Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 20162 Víkingur AK 100, hið nýja uppsjávarveiðiskip HB Granda, lá í síðustu viku við Skarfabakka í Reykjavík þar sem höf- uðstöðvar Hampiðjunn- ar eru. Þar voru ný veið- arfæri og annar búnaður tekinn um borð. Skipið er búið öllum nýjustu veið- arfærum Hampiðjunn- ar til að fanga uppsjávar- fisk svo sem síld, loðnu, makríl og kolmunna. Þrjú flottroll voru sett um borð sem henta munu til veiða jafnt í yfir- borði sjávar sem á meira dýpi. Einn- ig voru settir nýir stærðarstillanlegir flotvörpuhlerar af fullkomnustu gerð. Hvor um sig eru 15 fermetrar að flat- armáli og vega fjögur tonn. Til við- bótar þessu var einnig komið nýjum togtaugum upp á vindur skipsins og loðnunót tekin um borð. Á mánudag var skipið svo við veið- arfæraprófanir vestur af landinu þar sem til stóð að reyna bæði flotvörpur og hringnót til að ganga úr skugga um að allur búnaði virkaði sem skyldi. Að þessu loknu var tekin olía í Reykja- vík. Aðfaranótt þriðjudags- ins hélt Víkingur AK síðan í sína fyrstu veiðiferð á kol- munnamiðin sunnan Fær- eyja. Þar hafa nokkur íslensk skip stundað veiðar und- anfarið og aflað þokkalega þegar á annað borð hefur gefið til veiða vegna veðurs. Venus NS, systurskip Vík- ings AK ,kom til að mynda til Vopnafjarðar með 2.750 tonn af kolmunna um liðna helgi. Uppsjáv- arflotinn bíður annars þess að hefja loðnuveiðar en enginn kvóti hefur enn verið gefinn út til íslenskra skipa. mþh Bóndadagur er á föstudaginn og markar hann upphaf Þorra samkvæmt gamla nor- ræna tímatalinu. Eins og alþjóð veit tíðkað- ist það í eina tíð húsbóndinn á heimilinu færi fyrstur manna á fætur á bóndadag, klæddi sig í aðra skálm nærbuxna sinna og hoppaði á öðrum fæti kringum bæinn. Skessuhorn minnir að þessu sinni á að gott og gilt getur verið að halda í gamlar hefðir. Svo hvetjum við vitni sem hugsanlega ná mynd af athæfi húsbændanna til að senda okkur myndir! Suðaustan 10-18 m/s á morgun, fimmtu- dag. Hvassast vestast á landinu. Þurrt að kalla á Norðurlandi en annars staðar smá rigning, einkum á Suðausturlandi. Hiti 2 til 8 stig. Vestlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s, á föstudag. Rigning, slydda eða snjókoma austan til og hiti 0 til 5 stig. Úrkomulítið vestanlands og hiti við frostmark. Hæg suð- læg eða breytileg átt á laugardag. Slydda eða snjókoma á köflum suðaustan- og austan til. Annars úrkomulítið. Hiti í kring- um frostmark. Á sunnudag er útlit fyrir suð- læga átt með éljum vestan til en bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi. Frost víðast hvar. Vestanátt með éljum, en snjókomu eða slyddu austast á mánudag. Hiti í kringum frostmark austan til en annars vægt frost. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Á nýtt Landssjúkrahús að rísa við Hring- braut eða á öðrum stað?“ Rúmur helmingur þeirra sem tóku afstöðu, eða 55,5% vilja að nýtt sjúkrahús rísi við Hringbraut. „Á öðrum stað á höfuðborgarsvæðinu“ svöruðu næst- flestir, eða 39,74%. 3,42% kváðust ekki hafa skoðun á því og 1,14% sögðu að ekki ætti að ráðast í byggingu nýs sjúkrahúss. Í næstu viku er spurt: Hver er þinn eftirlætis þorramatur? Hinn 16 ára gamli knattspyrnumaður, Helgi Guðjónsson frá Reykholti, var um helgina valinn Íþróttamaður Borgarfjarðar, annað árið í röð. Helgi leikur með Fram og þykir meðal allra efnilegustu knattspyrnumanna landsins. Hann er Vestlendingur vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Ölvun og útafakstur VESTURLAND: Um klukkan þrjú aðfararnótt síðasta mánu- dags var Lögreglunni á Vest- urlandi tilkynnt um umferð- aróhapp á Vesturlandsvegi við Galtarholt í Borgarhreppi. Þar hafði pallbifreið, sem var ekið til norðurs, lent út af veg- inum, endastungist og hafn- að á hliðinni ofan í vegskurði. Ökumaðurinn var í bílbelti en hlaut minniháttar meiðsli og var fluttur á heilsugæslustöðina í Borgarnesi til aðhlynningar. