Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 201630 „Hver er þinn eftirlætis tónlistarmaður?“ Spurning vikunnar (spurt í Borgarnesi) Þórhallur Teitsson: „Graceland-kóngurinn, Elvis Presley.“ Guðrún Jónsdóttir: „Elvis Presley.“ Kristín Snorradóttir: „Ellie Goulding.“ Erla Karlsdóttir: „Mér hefur alltaf þótt Ragnheið- ur Gísladóttir afbragðsgóð.“ Sigurbjörn Jóhann Garðars- son: „Bubbi Morthens.“ Síðastliðinn laugardag var greint frá því við hátíðlega athöfn í félags- heimilinu Brún í Bæjarsveit að knatt- spyrnumaðurinn Helgi Guðjóns- son úr Reykholti hefði verið valinn Íþróttamaður Borgarfjarðar 2015, annað árið í röð. Helgi er aðeins 16 ára gamall og hefur lagt stund á ýmsar íþróttir á undanförnum árum og tek- ið stöðugum framförum. Hann hef- ur sett 59 Borgarfjarðarmet í sundi og frjálsum íþróttum fyrir UMSB og hefur auk þess leikið körfuknattleik og knattspyrnu með Umf. Reykdæla. Nú hefur Helgi hins vegar ákveð- ið að einbeita sér að knattspyrnu og hefur gengið til liðs við Fram. Mikill markaskorari Helgi var markahæsti leikmaður Ís- landsmóts þriðja flokks með 30 mörk í 14 leikjum og lið hans var aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Þá lék Helgi þrjá leiki með meistaraflokki Fram í 1. deild karla á liðnu sumri og skoraði þrjú mörk. Varð hann Reykjavíkur- meistari með liðinu í þriðja flokki og markahæsti leikmaður mótsins, en hann skoraði 19 mörk í sjö leikj- um. Einnig varð hann bikarmeistari þriðja flokks og markahæstur í bikar- keppninni með níu mörk í fimm leikj- um. Fram sigraði á Barcelona Cup í sumar þar sem Helgi var markahæst- ur með 15 mörk í sjö leikjum. Þeg- ar allt er talið skoraði Helgi alls 90 mörk fyrir Fram í æfingaleikjum og opinberum keppnisleikjum á liðnu ári. Þá fór hann utan á reynslu til 1. deildar liðs Brighton í Englandi þar sem hann æfði og keppti í um viku tíma. Lék hann einn leik með lið- inu á meðan dvöl hans stóð og skor- aði eitt mark. Helgi lék með U17 ára landsliði Íslands sem hafnaði í þriðja sæti á opna Norðurlandamótinu og í undankeppni Evrópumótsins þar sem liðið tryggði sér keppnisrétt í milliriðli. Sá riðill verður leikinn í Frakklandi í mars. Í umsögn um Helga við valið á Íþróttamanni ársins segir meðal ann- ars: „Á knattspyrnuvellinum er Helgi kappsamur, útsjónarsamur, gríðar- lega fljótur og með frábærar stað- setningar, en hvort sem hann er inn- an- eða utan vallar er Helgi ávallt til fyrirmyndar enda mikið gæðablóð og með sín markmið á hreinu.