Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 201620 Nýverið hófust æfingar á leikrit- inu „Græna húsið“ sem nemendur Brekkubæjarskóla á Akranesi ætla að frumsýna 25. febrúar næstkom- andi í Bíóhöllinni. Um er að ræða stórt verkefni, stútfullt af tónlist. Það eru leiklistar- og tónmennta- kennararnir Heiðrún Hámundar- dóttir og Samúel Þorsteinsson sem sömdu verkið og sjá þau einnig um leikstjórn og stjórn tónlistar. Þetta er í annað skipti sem Brekkubæjarskóli setur upp svo stórt verkefni en fyrir þremur árum var sýndur söngleikurinn Elskaðu friðinn, sem sló rækilega í gegn. Að sögn Elinbergs Sveinssonar, kenn- ara við Brekkubæjarskóla og um- sjónarmanns með verkefninu, verð- ur verkið sett upp af nemendum í unglingadeild skólans og taka fjöl- margir þátt í uppsetningunni með einum eða öðrum hætti. „Það taka tveir þriðju af unglingadeildinni þátt, ásamt fjölmörgum kennurum. Við tókum valið hjá unglingunum og settum það næstum allt undir þetta verkefni, þannig að krakkarn- ir gátu valið að koma að sýningunni á ýmsa vegu. Allur hljóðfæraleikur, söngur og dans er í höndum nem- enda og þeir vinna líka sem sviðs- menn, tæknimenn, sjá um búninga- gerð, förðun, leikmyndasmíði, leik- skrárgerð og margt fleira. Til að allt gangi upp þá spilar líka stórt hlutverk það góða samstarf og sam- vinna sem er á milli kennara skól- ans,“ segir Elinbergur. „Við upp- setningu verksins er notast við að- ferðina „allir á svið“ sem þýðir að öllum nemendum býðst að taka þátt í verkinu ef þeir hafa áhuga á því. Auðvitað eru hlutverkin samt mis- stór en allir komast að sem vilja,“ bætir hann við. Öll undirbúningsvinna við leik- ritið er komin á fullt, búið er að skipa í hlutverk og samlestur haf- inn. Hugað er að búningum og hljómsveitin æfir af fullum kappi, enda verður leikritið stútfullt af tónlist, bæði nýrri og eldri. „Um helmingur tónlistarinnar er frum- saminn af nemendum og kennur- um, sem og allir textarnir. Heið- rún og Sammi leggja mikla áherslu á lifandi tónlistarflutning á sýning- unum. Svo eru krakkarnir á fullu í að setja saman veglega leikskrá sem við ætlum að dreifa í öll hús hér á Akranesi.“ Áætlað er að sýna sjö sýningar í Bíóhöllinni og er verkið fyrir alla aldurshópa. „Við gerð síð- asta söngleiks mættum við frábær- um stuðningi bæjarbúa og fyrirtæki í heimabyggð studdu vel við bakið á okkur í formi styrkja. Við vonumst til að það gangi aftur vel núna og að okkur verði vel tekið,“ segir El- inbergur að endingu. grþ Brekkubæjarskóli setur upp annað leikrit Annar samlestur hjá leikhópnum. Þessar stúlkur voru að útbúa snið fyrir búningana. Unnið af kappi við undirbúning leikskrár. Drengir sem sjá um sviðsmynd og tæknimál en eru nú að undirbúa leikskrána. Sæþór Þorbergsson matreiðslumeist- ari í Stykkishólmi og eigandi Narf- eyrarstofu ásamt fjölskyldu sinni hef- ur opnað veitingastaðinn á nýjan leik, eftir fimm ára hlé. „Við tókum úr lás á laugardaginn, þá var fyrsti dagur í endurlífgun,“ segir Sæþór en rekst- ur Narfeyrarstofu var leigður út um nokkurra ára skeið. „Við vorum með staðinn í tíu ár en leigðum svo starf- semina frá okkur. Ég týndi aðeins heilsunni og ákvað þá að stíga til hlið- ar. Ég starfaði í afleysingum hér og þar á meðan, horfði í kringum mig og reyndi að læra eitthvað. Einnig not- aði ég tækifærið til að ljúka meistara- réttindum. En það hefur verið ljóst síðastliðin tvö ár að við ætluðum að taka við staðnum aftur.