Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2016 13 Meðan við bjuggum þarna eignaðist ég yngri bróður, Kristján. Einhvers staðar er það skráð á opinbera papp- íra að hann sé fæddur í Félagsheim- ilinu Dalabúð,” segir Sæmundur. Þegar hann horfir til baka og veltir fyrir sér skemmtanalífinu í Dalabúð brosir hann við og segir: „Áður fyrr var maður alltaf með þeim síðustu út á skemmtunum. Það verður bara að koma í ljós hvort maður verði með þeim síðustu út í ár.“ sm Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 www.kemi.is - kemi@kemi.is Fyrir börn - Fyrir fullorðna - Fyrir fagmenn Sæmundur Grétar Jóhannsson fer heldur ótroðnar slóðir þegar hann fagnar sextugsafmæli sínu næstkom- andi laugardag, 23. janúar. Það hitt- ir þannig á að sama dag er þorra- blót Laxdæla haldið í félagsheimilinu Dalabúð og ákvað Sæmundur að slá tvær flugur í einu höggi, fagna tug- unum sex á þorrablóti og taka þátt í gleðinni með því að greiða niður miðaverð að hálfu og gefa þannig til samfélagsins. Að sögn Sæmundar var löngu ákveðið að halda upp á áfang- ann og þegar dagsetningin hitti svona vel á blót var ákveðið að hans nánustu fögnuðu með honum á þorrablóti. „Ég hafði alltaf hugsað mér að halda upp á afmælið og gert ráð fyr- ir veislu og veislusal. Það má segja að ég hafi séð mér leik á borði að fá skemmtiatriði í kaupbæti,“ segir Sæ- mundur brosandi. „Mínir nánustu sitja með mér til borðs og fagna með mér; Kolbrún Rut dóttir mín, for- eldrar og systkini og eitthvað af þeirra börnum,“ segir Sæmundur sem jafn- framt gerir ráð fyrir að njóta skemmt- unarinnar með fjölmörgum vinum og kunningjum úr samfélaginu sem gjarnan mæta á blót. „Fyrir þorra- blót verð ég með opið hús á Dala- koti þar sem ég býð ættingjum, vin- um og kunningjum upp á fordrykk milli klukkan 18:00 og 19:30,“ bætir Sæmundur við. Hefur mætt á öll blót fyrir utan eitt Sæmundur hefur góða reynslu af því að starfa í þorrablótsnefndum en a.m.k. fimm sinnum hefur hann verið í því hlutverki fyrir þorrablót Laxdæla. Eftir að hann fór að mæta á þorrablótin hefur hann einungis einu sinni misst af blóti. „Ég fer allt- af á blót fyrir utan eitt skipti sem ég missti úr. Ekki man ég hvað ég var að gera þetta eina skipti sem ég sat hjá. Þetta er góð skemmtun og mest gam- an þykir mér ef það eru verulega góð skemmtiatriði, hnitmiðuð og gerð á réttmætan hátt þar sem fólkið í sam- félaginu fær sína umfjöllun,“ segir Sæmundur. „Eitt árið náði ég að fara á öll blót- in í Dölum; í Búðardal, Árbliki, Stað- arfelli og Tjarnarlundi. Þar að auki fór ég á þorrablót Vegagerðarinnar í Borgarnesi en það var daginn fyr- ir blótið í Búðardal.“ Þegar Sæmund- ur var spurður hvort hann hefði ekki fengið nóg af þorramatnum var því svarað neitandi: „Ég fæ aldrei nóg af þorramat.