Skessuhorn - 24.02.2016, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 201624
fyrirtækið HB Grandi engin áform
um að hætta starfsemi á Akra-
nesi. „Það er fjarri lagi að nokk-
uð slíkt hafi verið rætt í stjórn HB
Granda,“ sagði Vilhjálmur.
Markmið um lág-
mörkun lyktarmengunar
Vilhjálmur fór einnig yfir hug-
myndir um stækkun þurrkverk-
smiðju Laugafisks. Verkefninu
verður skipt í tvo áfanga þar sem
ákveðin skilyrði skulu uppfyllt til
að ráðist verði í annan áfangann.
Í fyrri áfanganum verður byggð ný
eftirþurrkun á lóð við Breiðargötu
sem kemur í stað þeirrar starfsemi
sem undanfarið hefur verið á Vest-
urgötu, þaðan sem mesta lyktar-
mengunin hefur borist. Í öðrum
áfanga verksins er áformuð bygg-
ing færibandaþurrkunar og eft-
irþurrkunar á sama stað. Í fyrri
áfanga verða afköst verksmiðjunn-
ar aukin úr 170 tonnum á viku í
250-300 tonn. Þá strax yrði eng-
inn flutningur með hálfunna vöru
milli húsa. Vilhjálmur sagði einn-
ig í svari við fyrirspurnum að ekk-
ert verði af áformum um byggingu
annars áfanga stækkunar Lauga-
fisks ef ekki tekst að uppfylla
markmið um að vinna bug á lykt-
armengun. „Það er ekki markmið
HB Granda að vera í andstöðu við
íbúa, hvorki á Akranesi né annars-
staðar. Við höfum sett mjög metn-
aðarfull markmið um að draga úr
þeirri lyktarmengun sem verið
hefur af starfseminni og af þeim
markmiðum verður enginn af-
sláttur gefinn,“ sagði Vilhjálmur.
Hann fór einnig yfir mælingar sem
gerðar hefur verið á lyktarmeng-
un í nágrenni Laugafisks. Búið
væri að þróa lyktarskynsaðferðir
sem eiga að mæla lykt í mismun-
andi fjarlægð frá verksmiðjunni.
„Markmiðið er að takmörkun um
að koma í veg fyrir lyktarmeng-
un verði náð innan við ári eftir að
fyrsta áfanga stækkunar Laugafisks
við Breiðargötu verði náð.“
Helstu breytingar
Á fundinum fór starfsmaður frá
VSÓ yfir núverandi skipulag
Breiðarsvæðisins frá 1998 og þær
breytingar sem lagðar eru til að
gerðar verði á því. Þær snúa með-
al annars að fækkun lóða og lítils-
háttar landfyllingu sunnan við nú-
verandi hús Laugafisks. Gert er
ráð fyrir að vegna framkvæmdanna
þurfi um 4000 fermetra landfyll-
ingu. Gísli ítrekaði að í tillögu að
breytingu á skipulagi verði ekki
farið í byggingu annars áfanga
stækkunar Laugafisks nema tryggt
hafi verið að markmið um grennd-
aráhrif af starfseminni verði náð,
einkum hvað lykt snertir. Há-
markshæð bygginga samkvæmt
skipulagstillögunni eru 13 metrar,
en ekki gert ráð fyrir að byggingar
verði svo háar.
Nýjung að sett séu
markmið um lykt
Í fyrirspurnum eftir að framsögu-
erindi höfðu verið flutt var meðal
annars spurt út í þær lyktarranns-
kóknir sem farið hafa fram. Hörð-
ur Ó Helgason dró í efa ágæti
þeirra aðferða sem beitt hafi ver-
ið til að meta lyktarmengun. Sagði
hann persónubundið hvernig fólk
metur lykt, það sem einum þætti til
dæmis fýla gæti öðrum þótt ilmur.
