Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2016 17 fær líka að kynnast íslenskri menn- ingu, ekki síst því sem snýr að mat- aræðinu. „Það er ýmist gist í fjalla- kofum, félagsheimilum, gististöð- um, eða hérna heima á Oddsstöð- um. Það er hluti af upplifuninni að bjóða fólki upp á að búa á alvöru íslenskum sveitabæ. Guðbjörg er meira að segja farin að bera fyrir fólkið íslenskan mat,“ segir Oddur og lítur til konu sinnar. „Við köllum það íslenskt kvöld. Ég átti alltaf svið og slátur og þess háttar í frystikist- unni, mat sem maður notaði ekkert á sumrin. Ég var stundum að velta því fyrir mér hvernig ég gæti nýtt þetta. Eitt sinn var hér hópur með Íslend- ingum sem voru búsettir erlendis og þeim langaði svo í svið og slátur með- an þau væru á landinu. Ég ákvað að prófa að bera þetta á borð; svið, slát- ur, hrossabjúgu, tvíreykt hangikjöt, harðfisk, hákarl, jafnvel súran hval, síld, lax, hveitikökur og flatkökur, brennivín og þar fram eftir götun- um. Búa til eina svona kvöldveislu í hverri hestaferð, hálfgert þorrablót. Þetta hefur gert stormandi lukku þó um hásumar sé. Útlendingarnir eru stórhrifnir,“ segir Guðbjörg. „Mesta karlmennskubragðið þykir þeim að borða augað úr sviðunum. Þau þykja minnst árennileg,“ segir Oddur og hlær dátt. Margir möguleikar í framtíðinni Þau Oddur og Guðbjörg á Odds- stöðum hyggjast nú fara að hægja aðeins á í öllu þessu ati. „Við eig- um fjögur börn, en Oddur á son fyr- ir, Jörgen sem búsettur er á Akur- eyri ásamt fjölskyldu. Hann starf- ar hann hjá Saga Travel. Elsti son- urinn Ólafur Ágúst býr í Reykjavík og stundar nám við Háskóla Reykja- víkur og Ragnar Finnur ásamt fjöl- skyldu, er kúabóndi á Suðurlandi. Sigurður Hannes sá næst yngsti er í vélvirkjanámi norður í Skagafirði, Denise unnusta hans er í hestafræði- námi á Hólum. Yngsta barnið okk- ar, Sigurborg Hanna er að klára Bú- vísindadeildina á Hvanneyri í vor. Kannski vilja einhver barna okk- ar taka við, annars vitum við ekk- ert hvort þau vilji taka þessar löngu hestaferðir. Þær eru eins og ég sagði erfiðar á sinn hátt þó þeim fylgi líka mikil ánægja.“ Oddsstaðahjón hafa fulla trú á framtíðinni. Margt jákvætt eigi sér stað sem gefi færi á nýjum mögu- leikum. „Framtíðin í Lundarreykja- dal er björt, hingað vill unga fólkið koma, setjast að og taka þátt í sam- félaginu. Við höfum trú á því að um- ferðin fari að aukast hér um Lund- arreykjadalinn. Vegabætur eru hafn- ar sunnavert í dalnum. Þar er verið að lengja kaflann með bundnu slit- lagi. Svo horfum við til þess að fé hefur verið sett í endurbætur á veg- inum um Uxahryggi meðal annars með bundnu slitlagi. Þetta mun án efa leiða til þess að umferðin eykst og fleiri ferðamenn koma þessa leið milli Suðurlands og Vesturlands. Það eru margir möguleikar í myndinni núna. Við sjáum fyrir okkur áfram- haldandi hestatengda starfsemi hér á búinu. Hér á Oddsstöðum er komin góð aðstaða fyrir tamningar og reið- kennslu og aðra fræðslu sem teng- ist hestamennskunni, meðal annars 900 fermetra reiðskemma. En það er í þessu eins og öðru að það skipt- ir öllu máli að vanda sig.“ mþh Íbúðarhúsið á Oddsstöðum þar sem Oddur og Guðbjörg búa en ferðamenn dveljast í á sumrin. Farið yfir Hvítárbrúna. Logi frá Oddsstöðum var hæst dæmdi fimm vetra stóðhestur á Vesturlandi 2015, með aðaleinkunn 8,55. Sýnandi er Jakob Svavar Sigurðsson. Bjarki Þór Gunnarsson úr Borg- arnesi er með BS-gráðu í reið- mennsku og reiðkennslu frá Há- skólanum á Hólum í Hjaltadal. Þaðan lauk hann námi vorið 2014. Nú starfar hann við tamningar og annað sem tengist hestum á búinu á Oddsstöðum í Lundarreykja- dal. „Námið á Hólum var frábært. Þarna var þéttur kjarni af fólki með sama áhugamál, fólk alls staðar að, bæði víðs vegar af landinu og utan úr heimi. Þarna kynntist ég mínum bestu vinum í dag og lærði heil- mikið,“ segir Bjarki. Námið á Hól- um stóð í þrjú ár. „Í beinu fram- haldi var mér boðin vinna á Sindra- stöðum á Lækjamóti við Hvamms- tanga þar sem Ísólfur Líndal Þór- isson og fjölskylda hafa byggt upp mjög flotta hestamiðstöð. Þar var ég þangað til í október – nóvember 2014 að ég fór á hrossaræktarbúið Fet við Hellu. Þar var ég í tæpt ár og kom svo aftur hingað að Odds- stöðum í Lundarreykjadal. Hér er mjög gott að vera.