“ Er virkur í ýmsum störfum í samfélaginu Sæmundur starfar hjá Vegagerðinni í Búðardal en í gegnum árin hefur hann haft ýmis önnur verkefni á sinni könnu. Hann hleypur í skarðið þegar menn vantar í sjúkraflutninga og hef- ur gert það frá árinu 2000. Sæmund- ur er einn af þremur slökkviliðsstjór- um Dalabyggðar en þeir skipta með sér vöktum og tekur hver þeirra viku í senn. Einnig er Sæmundur í Björg- unarsveitinni Ósk og meðlimur í Lionsklúbbi Búðardals en þar hefur hann í tvígang tekið að sér að sitja í stjórn. Í gegnum tíðina hefur hann tekið að sér ýmis önnur verkefni í samfélaginu, t.d. starfað í stjórnum hjá Rauða kross deild Búðardals og í Ungmennafélaginu Óafi Páa. Bjó í Félagsheimilinu Dalabúð Sæmundur er fæddur á Neðri-Brunná í Saurbæ en alinn upp á Efri-Múla frá eins árs aldri. Þegar hann var níu ára fluttist fjölskyldan í Búðardal og bjó næstu þrjú árin í Félagsheimilinu Dalabúð eða þar til foreldrar hans hófu búskap á bænum Ási skammt frá Búðardal. „Þegar við fluttum í Búðardal bjuggum við í Félagsheim- ilinu Dalabúð. Í þeim hluta sem nú hýsir tónlistardeild Auðarskóla voru íbúð og Búnaðarbankinn. Pabbi fékk vinnu í bankanum við stofnun hans og leigði íbúðina þar við hliðina á. Heldur upp á sextugsafmælið og niðurgreiðir þorrablótsmiða Laxdæla um helming Sæmundur Grétar Jóhannsson heldur með stæl upp á afmælið sitt á laugardag- inn. Eygló Harðardóttir félags- og hús- næðismálaráðherra og Sveinn Krist- insson, formaður Rauða kross Ís- lands hafa undirritað samning sem kveður á um hlutverk RKÍ varðandi móttöku, aðstoð og stuðning við sýr- lenska flóttafólkið sem væntanlegt er til landsins frá Líbanon í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Kostnaður vegna samn- ingsins nemur 41 milljón króna. Mót- taka flóttafólksins felur í sér formlegt samstarf milli velferðarráðuneytis- ins, mótttökusveitarfélaganna, þ.e. Akureyrarkaupstaðar, Hafnarfjarð- arbæjar og Kópavogsbæjar og RKÍ, þar sem hver aðili gegnir skilgreindu hlutverki við móttöku flóttafólksins, þjónustu við það og stuðning. Meginhlutverk RKÍ samkvæmt samningnum í umboði velferðar- ráðuneytisins er að hafa umsjón með stuðningsfjölskyldum flóttafólksins, undirbúa íbúðir flóttafjölskyldna fyr- ir komu þeirra og aðstoða þær við að koma sér upp nauðsynlegu innbúi, veita almenna liðveislu, gæta hags- muna fólksins og veita því aðstoð við alþjóðlega leitarþjónustu fyrir flótta- fólk ef þess gerist þörf. RKÍ skal einn- ig taka þátt í fræðslu- og kynningar- starfi fyrir samstarfsaðila verkefnisins í samvinnu við samstarfshópinn. mm Samningur um aðkomu Rauða krossins að móttöku flóttafólks Sorg er eðlileg í kjölfar ástvinamissis en oft gerist það að sá sem syrgir á ertt með að vinna sig til sáttar í sorgarferlinu. Sorgin hefur ólíkar birtingarmyndir en einkenni geta verið líkamleg, tilnningaleg, hugræn og félagsleg. Markmið námskeiðsins er að hjálpa þátttakendum að draga úr vanlíðan sem fylgir sorginni og nna leiðir til að auka jákvæð bjargráð í erðum aðstæðum. Lögð verður áhersla á fræðslu og leiðir til að vinna með sorgina, heildræna nálgun, slökun og hugleiðslu. Að auki verður boðið upp á hælega hreyngu og útivist í fallegu umhver. Innifalið er gisting, hollur og góður matur, aðgangur að líkamsrækt, sundlaugum og baðhúsinu Kjarnalundi. Umsjón er í höndum Bryndísar Einarsdóttur sálfræðings ásamt hópi fagfólks Heilsustofnunar. Verð á mann: 130.000 kr. (123.500 í tvíbýli) Sorgin og líð Vikudvöl fyrir þá sem hafa orðið fyrir ástvinamissi dagana 21.-28. febrúar eða 17.-24. apríl 2016. Grænumörk 10 - Hveragerði - heilsustofnun.is Nánari upplýsingar í síma 483 0300 eða heilsa@heilsustofnun.is Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.