Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 24.02.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 20168 Segja framhjá sér gengið LANDIÐ: Stjórn Svínarækt- arfélags Íslands lýsir vonbrigð- um sínum með niðurstöð- ur búvörusamninga í fréttatil- kynningu. Helstu ástæður þess segja þeir að í búvörusamn- ingunum, sem gilda til 10 ára, eru framlög til uppbyggingar svínabúa samtals 440 milljónir króna. Þetta eru jafnframt einu framlög ríkisins til greinarinn- ar samkvæmt búvörusamning- unum. „Þetta er ekki í neinu samræmi við stuðning til svína- ræktenda í nágrannalöndum okkar, þar sem yfirvöld hafa gert sambærilegar kröfur um aðbúnað. Óháðir sérfræðing- ar telja að kostnaður við nauð- synlegar breytingar til að upp- fylla ákvæði nýrrar reglugerð- ar um aðbúnað í svínarækt sé 2,5 – 3,2 milljarðar króna. Með íþyngjandi reglugerð um að- búnað, auknum heimildum til innflutnings á svínakjöti frá og með 2017 og nú síðast nýjum búvörusamningum er vegið al- varlega að rótum svínaræktar á Íslandi,“ segir stjórn Svína- ræktarfélagsins. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 13. - 19. febrúar Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 6 bátar. Heildarlöndun: 37.367 kg. Mestur afli: Akraberg ÓF: 10.370 kg í tveimur löndun- um. Arnarstapi 1 bátur. Heildarlöndun: 10.362 kg. Mestur afli: Bárður SH: 10.362 kg í einni löndun. Grundarfjörður 8 bátar. Heildarlöndun: 360.529 kg. Mestur afli: Geir ÞH: 124.218 kg í sjö löndunum. Ólafsvík 21 bátur. Heildarlöndun: 558.466 kg. Mestur afli: Bárður SH: 65.911 kg í sex löndunum. Rif 16 bátar. Heildarlöndun: 447.620 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 66.362 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur 8 bátar. Heildarlöndun: 165.929 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 77.852 kg í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 64.419 kg. 16. febrúar. 2. Örvar SH - RIF: 59.034 kg. 15. febrúar. 3. Grundfirðingur SH - GRU: 52.463 kg. 15. febrúar. 4. Helgi SH - GRU: 51.794 kg. 14. febrúar. 5. Farsæll SH - GRU: 47.753 kg. 14. febrúar. Ráðist gegn kennitöluflakki ALÞINGI: Ríkisskattstjóri hefur áætlað að skattaundanskot vegna kennitöluflakks geti numið um 80 milljörðum króna á ári. Þetta er ámóta upphæð og nemur kostn- aði við byggingu nýs Landspítala – og það á hverju ári. Þingmenn og ráðherrar hafa haft stór orð um þá meinsemd sem kennitöluflakk er, en minna hefur þó verið minna um athafnir hjá þeim. Nú hefur alþing- ismaðurinn Karl Garðarsson (B) boðað að lagt verði fram lagafrum- varp. Það gerir hann ásamt þing- mönnum úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki. Frumvarpið kveð- ur á um að stjórnarmenn og fram- kvæmdastjórar megi ekki á síðustu þremur árum hafa verið í forsvari fyrir tvö félög eða fleiri sem orð- ið hafa gjaldþrota. „Þetta er fyrsta raunverulega atlagan sem gerð er gegn kennitöluflakki, þar sem hóp- ur manna hefur stundað misnotk- un á þeirri takmörkuðu ábyrgð sem felst í félagaforminu,“ segir Karl. Hann segir þessa kröfu á hendur stjórnendum vissulega vera íþyngj- andi, en þó nauðsynlegt með tilliti til þeirra hagsmuna sem fyrir hendi eru. „Stundum er nauðsynlegt að setja skorður á frelsið, sérstaklega ef hagmunir þorra almennings eru þess eðlis. Atvinnufrelsisákvæði 75. gr. stjórnarskrár opnar einnig fyrir þann möguleika,“ segir Karl. –mm Enn án hraðbanka HELLISSANDU: Enn hefur ekki verið settur upp hraðbanki á Hellissandi en á síðasta ári bilaði sá sem var og var tekinn niður. Frétta- ritari hafði í október samband við Landsbankann og spurði út í hve- nær nýr hraðbanki væri væntan- legur. Fékk hann þau svör að ver- ið væri að panta nýjan og því raun- hæft að hann yrði kominn á sinn stað í byrjun ársins. Nú eru um það bil tveir mánuðir liðnir af árinu og ekkert bólar á hraðbankanum. Eru íbúar á Hellissandi óánægðir með stöðu mála, en eins og staðan er núna er eingöngu hraðbanki í and- dyri útibús Landsbankans í Ólafs- vík. –þa Loðnukvótinn ekki aukinn LANDIÐ: Allar horfur eru á að loðnuvertíðin verði stutt að þessu sinni. Útgefinn kvóti til íslenskra skipa er ekki nema 100 þúsund tonn og hefur Hafrannsókna- stofnun mælt gegn því að endan- legur kvóti verði aukinn á vertíð- inni. Einungis koma því rúmlega 18.000 tonn af loðnu í hlut Vík- ings og Venusar NS, skipa HB Granda, á vertíðinni. –mm Opnað fyrir umsóknir BIFRÖST: Háskólinn á Bifröst hefur opnað fyrir umsóknir og fer skráning fram á heimasíðu há- skólans. Skólinn býður nemend- um