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu er ökumaðurinn grunað- ur um að hafa ekið undir áhrif- um áfengis og hlaut því viðeig- andi meðferð laganna varða að lokinni læknisskoðun. Bifreiðin var mikið skemmd og var flutt á brott með kranabíl. Alls var tilkynnt um fjögur umferðaró- höpp í umdæmi Lögreglunn- ar á Vesturlandi í liðinni viku auk þess sem að ofan grein- ir. Öll urðu þau á Akranesi og flest minniháttar og án meiðsla. Í einu þeirra var fólksbifreið ekið utan í umferðarskilti sem er við hringtorgið utan við lög- reglustöðina. Þar hafði öku- maður líklega dottað und- ir stýri. Um 30 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í landhlutanum og reyndist einn þeirra vera svipt- ur ökuleyfi og annar var undir áhrifum fíkniefna. Úrvinnsla úr hraðamyndavélum af öllu land- inu fer fram hjá Lögreglunni á Vesturlandi og skiluðu þær um 380 hraðamælingum í vikunni. Á Vesturlandi voru hraðamæl- ingarnar flestar við Fiskilæk sunnan Hafnarfjalls og í Hval- fjarðargöngunum, eða rúmlega 200. Loks voru skráningarnúm- er tekin af 18 bifreiðum vegna tryggingar- og skoðunarmála. –mm Úr leik í Gettu betur VESTURLAND: Öll lið fram- haldsskólanna á Vesturlandi eru úr leik í Gettu betur, spurninga- keppni framhaldsskólanna á RÚV. Líkt og undanfarin ár skráðu allir framhaldsskólar á Vesturlandi sig til leiks en áður en til keppni kom dró lið LbhÍ sig úr keppni en það hafði dreg- ist á móti liði MA. Í fyrstu um- ferð keppninnar á Rás 2 tap- aði lið Fjölbrautaskóla Snæfell- inga fyrir Fjölbrautaskóla Suð- urnesja með 32 stigum gegn 23 og lið Menntaskólans á Laugar- vatni hafði betur gegn Mennta- skóla Borgarfjarðar með 23 stigum gegn 9. Lið Fjölbrauta- skóla Vesturlands komst áfram í aðra umferð eftir sigur á liði Fjölbrautaskóla Suðurlands 29 - 23. Í annarri umferð mætti FVA Menntaskólanum á Ísa- firði í æsispennandi keppni, þar sem MÍ sigraði naumlega. Lið- in voru nokkuð jöfn að loknum hraðaspurningum en lið FVA leiddi með einu stigi. Að lokn- um fjórum bjölluspurningum var munurinn orðinn sjö stig en þá hrökk lið MÍ í gírinn og sigldi smám saman fram úr FVA. Þeg- ar kom að hljóðspurningunni munaði einungis einu stigi á liðununum, MÍ í vil. Hvorugt liðið náði að svara þeirri spurn- ingu og enduðu leikar því með sigri MÍ og komst í sjónvarpið í fyrsta sinn í sögu keppninnar. –grþ Á morgun, fimmtudaginn 21. janúar milli klukkan 12 og 17 verður Manna- mót markaðsstofanna haldið í flug- skýli flugfélagsins Ernis við Reykja- víkurflugvöll. Tilgangur viðburðar- ins er sem fyrr að kynna landsbyggð- arfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum í höfuðborginni og mynda tengsl þar á milli. Í tilkynningu frá markaðs- stofum landshlutanna segir að mark- mið viðburðarins sé meðal annars „að vinna að dreifingu ferðamanna um landið allt og efla uppbyggingu heils- ársferðaþjónustu.“ Sífellt meiri áhersla er lögð á að dreifa ferðamönnum betur um land- ið, meðal annars í nýrri ferðamála- stefnu sem ráðherra ferðamála kynnti á haustmánuðum. Er það gert til að draga úr þeim árstíðarbundnum sveiflum sem einkennt hafa ferða- þjónustu, ekki síst á landsbyggðinni. Sérstök áhersla verður því lögð á vetr- arferðamennsku á Mannamóti í ár. Eins og undanfarin ár mun fjöldi fyrirtækja á Vesturlandi senda full- trúa sína á samkomuna til að kynna sína starfsemi og mynda tengsl við ferðaskrifstofur og önnur fyrirtæki í greininni. „Af þeim 180 ferðaþjón- ustufyrirtækjum sem taka þátt í ár munu rúmlega 30 fyrirtæki af Vest- urlandi senda fulltrúa sína á Manna- mót,“ segir Kristján Guðmundsson, forstöðumaður Markaðsstofu Vest- urlands, í samtali við Skessuhorn. „Þátttaka fyrirtækja í landshlutanum hefur almennt verið góð og þau hafa almennt góða reynslu