Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 201622 þau hjónin á móti fólki sem hef- ur áhuga á að ferðast um heiminn með því að vinna fyrir fæði og hús- næði. Fengu þau tugi gesta á þeim tíma sem þau buðu heim. „Það má segja að búið hafi verið nokkurs konar gistiheimili á þessum tveimur árum,“ segir Bertha. Einnig taka þau að sér vefhönn- un og hefur Jay starfað við slíkt um langt skeið. „Ég er vefhönnuður. Hef sinnt þjónustu með einum eða öðrum hætti í 30 ár og alltaf verið í beinu sambandi við viðskiptavini,“ segir hann. Ætla þau sér að halda áfram að hanna vefi og telja það fara vel saman við rekstur gistiheimilis. „Ég sé um það sem er á bakvið, alla kóða og slíkt en Bertha sér meira um hönnun vefjanna og útlit. Mesta eft- irspurnin í þessum geira er á veturna þegar minna er að gera í ferðaþjón- ustu og öfugt. Við reiknum því með að þetta tvennt geti farið vel sam- an. Við gætum vissulega þurft að minnka örlítið við okkur í stórum verkefnum en við munum halda áfram að taka að okkur öll minni verkefni í vefhönnun, ekki spurn- ing,“ segir Jay. Aðspurð segja þau að nóg hafi verið að gera þann stutta tíma sem liðinn er frá því þau tóku við rekstri Borgarnes B&B. „Það hefur ver- ið mun meiri umferð en við átt- um von á. Við reiknuðum með smá lægð en það var mjög mikið að gera í desember,“ segir Bertha „og marg- ir sem bókuðu á síðustu stundu, lík- lega um 30 prósent gestanna,“ bætir Jay við. „Fullt var milli jóla og nýárs, eitthvað sem við áttum alls ekki von á. Hingað kom hópur yfir áramótin og fólkinu líkaði svo vel að það ætlar að gera þetta að árlegum viðburði,“ segir Bertha að lokum og brosir. kgk Svipmyndir af Bed and Breakfast í Borgarnesi. „Við vorum á leiðinni í Stykkis- hólm að skoða hentugt húsnæði fyrir okkur þar sem við gætum byrjað að reka gistiheimili. Fólk- ið gat ekki tekið á móti okkur fyrr en seinnipart dags, þannig að við ákváðum að panta gistingu í Borg- arnesi og duttum því niður á Borg- arnes B&B nánast af tilviljun,“ seg- ir Bertha Kvaran, sem nýlega tók við rekstri Borgarnes B&B ásamt manni sínum Jay Burton. „Ég og Inger Helgadóttir fórum að spjalla saman og ég sagði henni frá áform- um okkar hjóna. „Af hverju kaup- ið þið ekki bara af mér,“ spurði hún mig og tjáði mér að hún hefði áhuga á að selja. Við sváfum á þessu og daginn eftir yfir morgunnmatn- um ræddum við þetta frekar við Inger og í framhaldinu ákváðum við að slá til og kaupa þetta fallega hús,“ segir Bertha og brosir. Formlega tóku þau við rekstr- inum 1. desember síðastliðinn og láta vel af fyrstu vikunum og hafa orð á því hve staðsetning gisti- heimilisins sé góð. „Hér í Borgar- nesi er í raun allt nema spítali. Hér eru verslanir, góðir veitingastaðir, kaffihús og fleira. Svo er stutt að skreppa til Reykjavíkur ef þarf,“ segir hún. „Gistiheimilið er einn- ig á góðum stað í bænum. Hér er skjólgott og það mæðir ekki mik- ið á staðnum með tilliti til veðurs- ins almennt.“ Húsið þykir þeim fallegt, það þarfnist einhvers viðhalds eins og gengur en vel hafi verið stað- ið af því sem þegar hafi verið gert. „Ekki skemmir að hafa útsýni yfir Hafnarfjallið og sjóinn út um gluggann,“ bætir hún við og Jay tekur í sama streng. „Ég hitti mann úti í búð um daginn sem sagði mér að þetta væri besta húsið í Borgar- nesi. Ég dró nú heldur úr en sagði að já, líklega væri það með þeim bestu í bænum. „Nei, það allra besta,“ svaraði hann,“ segir Jay og hlær við. Gæði gamla kaupfélagsstjórabú- staðarins snúa ekki aðeins að stað- setningu og útliti. Innanstokks segja þau húsið henta mjög vel til reksturs gistiheimilis. „Inger hafði mjög gott innsæi gagnvart hönn- un og uppsetningu. Eldhúsið er til dæmis mjög vel heppnað, en það var endurnýjað fyrir nokkr- um árum síðan,“ segir hún. „Stof- an er stór og vel uppsett og her- bergin eru rúmgóð. Fólki virðist líka vel við rúmgóð herbergi,“ út- skýrir Jay. Ætla ekki að breyta miklu Þau segjast hafa tekið við góðu búi, umsagnir um Borgarnes B&B voru góðar og þjónustustigið hátt. „Í hug- um fólks eru gistiheimili nánast eins og hótel. Það væntir þess að boðið sé upp á morgunmat og vel sé hugs- að um það. Inger lagði mikið í hlut- ina og gerði virkilega vel við gestina. Hún nostraði við allt,“ segir Bertha. „Eftir að við tókum við hef ég stund- um verið hér langt fram á kvöld að strauja rúmföt og fleira en mér finnst það allt í lagi því ég hlakka til að bjóða fólki inn