upp á fjölmargar námsbrautir í grunn- og meistaranámi á sviði viðskipta, lögfræði, heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði, bæði í fjarámi og staðnámi. Við skól- ann er einnig boðið uppá aðfarar- nám sem og fjölbreytt námsúrval á sviði símenntunar. „Háskólinn á Bifröst tekur þátt í Háskóladegin- um 5. mars næstkomandi og eru allir þeir sem vilja kynna sér nám við Háskólann á Bifröst hvattir til að líta við,“ segir í tilkynningu. –mm Mikið hefur snjóað undanfarið í Snæfellsbæ og víðar á nesinu. Hafa mokstursvélar haft í nógu að snú- ast meðal annars í Ólafsvík. En eitthvert þarf snjórinn auðvitað að fara og hefur honum verið ýtt upp á hinum ýmsu stöðum og þannig myndast hin myndarlegustu snjó- fjöll. Mikilvægt er að vegfarendur sýni aðgát í kringum þessa staði því bæði geta þau byrgt útsýni og þar geta einnig verið börn að leik. þa Myndarleg snjófjöll verða til Bæjarráð Akraneskaupstaðar hefur falið Regínu Ásvaldsdóttur bæjar- stjóra á Akranesi að hefja viðræður við Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar um kaup á húsinu Suðurgötu 62. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs frá 11. febrúar sl. Akra- neskaupstaður á þriggja hæða íbúð- arhús við Suðurgötu 64 og stendur til að það hús verði rifið, en gildandi skipulag gerir ráð fyrir því að þarna rísi ný bygging sem hafi tengsl við torgið og umhverfið í kring. Bæjar- ráð hefur því samþykkt að gera verð- könnun um niðurrif á Suðurgötu 64 og hefur óskað eftir að skipulags- og umhverfisráð komi með tillögu að bráðabirgðalausn um ásýnd svæðis- ins, m.a. með tilliti til skjóls á Akra- torgi. grþ Bærinn vill kaupa fleiri hús við Akratorg Húsin við Suðurgötu 62 og 64. Framkvæmdir eru fyrirhugaðar í kirkjugarði Akraness í Görðum að sögn Sigurðar Páls Harðarson- ar sviðsstjóra umhverfis- og skipu- lagssviðs Akraneskaupstaðar. „Ekki er um að ræða stækkun garðsins í þeirri framkvæmd heldur erum við að tala um fyllingar í hluta hans til að gera garðinn grafartækan,“ segir Sigurður Páll. Líkt og Skessuhorn greindi frá í fyrra, kom í ljós að nú- verandi grafreitur í kirkjugarðinum dugar mun skemur en áætlað hafði verið. Hluti garðsins reyndist ekki grafartækur en það kom í ljós þeg- ar dýptarmæling á svæðinu sýndi hæðarlegu klappar miðað við nú- verandi land og í ljós kom að hún er það ofarlega að ekki næst nauð- synleg grafardýpt. Nú stendur því til að bæta ofan á klapparsvæðið í garðinum jarðvegi. Ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir um stækk- un á kirkjugarðinum á Görðum. „Hins vegar kemur fram í erindi frá stjórn kirkjugarðsins beiðni um stækkun garðs við Garðagrund, þar sem fyrirhugað var að yrði hugsan- lega kirkja í framtíðinni,“ segir Sig- urður. grþ Kirkjugarðurinn gerður grafartækur Efri hluti núverandi grafreits á móts við Byggðasafnið, þar sem klapparsvæðið er. Landssamtök sauðfjárbænda fengu nýverið Rannsóknastofnun í jafn- réttisfræðum við Háskóla Íslands til að vinna fræðilega úttekt á stöðu kvenna í sauðfjárrækt til að kanna hvort halli á konur í greininni og ef svo væri, leita leiða til úrbóta. Fyrir liggur fyrsta skýrslan af þeirri rann- sókn og niðurstöður benda til að verulega halli á konur í þessari at- vinnugrein. Aðgengi karla í sauð- fjárrækt að styrkjum og lánsfé er t.d. mun betra en kvenna í grein- inni. Vísbendingar eru um að vinna kvenna í sveitum sé óskráð, ólaun- uð og ósýnileg í opinberum gögn- um. Þá eru karlar í sauðfjárrækt frekar skráðir fyrir eignum og rétt- indum en konur, en rétt og sann- gjörn skráning er mikilvægur þátt- ur jafnréttis. Loks afla karlar í sauð- fjárrækt sér meiri lífeyrisréttinda en konur í greininni. Í skýrslunni kemur fram að helstu úrbætur séu að beina því til ráðu- neytis atvinnumála að endurskoða reglur um skráningu búa og eigna í landbúnaði með það að markmiði að tryggja rétt kvenna. Í skýrsl- unni segir að bæta þurfi skrán- ingu á kyngreindum upplýsingum um einstaklinga innan greinarinn- ar og markvisst að innleiða kynja- samþættingu til að tryggja að jafn- réttissjónarmið komi til skoðunar á öllum stigum stefnumótunar og framkvæmdar bæði hjá hinu opin- bera og samtökum bænda. Einnig segir að jafnvel þótt 40% stjórnar- manna í Landssamtökum sauðfjár- bænda séu nú konur þurfi bændur að gæta að kynjasjónarmiðum við kosningar. Loks er bent á mikilvægi þess að styrkja tengslanet kvenna í landbúnaði. mm Konur sem stunda sauðfjárrækt hafa ekki sömu réttindi og karlar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.