Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2016 21
Dag ur í lífi...
Telnet ehf óskar eftir að ráða öflugan starfskraft
Helstu verkefni eru þjónusta á grunnkerfum
fjarskiptafyrirtækja, tengingar á ljósleiðara og
símastrengjum, uppsetningar á búnaði, bilana-
mælingar, viðgerðir og fl.
Námskeið og kennsla fyrir réttann aðila.
Starfsvæðið er allt vesturland frá Snæfellsnesi
að Akranesi. Aðsetur Telnets er á Akranesi
Umsóknir berist á netfangið
telnet@telnet.is eða í
síma 430-3000
ATVINNA
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Eins og Skessuhorn hefur áður greint
frá tryggði lið Reykhólahrepps sér í
haust sæti í 16 liða úrslitum Útsvars,
spurningakeppni sveitarfélaganna
á RÚV. Mætir liðið Reykvíkingum
föstudaginn 22. janúar næstkomandi.
Liðið skipa sem fyrr Guðjón Dalkvist
Gunnarsson á Reykhólum, Kristján
Gauti Karlsson frá Kambi og Ólína
Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu.
Reykhólahreppur tapaði í fyrstu
umferð með tveimur stigum í spenn-
andi viðureign gegn liði Fjallabyggð-
ar, 78-76. Hátt stigaskor fleytti Reyk-
hólahreppi hins vegar áfram sem
einu af stigahæstu tapliðunum. Reyk-
víkingar unnu í fyrri umferð sigur á
Fljótsdalshéraði með 74 stigum gegn
72.
Ef eitthvað er að marka stigasöfn-
un liðanna í fyrri umferð má búast við
jafnri og spennandi keppni næstkom-
andi föstudag. mm
Reykhólahreppur mætir
Reykjavík í Útsvari
Guðjón Dalkvist Gunnarsson, Ólína Kristín Jónsdóttir og Kristján Gauti Karlsson
skipa Útsvarslið Reykhólahrepps.
Nafn: Sveinbjörn Eyjólfsson.
Fjö l sky lduhag i r /búse ta :
Kvæntur Vildísi Bjarnadóttur
félagsráðgjafa hjá Borgarbyggð.
Búum í Hvannatúni á Hvann-
eyri. Eigum fjórar stelpur, sem
allar eru flognar úr hreiðrinu.
Starfsheiti/fyrirtæki: For-
stöðumaður Nautastöðvar
Bændasamtaka Íslands.
Áhugamál: Bridge, veiðar og
hestamennska.
Dagurinn: 12. janúar 2016.
Klukkan hvað vaknaðirðu og
hvað var það fyrsta sem þú
gerðir? Vaknaði 6:05 og gáði til
veðurs.
Hvað borðaðirðu í morgun-
mat? Súrmjólk án sykurs.
Hvenær fórstu til vinnu og
hvernig? Farinn keyrandi í
vinnu 6:25.
Fyrstu verk í vinnunni: Undir-
búa sæðistöku dagsins. Kveikti á
kæli, smásjá, vatnsbaði og hita-
skáp á rannsóknastofu. Dreif
mig síðan inn til að gefa naut-
unum kjarnfóður.
Hvað varstu að gera klukkan 8?
Þá stökk Baggi 14043 frá Hvann-
eyri og gaf vel af sæði.
Hvað varstu að gera klukkan
10? Prenta nafn og númer nauta
á sæðisstrá.
Hvað gerðirðu í hádeginu?
Grjónagrautur og súrmatur með
strákunum. Verður ekki betra.
Hvað varstu að gera klukkan
14: Setja sæði í strá og frysta þau.
Hvað varstu að gera klukk-
an 14:30? Taka á móti Sindra
formanni Bændasamtakanna og
tveimur starfsmönnum N4. Upp-
taka í þáttaröðinni: „Hvað segja
bændur?“
Hvenær hætt og það síðasta
sem þú gerðir í vinnunni? Kl.
17:00 lauk ég við að gæðaskoða
sæði dagsins og ganga frá því.
Hvað gerðirðu eftir vinnu? Fór
með Vildísi upp að Skáney, þar
sem hún var að hefja reiðnám-
skeið hjá Randi og Hauki. Skoð-
aði hrossin á Skáney með Hauki
meðan Randi kenndi Vildísi.
Hvað var í kvöldmat og hver
eldaði? Vildís hitaði upp afgang
af plokkfiski og framreiddi rúg-
brauð og tómata með. Virkilega
gott.
Hvernig var kvöldið? Fram-
haldsaðalfundur Faxa í Brún.
Skemmtilegt fólk og góðar um-
ræður.
Hvenær fórstu að sofa? 23:30.
Hvað var það síðasta sem þú
gerðir áður en þú fórst að
hátta? Kanna hvort klukkan væri
ekki örugglega stillt.
Hvað stendur uppúr eftir dag-
inn? Að mér tókst enn einn dag-
inn að lifa eftir mottói mínu; „take
it easy“.
Eitthvað að lokum? Heimsókn-
in að Skáney. Eitt besta dæmið um
nýsköpun í sveit. Meðalstórt fyr-
irtæki sem byggir alfarið á þekk-
ingu og innlendum auðlindum.
Forstöðumanns Nautastöðvar BÍ
Í tilefni
bóndadagsins
bjóðum við
15% afslátt
af herra ilm-
og snyrtivörum
Gildir fimmtu-
dag, föstudag
og laugardag
Bóndadagurinn
Nýtt kortatímabil
22. janúar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6