Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2016 19 Viðskiptavinir Veitna geta nú skoðað álagningu vatns- og fráveitugjalda á Mínum síðum á veitur.is. Við höfum ákveðið að hætta útsendingu álagningar- seðla sem er í samræmi við stefnu okkar um að minnka notkun pappírs og auka veg rafrænnar birtingar. Þú getur skráð þig inn á Mínar síður eftir þremur leiðum Með lykilorði sem hægt er að fá sent í rafræn skjöl í heimabanka Á Mínum síðum getur þú m.a. séð alla reikninga þína hjá Veitum og fylgst með orkunotkun þinni á myndrænan hátt. Við hvetjum þig til að skrá þar inn netfang og símanúmer svo við getum haft samband, t.d. vegna bilana eða rekstrartruflana í þínu hverfi. Rafræn birting álagningarseðla og reikninga Gjalddagar eru níu, sá fyrsti 2. febrúar og sá síðasti 3. október. Þeir sem fá álagningu í fyrsta skipti fara sjálfkrafa í netgreiðslur og geta greitt reikninga í heimabanka. Viðskiptavinir sem eru 67 ára og eldri fá þó heimsenda álagningarseðla og greiðsluseðla. Hægt er að breyta greiðslumáta á veitur.is eða hjá þjónustuveri okkar í síma 516 6000. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 6- 01 58 Álagning vatns- og fráveitugjalda 2016 Veitur eru dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og hafa séð um rekstur hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu á þjónustusvæði fyrirtækisins frá því að OR var skipt upp 1. janúar 2014. Nánari upplýsingar um þjónustu okkar má finna á veitur.is Um áramótin sameinuðust upplýs- ingatæknifyrirtækin Premis, Omn- is og Netvistun undir nafni Premis. Á síðasta ári hafði Omnis selt versl- unarrekstur sinn og munu tvær af þeim verslunum halda Omnis nafn- inu áfram. Starfsmenn Omnis og Netvistunar eru nú fluttir í hús- næði Premis í Hádegismóum 4 í Reykjavík. Premis er einnig með þrjá tæknimenn starfandi á Akra- nesi og er skrifstofuaðstaða þeirra við Bakkatún í húsnæði Skagans. Premis mun byggja á tveimur meg- in stoðum sem verða tölvuþjónusta, kerfisrekstur og hýsing annars veg- ar og hugbúnaðarlausnir og vefsíð- ugerð hins vegar. Kristinn Elvar Arnarsson, fram- kvæmdastjóri Premis, leiðir sam- einað félag. Hann telur mik- il tækifæri felast í sameiningunni. Í tilkynningu segir að Omnis hafi mikla reynslu í nýtingu skýjalausna en að Premis sé aftur á móti með öfluga hýsingarþjónustu. „Við telj- um að lausnir framtíðar felist í að tvinna saman hagkvæmni skýja- lausna við hýsingu þeirra kerfa sem þurfa nálægðina.“ Kristinn nefnir ennfremur að með samein- ingu Netvistunar við Premis verði til annar stærsti vefhýsingaraðil- inn á landinu, talið í fjölda hýstra léna. mm Omnis og Premis í eina sæng Kristinn Elvar Arnarsson framkvæmdastjóri sameinaðs félags og Bjarki Jó- hannesson, stjórnarformaður Omnis, handsala sameininguna. voru kúasýningar eins og fegurðar- samkeppnir. Menn mættu með háls- bindi, í jakkafötum og með hatt. Það eru til stórkostlegar ljósmyndir af þessu. Svona sýningar heyra sög- unni til þó kvígur séu enn dæmd- ar og jafnvel veitt verðlaun fyrir bestu gripina. Hér á Nautastöðinni veitum við líka alltaf verðlaun fyrir besta naut úr hverjum árgangi. En við sjáum að kýrnar eru bæði stærri og afurðameiri. Júgurgerðin hef- ur líka breyst. Þegar mjaltaróbót- arnir komu fyrst þá höfðu sumir áhyggjur af því að júgur- og spena- gerð íslensku kúnna væri þannig að ekki væri hægt að nota slíka sjálf- virkni en það reyndust ástæðulaus- ar áhyggjur. Skapferli gripanna er miklu betra heldur en það var. Það er búið að leggja mikið í þá rækt- un.“ Heilt yfir þá hefur íslenska kýrin staðið sig vel í að mæta nútímanum og því er ekki síst að þakka starf- semi Nautastöðvarinnar. mþh/ Ljósm. úr safni Nautastöðv- arinnar. Guðrún Bjarnadóttir á rannsóknastofunni þar sem tekið er við sæðinu, það greint og blandað. Litlu nautkálfarnir koma víða af landinu og hafa það huggulegt í hálminum í Nautastöðinni. Gangi allt að óskum geta þeir komist í hóp framtíðar ættfeðra íslenska kúastofnsins. Hér á mynd eru þeir Strompur, Krani og Skorri. Önnur umferð í Spurningakeppni Snæfellsbæjar fór fram síðastlið- ið föstudagskvöld í Röst á Hellis- sandi. Þar kepptu lið frá Hraðbúð- inni og Átthagastofu Snæfellsbæjar sem bæði stóðu sig mjög vel. Þessi umferð keppninnar var ekki síðri en sú fyrsta og var hún mjög jöfn fram- an af. Í lokin var það þó lið Átthag- astofu sem hafði vinninginn. Það er óhætt að mæla með þessari skemmt- un og ekki er málefnið síðra sem þær Lionskonur ætla að styrkja með ágóð- anum af þessari keppni. En þær hafa ákveðið að allur ágóði af Spurninga- keppni Snæfellsbæjar renni til Smiðj- unnar sem staðsett er að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík. Því er um að gera að fjölmenna á næstu keppni sem verð- ur 20. febrúar næstkomandi og þá fara fram tvær umferðir og munu fjögur lið keppa. Húsið verður opn- að klukkan 20:00 og keppnin hefst klukkan 20:30. þa Lið Átthagastofunnar hafði betur í annarri umferð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.