af viðburðin- um,“ bætir hann við. Auðvitað er það undir hverju fyrir- tæki komið hve vel gengur að mynda tengsl við ferðaskrifstofur og selja sína vöru, en næg tækifæri ættu þó að gefast til slíks þar sem ferðaskrifstofur eru duglegar að senda starfsfólk sitt á viðburðinn. „Við höfum haft spurnir af því að ein stærsta ferðaskrifstofan í Reykjavík ætli að senda 150 starfs- menn sína á Mannamót til að kynna sér starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni,“ segir Kristján. kgk Mannamót í ferðaþjónustu haldið í flugskýli Ernis Hluti fulltrúa þeirra fyrirtækja á Vesturlandi sem tóku þátt í Mannamóti markaðs- stofanna á síðasta ári og kynntu þar sína starfsemi. Víkingur Ak undirbúinn til veiða Víkingur við Skarfabakka í Reykjavík um liðna helgi. Á bryggjunni liggur hluti af þeim veiðarfærum sem sett voru um borð í skipið. Í Jólablaði Skessuhorns var jóla- krossgáta og myndagáta sem lesend- ur gátu glímt við að leysa yfir hátíð- irnar. Þeir sem það kusu sendu inn lausnir og tóku um leið þátt í léttum leik. Alls bárust Skessuhorni á fjórða hundrað lausnir og ber að þakka þann mikla áhuga. Heppnir þátttakand- ur hafa nú verið dregnir úr pottin- um. Fyrir rétta lausn í myndagátunni var sú heppna Hrefna Svanborg- ar Karlsdóttir á Akranesi. Lausnar- orðin voru: „Branduglan hefur ver- ið valin einkennisfugl Vesturlands.“ Fyrir rétta lausn í krossgátunni hlýt- ur verðlaun Karen Welding í Borg- arnesi. Báðar hljóta þær að laun- um bókina „Stríðsárin 1938-1945“ eftir Pál Baldvin Baldvinsson. Þeim Hrefnu og Karen er óskað til ham- ingju, en þær hafa báðar fengið bók sína í hendur. mm Verðlaunahafar í getraunum Jólablaðs Karen Welding. Hrefna Svanborgar Karlsdóttir. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar er ekki ánægð með að Umhverfis- stofnun skuli hafa hunsað athuga- semdir og ábendingar sem sveitar- stjórnin gerði varðandi nýtt starfs- leyfi og stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga. Umhverfisstofn- un samþykkti þetta rétt fyrir síð- ustu jól. Tilkynning frá stofnuninni um þetta var tekin fyrir á fundi sveit- arstjórnar Hvalfjarðarsveitar 12. janúar síðastliðinn. Þar var eftir- farandi bókað: „Sveitarstjórn Hval- fjarðarsveitar harmar að Umhverf- isstofnun hafi ekki tekið tillit til fjölmargra réttmætra ábendinga og athugasemda sveitarfélagsins varð- andi útgáfu starfsleyfis til Norður- áls á Grundartanga sem stofnunin gaf út þann 18. desember sl. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fagnar því að starfsemi Norðuráls séu, þrátt fyrir fyrirhugaða fram- leiðsluaukningu, settar skorður um losun mengandi lofttegunda. Þetta atriði er í samræmi við stefnumörk- un og skipulagsáætlanir Hvalfjarð- arsveitar um að losun mengandi lofttegunda á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga verði ekki aukin.“ Þessi bókun var samþykkt með sex atkvæðum sveitarstjórnar- fulltrúanna Björgvins Helgason- ar oddvita, Hjördísar Stefánsdótt- ur, Jónellu Sigurjónsdóttur, Daní- els Ottesen, Brynju Þorbjörnsdótt- ur og Björns Páls Fálka Valsson- ar. Sjöundi fulltrúinn, Stefán Ár- mannsson, sat hjá. Sveitarstjórnin hafði í október síðastliðinn afgreitt ítarlegar at- hugasemdir til Umhverfisstofn- unar í umsögn vegna nýs starfs- leyfis og fyrirhugaðrar stækkun- ar álversins. Þar voru meðal annars settar fram kröfur um minni flúor- mengun, lýst efasemdum um rétt- mæti og trúverðugleika þess að ál- verið hefði sjálft eftirlit með eig- in mengun og fullyrt að viðbragðs- áætlun við mengunarslysum væri loðin. Stækkun álversins hefur ver- ið umdeild og meðal annars hef- ur Umhverfisvaktin við Hvalfjörð sent frá sér harðorð mótmæli vegna hennar. mþh Álver Norðuráls á Grundartanga. Harma að ekki hafi verið tekið tillit til ábendinga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.