“ Annað og þriðja sætið Akstursíþróttamaðurinn Aðalsteinn Símonarson hafnaði í öðru sæti í kjörinu. Hann er aðstoðarökumað- ur Baldurs Haraldssonar í rallýliðinu TímOn. Vörðu þeir félagar á árinu Íslandsmeistaratitil sinn í rallý. Bald- ur var tilnefndur sem rallökumaður ársins hjá AKÍS. Einar Örn Guðnason kraftlyft- ingamaður hafnaði í þriðja sæti í kjörinu á Íþróttamanni Borgarfjarð- ar. Einar varð Íslandsmeistari í bekk- pressu í janúar og í kraftlyftingum í 105 kg flokki í maí. Hann setti Ís- landsmet í hnébeygju og samanlögðu á árinu og fór í fyrsta skipti yfir 550 Wilk-stig. Fjöldi viðurkenninga Venju samkvæmt var úthlutað úr minningarsjóði Auðuns Hlíðkvist Kristmarssonar og var það að þessu sinni Brynjar Snær Pálsson sem fékk viðurkenningu frá sjóðnum. Viður- kenningin er árlega veitt ungum og efnilegum íþróttamanni sem þykir hafa sýnt góða ástundun á liðnu ári. Þá var kom maraþonbikarinn í hlut Elínar Davíðsdóttur, maraþon- hlaupara úr Flandra. Hún átti besta tímann í maraþoni á árinu, hljóp á 4:46:16 klst. í Reykjavíkurmaraþon- inu í ágúst síðastliðnum, sínu fyrsta maraþoni. Glæsilegur árangur hjá Elínu sem mætti fyrst á nýliðanám- skeið Flandra 22. apríl 2013. UMSB veitir á hverju ári viður- kenningar þeim íþróttamönnum sem valdir hafa verið í landslið í sinni íþrótt. Viðurkenningar fengu að þessu sinni Bjarki Pétursson kylfing- ur, Daði Freyr Guðjónsson dansari, Harpa Hilmisdóttir badmintonkona, Helgi Guðjónsson knattspyrnumað- ur, Konráð Axel Gylfason hestamað- ur og Þorgeir Þorsteinsson körfu- knattleiksmaður. Alls voru 16 íþróttamenn til- nefndir til valsins á Íþróttamanni Borgarfjarðar 2015, þar af tvö danspör. Þeir eru: Aðalsteinn Símonarson akstursíþróttamaður Anton Elí Einarsson og Anna Jara Jökulsdóttir dansarar Arnar Smári Bjarnason frjálsíþróttamaður Birgitta Dröfn Björnsdóttir dansari Daði Freyr Guðjónsson og Marta Carrasco dansarar Einar Örn Guðnason kraftlyftingamaður Guðmunda Ólöf Jónsdóttir sundkona Helgi Guðjónsson knattspyrnumaður Ingibjörg Rósa Jónsdóttir badmintonkona Konráð Axel Gylfason hestamaður Sigtryggur Arnar Björnsson körfuknattleiksmaður Sigursteinn Ásgeirsson frjálsíþróttamaður Viktor Már Jónasson knattspyrnumaður Þorgeir Ólafsson hestamaður kgk/ Ljósm. bhs. Helgi Guðjónsson er Íþróttamaður Borgarfjarðar 2015 Þeir sem tóku við verðlaunum fyrir fimm efstu sætin í kjörinu. Helgi Guðjónsson, Íþróttamaður Borgarfjarðar, situr fyrir miðju. Fyrir aftan hann f.v. Einar Örn Guðnason 3. sæti, Símon Valgeir Aðalsteinsson sem veitti viðtöku viðurkenningum Aðalsteins Símonarsonar fyrir 2. sætið, Hrafnhildur Guðmundsdóttir tók við viðurkenningu Konráðs Axels Gylfasonar fyrir 4. sætið og Arnar Smári Bjarnason sem varð í 5. sæti. Brynjar Snær Pálsson (fyrir miðju) hlaut viðurkenningu úr minningarsjóði Auðuns Hlíðkvist Kristmarssonar. F.v. Kristmar J Ólafsson og Íris Bjarnadóttir, foreldrar Auðuns og Brynjar Snær ásamt foreldrum sínum Ingu Dóru Halldórsdóttur og Páli S Brynjarssyni. Þeir íþróttamenn og fulltrúar þeirra sem tilnefndir voru sem Íþróttamaður Borgarfjarðar. Elín Davíðsdóttir hlaut maraþonbikarinn fyrir besta tíma í maraþoni á árinu. Ljósm. Kristín Gísladóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.