geirdal. mþh Ásdís B. Geirdal á bókamarkaðnum sem hún hefur opnað á lofti Halldórsfjóss á Hvanneyri. Ævisögur kvenna sem bíða nýrra eigenda. „Bókaloftið“ hefur opnað sína eigin síðu á Facebook. Skattadagur Deloitte í Ólafsvík Þriðjudaginn 26. janúar kl. 20.00-21.30 á Hótel Ólafsvík Skattabreytingar: Íslenskur virðisaukaskattur á EM? Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte Skattabrunnur Deloitte: Er borin von að vinna Stóra Bróður? Pétur Steinn Guðmundsson, Hdl á skatta- og lögfræðisviði Deloitte Staða og horfur í afþreyingarferðaþjónustu á Snæfellsnesi Ægir Þór Þórsson, leiðsögumaður hjá Vatnshelli Snæfellsnes - Ísland í hnotskurn.. tækifæri í ferðaþjónustu Margrét Björk Björnsdóttir, SSV þróun og ráðgjöf Fundarstjóri Jónas Gestur Jónasson, forstöðumaður Deloitte á Snæfellsnesi Áhugaverður fundur um skattamál og helstu breytingar á nýju ári. Allir velkomnir - aðgangur ókeypis. Skráning á fundinn er á netfanginu fannar@deloitte.is fyrir mánudaginn 25. janúar. . . .

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.