Í svari við fyrirspurn Harðar benti
Sigurður Páll Harðarson sviðs-
stjóri hjá Akraneskaupstað á að
lagt væri til í skipulaginu að skip-
aður verði skynmatshópur óháðra
aðila sem starfaði við símat á lykt-
armengun frá starfsemi Lauga-
fisks. Að meðaltali fengist þá hald-
bær aðferð til að meta lyktarmeng-
un. Sagði hann þó að engin ein
auðveld leið væri til að meta lykt.
Hægt væri að styðjast við ákveðna
lyktarstaðla, en svo þyrfti þefnæmi
fólks til að staðsetja hvar á slíkum
skala lykt væri. Það væri engu að
síður nýtt hér á landi að sett væru
markmið um lykt eins og gert er í
skipulaginu.
Ingólfur Árnason benti á að
eðlilegt væri að spyrja sérstaklega
íbúa sem búa innan við 500 metra
frá starfsemi fiskþurrkunar hvað
þeim fyndist um framkvæmdina.
Þeir ættu vissulega að hafa mest
um það að segja hvort þeir sætti
sig við þessi áform, fremur en þeir
sem búa lengra frá. Regína bæj-
artjóri svaraði því til með þeim
hætti að með auglýsingu á skipu-
lagi væri verið að spyrja íbúa. Þeir
gætu lagt fram athugasemdir sem
bæjarstjórn þyrfti að svara áður en
skipulagið verður samþykkt.
mm
Undirskriftasöfnun undir yfir-
skriftinni „Aukin uppbygging,“ þar
sem íbúum Akraness gefst kostur
á að lýsa yfir fullum stuðningi við
fyrirhugaðar deiliskipulagsbreyt-
ingar á Breiðarsvæðinu á Akranesi,
hófst á föstudaginn. Með því að
skrifa undir skora þátttakendur á
bæjarstjórn Akraneskaupstaðar að
samþykkja tillögu að breyttu deili-
skipulagi á Breiðarsvæðinu á Akra-
nesi. Allir skráðir íbúar á Akranesi
sem verða orðnir 18 ára þann 28.
mars 2016 geta tekið þátt, en það
er lokadagur undirskriftasöfnun-
arinnar. Hún fer fram á www.upp-
byggingakranesi.is.
„Í tillögum HB Granda er gert
ráð fyrir verulegum endurbót-
um á hausaþurrkun fyrirtækisins,
sem það keypti fyrir u.þ.b. tveimur
árum síðan. Byggt verður nýtt hús-
næði og nýjustu tækni beitt til þess
að hausaþurrkunin hafi sem allra
minnst eða engin áhrif á umhverf-
ið líkt og gert hefur verið á nokkrum
öðrum þéttbýlisstöðum á landinu.
Þessar tillögur eru löngu tímabærar
og mikið fagnaðarefni. HB Grandi
hefur á margvíslegan hátt sýnt með
verkum sínum, m.a. við fiskimjöls-
verksmiðju sína á Akranesi, að fyr-
irtækinu er fyllilega treystandi þegar
kemur að umhverfismálum í mikilli
nálægð við íbúa“ segir m.a. orðrétt í
yfirskrift söfnunarinnar.
Fagnaðarefni að senda
tillögur í skipulagsferli
Halldór Jónsson, ábyrgðarmaður
undirskriftasöfnunarinnar, segir að
henni sé ýtt úr vör til þess að veita
þeim íbúum á Akranesi sem fylgjandi
eru þessari uppbyggingu tækifæri til
að tjá hug sinn. „Það var mikið fagn-
aðarefni þegar Bæjarstjórn Akraness
samþykkti á dögunum að senda til-
lögur HB Granda um að stórbæta
hausaþurrkun félagsins í formlegt
skipulagsferli. HB Grandi hef-
ur sýnt það í verkum sínum, m.a.