“ Sæþór seg- ist hafa varið góðum tíma í að velta því fyrir sér hvað hann vildi gera fyr- ir staðinn og hvernig, eftir að hann myndi opna aftur. „Við vildum ekki fylgja straumnum. Við fórum því af stað með „Local food“ hugmynd sem snýr að því að nota matinn héðan af svæðinu og unnum það í samráði við Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins og Atvinnuráðgjöf Vesturlands. Sett var saman ný viðskiptaáætlun og við verðum svæðisbundin í öllu sem við gerum,“ útskýrir hann. Fullunnið frá svæðinu Fjölskylda Sæþórs ætlar að standa samhent að rekstrinum. „Þorberg- ur Helgi sonur okkar Steinunnar Helgadóttur konu minnar er að fara á samning sem matreiðslunemi hjá mér. Aníta Rún dóttir okkar er svo í skóla í Reykjavík en hún ætlar að koma heim í Stykkishólm um helgar og vinna hjá okkur á Narfeyrarstofu.“ Það veitir ekki af vinnufúsum höndum því mikið stendur til. Sæþór lýsir því að til standi að fullvinna af- urðir frá svæðinu. „Við höfum með- al annars verið að vinna úr lamba- skrokkum og þurfum að búa til rétti úr öllum hluta skepnunnar. Svo vor- um við í þróunarverkefni sem snýr að þróun heimaafurða, styrkt af Matís. Við höfum meðal annars prófað okk- ur áfram í hrápylsugerð, fullvinnslu á vöðvum í reyk og búið til „skinku“ úr öðru en svínakjöti, svo sem hrossa- vöðvum og ærkjöti. En þá má það víst ekki heita skinka nema það sé svína- kjöt,“ bætir hann við. Sæþór og fjölskylda hafa því kom- ið sér upp sérhæfðri vinnsluaðstöðu í 100 fermetra húsnæði þar sem hann er með reykaðstöðu og fleira til að geta unnið úr afurðunum. „Með þessu erum við eiginlega að fara aftur til upprunans, eða svona 40 ár aftur í tímann þegar hótel og veitingastaðir tóku mikið í heilu lagi og unnu úr því. Við erum líka með nautakjöt héðan af svæðinu og búum okkur meðal ann- ars til hamborgara og allt sjálf,“ segir Sæþór. Markmiðið er þannig að gera út á hreinleika og rekjanleika. „En við erum bara að rölta af stað með þetta í rólegheitum, með lambakjötið og fiskinn úr firðinum.“ Ætla að stækka húsið Opið er í Narfeyrarstofu alla daga vikunnar. Sæþór segir enda nóg að gera í Hólminum, sem er vinsæll meðal ferðamanna. „Það eru óskap- lega bjartir tímar. Þessa daga sem við vorum að græja húsið var oft barið að dyrum hér að utan og við beðin um að taka úr lás. Það er mikil umferð fólks í bænum. Maður sér það líka á því gistirými sem eru opið yfir hávet- urinn að það er mikið að gera.“ Til viðbótar öllu framangreindu þá stendur einnig til að stækka veit- ingastaðinn, byggja við húsið og færa til eldhúsið. Með þeim breytingum verður til tenging við kjallara húss- ins sem á að taka í notkun. „Við vilj- um koma öllum þremur hæðunum í veitingarekstur. Í kjallaranum verð- ur rými sem hægt verður að nota fyr- ir og eftir mat,“ segir Sæþór. Hann segir þann hluta hússins verða svolít- inn óð til fortíðar Stykkishólms enda verði innréttað þar með húsgögnum úr Stykkishólmi. „Við erum svæðis- bundin eða lókal í matnum og ætlum að vera það niðri líka. Á sjöunda ára- tugnum var húsgagnaverksmiðja hér sem hét Aton sem framleiddi stóla og sitthvað fleira. Við erum búin að safna saman því besta úr þeirri fram- leiðslu og þarna verður því hluti af okkar atvinnusögu.“ grþ Sæþór tekinn við Narfeyrarstofu að nýju Sæþór Þorbergsson hefur opnað Narfeyrarstofu á nýjan leik eftir fimm ára hlé. Hér er hann ásamt Anítu Rún dóttur sinni. Ljósm. sá. Fjölskyldan í Narfeyrarstofu. Ljósm. Facebook/Narfeyrarstofa. Narfeyrarstofa er næsta hús við gömlu kirkjuna í Stykkishólmi. Ljósm. Facebook/Narfeyrarstofa. Sæþór bauð upp á reykt hangikjöt á Ljúfmetismarkaði í Stykkishólmi fyrir jólin. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.