á herbergi. Þannig var þetta hjá Inger og þannig viljum við halda því. Það er óþarfi að breyta breytinganna vegna. Við ákváðum sem dæmi að halda áfram að styðja unga Borgnesinga með því að hýsa leikstjóra þá sem koma að leikstjórn fyrir Menntaskólann og ungmenna- félagið Skallagrím eins og Inger gerði,“ segir Bertha. Eitt hafi þau ákveðið að bæta eft- ir að hafa lesið umsagnir gesta var þráðlausa nettenging hússins og einnig að breyta um perur. „Netið náðist ekki alls staðar í húsinu svo ég kippti því í liðinn og jók hraðann á því í leiðinni,“ segir Jay. „Svo skipt- um við yfir í LED perur til að lækka rafmagnsreikninginn til lengri tíma. Það er það eina við munum eftir að hafi verið breytt,“ segja þau. Einnig segja þau mikinn kost að gistiheimilið hafi matsöluleyfi. „Það gerir okkur kleift að bjóða upp á há- degis- og kvöldverð ef aðstæður krefjast. Inger hafði skapað staðn- um gott orðspor fyrir að hýsa við- burði og einkasamkvæmi þar sem boðið er upp á mat. Slíkir hópar eru velkomnir og höfum við sem dæmi þegar haft hóp hér í jólamat í des- ember, sem er eitthvað sem get- ur verið gaman að taka að sér fyrir millistóra hópa í framtíðinni,“ segja þau. „En við munum auðvitað gæta þess að halda slík einkasamkvæmi ekki þegar herbergi eru í útleigu, af tillitsemi við gestina,“ bæta þau við. Nóg að gera í desember Þrátt fyrir að bæði séu þau að stíga sín fyrstu skref í ferðaþjónustu búa þau að reynslu sem þau telja víst að nýtist vel við reksturinn. Bertha var lengi kúabóndi að Miðhjálegu í Landeyjum og síðustu tvö árin tóku Bertha Kvaran og Jay Burton eru nýir eigendur Borgarnes B&B Festu kaup á gistiheimilinu eftir næturdvöl Bertha Kvaran og Jay Burton. Borgarnes B&B er staðsett í gamla kaupfélagsstjórabústaðnum við Skúlagötu 21 í Borgarnesi. Stjórnsýsluhús í hers höndum REYKHÓLAR: Viðamikl- ar endurbætur fara nú fram í Stjórnsýsluhúsi Reykhólahrepps við Maríutröð á Reykhólum. Af- greiðsla Landsbankans sem er þar alla jafnan á miðvikudögum hefur verið lokuð þennan mán- uð en verður opnuð á nýjan leik á mánudaginn eftir viku. Verið er að útbúa tvær skrifstofur úr rýminu hægra megin við inn- ganginn og lagfæra aðgengi fatl- aðs fólks inni í húsinu. Í haust var aðgengið inn í húsið lag- fært. Nú eru hurðagöt inn að af- greiðslunni víkkuð og jafnframt verða mjög rúmar dyr inn í báð- ar nýju skrifstofurnar. Tækifærið er notað til að gera við veggi og mála öll húsakynnin. Framveg- is verður skrifstofustjóri Reyk- hólahrepps í annarri nýju skrif- stofunni og jafnframt afgreiðsla Landsbankans einu sinni í viku, en Ágúst Már Gröndal gegnir báðum störfunum. Í hinni skrif- stofunni verða til skiptis María Játvarðardóttir félagsmálastjóri (á mánudögum) og María Maack fulltrúi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða (þriðjudaga, fimmtu- daga og föstudaga). Þetta kemur fram á Reykhólavefnum og þar má skoða myndir af atgangin- um. –mþh Átthaganám í boði SNÆFELLSNES: Símenntun- armiðstöðin á Vesturlandi býð- ur nú heimafólki á Snæfellsnesi upp á nám í áttahagafræði, stað- háttum, útivist, ferðamennsku, gestamóttöku, upplýsingaöflun og miðlun. Námið miðar með- al annars að því að skapa fólki tækifæri til atvinnusköpunar á sviði ferðaþjónustu. Námið er að hluta í fjarnámi og með þremur námslotum sem fara fram á mis- munandi stöðum á Snæfellsnesi. Innritunarfrestur er til 22. janú- ar (helga@simenntun.is). –mþh Réttindanám- skeið fyrir bændur DALIR: Búnaðarsamtök Vest- urlands og Vinnueftirlitið standa fyrir námskeiði í næstu viku sem ber heitið „Vinnuverndar- og réttindanámskeið fyrir bænd- ur.“ Eins og nafnið bendir til er námskeiðið ætlað bændum og þeim sem vinna við búskap en er einnig opið öðrum áhuga- sömum. Það veitir réttindi til að taka verklegt vinnuvélapróf á dráttarvélar, liðléttinga og ýmsar minni gerðir vinnuvéla í réttindaflokki „I“ og lyfturum í flokki „J“, þar með talið skot- bómulyftara. Námskeiðið er hefðbundið vinnuvélanámskeið en aðlagað að bændum. Einn- ig verður fjallað um gerð áætl- unar um öryggi og heilbrigði (áhættumat starfa) á vinnustað. Námskeiðið verður haldið í Leifsbúð í Búðardal 26. og 27. janúar frá kl. 10:00-17:00 báða dagana. Kostnaður er 38.900 krónur og innifalin er bókleg kennsla, kennslugögn, veiting- ar og bóklegt próf. Nánari upp- lýsingar eru veittar á skrifstofu Búnaðarsamtaka Vesturlands. -mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.