Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2016 25 Elsta sjókort af þeim ríflega 80 sem Landhelgisgæslan gefur út er af grunnslóð við Vesturland, nán- ar tiltekið innst í Breiðafirði. Þetta kort er aldargamalt í ár. Af þessum sökum greinir Landhelgisgæslan frá því á vef sínum (lgh.is). Kortið var teiknað til að kort- leggja siglingaleiðina til Salthólma- víkur og Króksfjarðarness en þar voru í eina tíð mikilvægir verslun- arstaðir með skipakomum. Fyrir ríflega hundrað og tveimur árum, 4. júní 1913, birtist stutt frétt í blaðinu Vísis. Hún bar yfirskrift- ina „Hafnarmælingar vestra“ og var svohljóðandi: „Í Kaupmanna- hafnarblaðinu National Tidende er sagt frá því 17. f. m., að ráðnir sjeu af landstjórn Íslands Premier- löjtnan Bistrup, 2 undirforingjar og 2 dátar til þess að rannsaka innsigl- inguna til Salthólmavíkur í Dala- sýslu og Króksfjarðarnes í Barða- strandarsýslu. Ætluðu þeir að leggja af stað 24. s. m. (með Botníu). Við rannsóknir þessar hafa þeir félagar mótorbát og róðrarbát og fá hjer mótorista og annan mann kunnug- an á þeim stöðum, sem mæla á. Þeir búast við að hafa lokið þessu verki í septemberlok. Landsjóður kostar verkið“. Tveimur árum síðar lá kortið fyrir og það er notað enn í dag, og heitir í dag „Breiðafjörður – Norð- urflói“ og er númer 44. mþh Aldargamalt vestlenskt sjókort hjá Gæslunni Sjókortið var gert eftir mælingum sem voru framkvæmdar 1913 og 1914. Árið 1915 var það svo prentað í fyrsta sinn og gefið út. Bæjarstjórn Akraneskaupstað- ar hefur samþykkt að farið verði í kynnisferð til Sauðárkróks til að skoða fiskþurrkun FISK Seafood, sem að einhverju leyti þykir sam- bærileg við starfsemi fiskþurrkun- ar HB Granda á Akranesi. Ingi- björg Pálmadóttir bæjarfulltrúi lagði fram þá tillögu á bæjarstjórn- arfundi 12. janúar síðastliðinn að auk ferðarinnar á Sauðárkrók yrði einnig farið til Grindavíkur og Þorlákshafnar og þar skoðuð sam- bærileg starfsemi. Í tillögunni seg- ir hún að með slíkum samanburði mætti átta sig betur á stærð og um- fangi fyrirhugaðrar verksmiðju á Akranesi. „Ég stakk upp á þessu því að verksmiðjan sem stendur til að skoða á Sauðárkróki er mik- ið minni en sú sem fyrirhuguð er hér. Ef við ætlum að skoða eitt- hvað sambærilegt og til stendur að byggja hér fannst mér við verða að fara á sambærilega staði en þessar verksmiðjur eru báðar stærri en sú á Sauðárkróki,“ segir Ingibjörg í samtali við Skessuhorn. Hún segir tilgang kynnisferðarinnar norður meðal annars vera að skoða tækni- búnað verksmiðjunnar. „En við erum svo sem ekki öll sérfræðing- ar í tæknibúnaði. En þarna sjáum við umfangið. Það er líka fróð- legt fyrir okkur að tala við sveit- arstjórnarmenn í Þorlákshöfn sem hafa staðið í svipuðu máli og við. Lýsi er eigandi verksmiðjunnar þar og það fyrirtæki hefur ákveð- ið að færa verksmiðjuna út fyrir bæinn, þar sem hún veldur íbúum engu ónæði.“ Lagt var til að í ferðina á Sauð- árkrók færu aðal- og varamenn skipulags- og umhverfisráðs, bæj- arfulltrúar og varamenn þeirra, bæjarstjóri og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. Þá er fulltrú- um þeirra sem hafa efasemdir um ágæti fiskþurrkunar í íbúðabyggð Akraneskaupstaðar jafnframt boð- ið með í för, samkvæmt tillögunni. „Víðsýni er eitt af nýsamþykktu gildum bæjarstjórnar Akraness og það er rétt að hafa það í huga þeg- ar við skoðum áhrif stækkunar á verksmiðjunni sem hér er fyrir- huguð á Akranesi,“ segir Ingibjörg að lokum. grþ Fulltrúar Akraness skoða fiskþurrkunarverksmiðjur HB Grandi fyrirhugar stækkun á fiskþurrkun sinni á Akranesi en bæjarstjórn hefur ekki enn tekið ákvörðun um málið og bíður nú ítarlegri gagna frá fyrirtækinu. Folaldasýning var haldin í Söð- ulsholti á Snæfellsnesi síðast- liðinn laugardag. 39 folöld voru skráð til leiks og dómarar voru þeir Eysteinn Leifsson og Lárus Hannesson. Þeim fórst verkið vel úr hendi, en mikið var um glæsi- lega og efnilega kostagripi og var litadýrðin í ár óvenjumikil. Með- al annars mátti sjá moldóttskjótt, moldótt, leirljóst, slettuskjótt og vindótt. Einnig er alltaf gaman að spá og spekulera hvaða stóðhest- ar voru að koma vel út úr þessu, en þarna mátti m.a sjá nokkur af- kvæmi undan Skýr frá Skálakoti, Þorlák frá Prestbæ, Vita frá Kag- aðarhóli, Hergil frá Þjóðólfs- haga, Aðal frá Nýjabæ og Hryn frá Hrísdal. Veitt voru verðlaun fyrir efstu þrjú í hvorum flokki og völdu áhorfendur svo þann grip sem þeim fannst standa upp úr, en það reyndist vera hann Garri frá Ólafsvík undan Óm frá Kvistum og Perlu frá Einifelli. iss Úrslit hryssur 1. sæti Burtséð frá Hallkelsstaðar- hlíð, brúnskjótt f; Loki frá Selfossi m; Sjaldséð frá Magnúsarskógum Eig/ræk Sigrún Ólafsdóttir. 2. sæti NN frá Grundarfirði, jörp f; Aðall frá Nýjabæ m; Mátthildur frá Grundarfirði Eig/rækt. Bárður og Dóra Aðal- steinsdóttir 3. sæti Skógardís frá Söðulsholti Jörp f; Skýr frá Skálakoti m; Donna frá Króki Eig /rækt. Söðulsholt Úrslit Hestar 1. sæti Blær frá Leirulæk, brúnn f; Arion frá Eystra-Fróðholti m; Þórdís frá Leirulæk Eig/rækt. Sigurbjörn Garðarsson 2. sæti Sjóður frá Söðulsholti, brúnn f; Auður frá Lundum m; Pyngja frá Syðra-Skörðugili Eig/rækt. Iðunn og Dóri 3. sæti Garri frá Ólafsvík, bleikur f; Ómur frá Kvistum m; Perla frá Einifelli Eig/rækt. Sölvi Konráðsson Burtséð og Blær reyndust efnilegustu folöldin Burtséð frá Hallkelsstaðahlíð. Garri frá Ólafsvík. Eigendur efstu merfolaldanna. Eigendur efstu hestfolaldanna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.