í endurbótum á fiskimjölsverk-
smiðju félagsins á Akranesi sem
bræðir allt að 70 tonn á sólarhring,
að fyrirtækinu er fyllilega treyst-
andi til að leysa þau vandmál sem
fylgt hafa hausaþurrkun. Því mið-
ur hefur umræðan um þessi áform
fyrirtækisins einkum snúist um
fyrri eigendur þurrkunarinnar og
liðna tíma en ekki þær framfarir
og endurbætur sem felast í tillög-
um fyrirtækisins líkt og gert hefur
verið á öðrum stöðum á landinu,“
segir Halldór.
Þeir sem leiða söfnunina auk
Halldórs Jónssonar eru Jóhann-
es Karl Guðjónsson, varabæjar-
fulltrúi, Karen Jónsdóttir fram-
kvæmdastjóri og fyrrverandi bæj-
arfulltrúi og Þórður Guðjónsson,
varabæjarfulltrúi og forstöðumað-
ur fyrirtækjasviðs Símans.
kgk
Stuðningsmenn fiskþurrkunar
hefja undirskriftasöfnun
Skjáskot af heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar, en slóð hennar er: www.uppbyggingakranesi.is
Bæjarstjórn Akraness hélt í síðustu
viku kynningarfund um tillögu að
breytingu á deiliskipulagi Breiðar-
svæðis þar sem HB Grandi óskar
eftir að byggja framtíðarhúsnæði
yfir starfsemi Laugafisks. Ágæt
mæting var á fundinn, en salurinn í
Tónbergi var á að giska hálfsetinn.
Markmið fundarins var að kynna
fyrir íbúum og hagsmunaaðilum
tillögu að breytingu á deiliskipu-
lagi Breiðarsvæðis sem felur meðal
annars í sér að sameina og stækka
fiskþurrkun HB Granda á einn
stað við Breiðargötu í stað tveggja
staða nú. Tillagan var kynnt m.t.t.
þeirra breytinga sem orðið hafa
á henni auk umhverfisskýrslu og
þeirra markmiða sem HB Grandi
hefur sett varðandi umhverfismál.
Ferli tillögunnar
Regína Ásvaldsdóttir bæjartjóri fór
í upphafi yfir þann feril sem deili-
skipulag mun fara í stjórnkerfinu.
Nú er tillagan í auglýsingaferli og
rennur frestur til að gera athuga-
semdir við deiliskipulagið út 30.
mars næstkomandi. Eftir frest mun
umhverfis- og skipulagsnefnd fara
yfir athugasemdir og bæjarstjórn í
kjölfarið. Ef deiliskipulagið verður
samþykkt mun HB Grandi sækja
um byggingarleyfi og sækja um
starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits
Vesturlands.
Áfram hver sem
afgreiðslan verður
Vilhjálmur Vilhjálmsson, for-
stjóri HB Granda, fór yfir aðdrag-
anda þess að fyrirtækið sækir um
að byggja yfir og auka starfsemi
Laugafisks á Akranesi. Nefndi
hann í máli sínu að óvissa um
framtíð fyrirtækisins væri farin að
fara illa í starfsfólk og bitnaði á
starfseminni. Því fagnaði hann því
að málið væri komið í þann far-
veg sem það er nú. Hjá Laugafiski
starfa 25-30 manns við vinnslu,
þurrkun og pökkun. Nú væru all-
ar framkvæmdir og fjárfestingar í
lágmarki og verða það uns niður-
staða fæst um hvort af áformum
um stækkun verður. Í fyrirspurn-
um á fundinum svaraði Vilhjálm-
ur því afdráttarlaust að jafnvel þótt
sú tillaga sem nú liggur frammi um
breytingu á deiliskipulagi lóðanna
við Breiðargötu verði felld, hafi
Ákvæði nýs skipulags Breiðarsvæðis kynnt á íbúafundi
HB Grandi mun starfa áfram á Akranesi hvort sem leyfi fæst til stækkunar Laugafisks eða ekki
Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HG Granda flytur erindi sitt.
Salurinn í Tónbergi var hálfsetinn á kynningarfundinum.