Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 3. tbl. 19. árg. 20. janúar 2016 - kr. 750 í lausasölu Framtíðin er full af möguleikum Traust fjármálaráðgjöf leggur grunn að farsælli framtíð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 5 -0 0 5 0 Coldfri munnúði Fluconazol ratiopharm - við kvefi og hálsbólgu Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Næstu sýningar SK ES SU H O R N 2 01 6 Laugardaginn 23. janúar kl. 20:00 Sunnudaginn 24. janúar kl. 16:00 Laugardaginn 13. febrúar kl. 20:00 Þorrahlaðborð sama kvöld, hefst kl. 18:00 Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Síðdegissólin og einkum sólsetrið við sjávarsíðuna hefur verið afar fallegt undanfarna daga hér við vestanvert landið. Þessa mynd tók Sigurður Aðalsteinsson í fjörunni í Hvalfirði, skammt fyrir neðan Saurbæ og Hótel Glym, síðdegis á mánudaginn. Geislar sólar böðuðu fjörðinn og fjöllin rósrauðum ævintýrablæ í miðsvetrarblíðunni. Nú líður að því að Vesturlands- deildin í hestaíþróttum rúlli af stað. Fyrsta mótið verður föstudagskvöld- ið 5. febrúar í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi. Stofnun Vesturlands- deildarinnar hefur verið í farvatninu undanfarin ár en undirbúningsnefnd var sett saman á haustmánuðum og nú er tekin við önnur nefnd sem sér um framkvæmd mótanna. „Í stuttu máli er Vesturlandsdeild- in tvíþætt stigakeppni í Hestaíþrótt- um, það er bæði einstaklings- og liðakeppni. Keppt er í fimm grein- um hestaíþrótta á fjórum kvöldum í febrúar og mars. Skráðir eru til leiks 24 knapar sem mynda sex fjögurra manna lið. Þrír keppendur úr hverju liði mæta til leiks í hverri grein. Óhætt er að segja að deildin saman standi af sterkustu knöpum svæðis- ins og því mikil veisla framundan í Faxaborg,“ segir í tilkynningu frá Vesturlandsdeildinni. Keppniskvöldin eru sem hér seg- ir og áætlað er að keppni hefjist öll kvöldin klukkan 19.00. Föstudaginn 5. febrúar verður keppt í fjórgangi. Föstudaginn 19. febrúar í fimmgangi og fimmtudaginn 11. mars í fimm- gangi. Miðvikudaginn 23. mars, daginn fyrir skírdag, verður keppt í gæðingafimi og fljúgandi skeiði,“ að sögn Arnar Ásbjörnssonar sem sæti á í framkvæmdanefnd mótsins. mm Líður að fyrstu keppni í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum Svipmynd frá Vesturlandssýningu í Faxaborg. Hér taka vestlenskar valkyrjur hrossin til kostanna. Undanfarna daga hefur verið góð- ur afli hjá þeim bátum sem róa frá höfnum í Snæfellsbæ. Pétur Boga- son hafnarvörður segir í samtali við Skessuhorn að aflabrögð hafi auk- ist jafnt og þétt síðustu daga. Neta- báturinn Bárður SH kom með um 24 tonn að landi á mánudagskvöld en þeir tvílönduðu og á sunnudag var aflinn um 21 tonn. Dragnótar- bátar hafa einnig verið með ágætan afla að sögn Péturs. Til dæmis var Sveinbjörn Jakobsson SH með tæp 14 tonn á mánudag og þar af voru rúmlega átta tonn af kola. Línu- bátar gera það einnig gott og seg- ir Pétur og afli þeirra fari í tíu tonn yfir daginn, en góður afli hafi ver- ið í byrjun mánaðarins þar sem afl- inn fór upp í 20 tonn og var algjört mok hjá þeim línubátum sem lengst sóttu á miðin. Að lokum gat Pétur þess að 21 bátur landi þessa dagana í Ólafsvík og sé nóg að gera hjá öll- um. af Ágæt veiði báta í Snæfellsbæ Pétur Pétursson skipsverji á Bárði SH sem landaði 24 tonnum á mánudagskvöld, en aflinn fékkst í aðeins fjórar trossur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.