“ Úr trésmíðinni í hestana Bjarki segir að hestaáhuginn hafi kviknað strax þegar hann var strák- ur. „Ég er fæddur og uppalinn í Borgarnesi. Móðir mín er fædd og uppalin í Borgarnesi og pabbi er frá Akureyri en á ættir sínar að rekja að Vatnsenda í Skorradal. Þau voru samt aldrei neitt í hestunum, ég hef hestaáhugann ekki beint frá þeim. Þetta hófst á því að ég fór á hestanámskeið heima í Borgarnesi þegar ég var átta eða níu ára gam- all. Í framhaldinu fór Bjarni Guð- jónsson, sem var með námskeiðið, að bjóða mér að koma með að sinna hestunum. Ég hjálpaði honum og fékk að ríða út í staðinn. Ég keypti svo minn fyrsta hest af Bjarna þeg- ar ég var fjórtán ára gamall. Það er mér hugfangið að koma á framfæri þökkum til alls þess fólks sem hefur aðstoðað mig á einn eða annan hátt á vegferð minni í hestamennskunni.“ Eftir uppvöxtinn í Borgarnesi lágu leiðir Bjarka í framhaldsskóla út á Akranes. „Ég fór í Fjölbrautaskóla Vesturlands, þar sem ég lærði tré- smíði og lauk því námi. „Afi minn og frændi áttu trésmíðafyrirtækið Nýverk ehf. í Borgarnesi. Ég fór á samning þar og taldi mig heppinn því þetta var í kringum efnahags- hrunið. Ég kláraði svo samninginn og sveinsprófið hjá þeim. Ég taldi það mér í hag að hafa aðra mennt- un á bakinu og bætti einnig við mig meiraprófinu. Samt sem áður strax að loknu sveinsprófi lagði ég hamarinn svo til á hilluna. Reynd- ar fyrir utan smíðavinnu í Græn- landi á sumrin milli anna í skólan- um. Þegar ég var í iðnnáminu fór ég svo á helgarnámskeið hjá Reyni Aðalsteinssyni á Hvanneyri. Finnst mér mikil forréttindi að hafa feng- ið að leggja stund á nám hjá honum. Það voru mjög vinsæl en lítið þekkt námskeið sem kölluð voru „Reið- maðurinn.“ Svo kom ég svo hing- að að Oddsstöðum og var hér vetr- armaður við búið í einn vetur. Eftir allt þetta varð ekki aftur snúið og ég fór í námið á Hólum.“ Hefur hug á námskeiðahaldi Hestarnir eiga hug Bjarka allan í dag. „Þetta verður minn starfs- vettvangur hér eftir. Það er gam- an að geta unnið við áhugamál- ið sitt. Draumurinn er að vera með sjálfstæðan atvinnurekstur í hestamennskunni og stefnum við á það ég og kærasta mín Per- nille Lyager Möller. Það á alveg að vera hægt að lifa af þessu og tækifærin eru vissulega til staðar. Ég bý auðvitað að minni mennt- un. Það eru til dæmis möguleikar í reiðkennslunni og mig langar að fara meira út í hana. Við ætlum að byrja hér á Oddsstöðum nú í vetur að bjóða upp á reiðnám- skeið, bæði einkatíma og svo fyr- ir hópa. Hér er mjög góð aðstaða til þess. Við héldum reyndar tvö námskeið hér sem gengu mjög vel. Þau voru bæði vel sótt og ánægjuleg. Þetta geta þá til dæm- is verið helgarnámskeið og fólk haft hrossin hér. Það er mjög góð aðstaða fyrir slíkt.“ Í liðinni viku var Bjarki Þór svo valinn í keppnislið í nýstofn- aðri Vesturlandsdeild. „Þetta er Vesturlandsdeildin sem tel- ur 18 knapa, í sex liðum þar sem þrír eru í liði. Einnig verður gef- inn kostur á að sækja sér utanað- komandi knapa til að auka hesta- kost og samkeppnina. Það verður keppt fjögur kvöld í fimm keppn- isgreinum. Fyrsta keppnin verð- ur 5. febrúar. Þá verður keppt í fjórgangi í Faxaborg í Borgar- nesi. Spennandi vetur í vænd- um hjá okkur hér á Oddsstöðum. Svo er landsmót hestamanna 27. júní til 3. júlí á Hólum í Hjalta- dal nú í sumar. Það er alltaf gam- an á landsmótsári og mikið um að vera,“ segir Bjarki hress í bragði. mþh Reiðkennari úr Borgarnesi býður nú upp á námskeið á Oddsstöðum Bjarki og Bráinn í reiðskemmunni á Oddsstöðum. Bjarki Þór situr hér stóðhestinn Bráinn frá Oddsstöðum sem hann er nú að þjálfa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.