Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 24.02.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 8. tbl. 19. árg. 24. febrúar 2016 - kr. 750 í lausasölu Framtíðin er full af möguleikum Traust fjármálaráðgjöf leggur grunn að farsælli framtíð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 5 -0 0 5 0 Coldfri munnúði Fluconazol ratiopharm - við kvefi og hálsbólgu Eru bólgur og verkir að hrjá þig? FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN EHF BRÚARTORGI - 310 BORGARNESI - S. 437 1055 www.framkollunarthjonustan.is STYÐJUM FRAMLEIÐSLU Á VESTURLANDI OPIÐ DAGLEGA 12-17 Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi. Sími 437-1400. Netfang: ljomalind@ljomalind.is Maður á níræð- isaldri lést er bíll hans fór í höfn- ina í Ólafsvík síðdegis á mið- vikudaginn í lið- inni viku. Mað- urinn, sem var einn í bílnum, kom akandi nið- ur á bryggjuna og virðist síð- an hafa misst stjórn á honum, með þeim afleiðingum að bíllinn fór yfir bryggjukantinn og hafnaði á hvolfi í höfninni. Að sögn Lögreglunnar á Vesturlandi hófust lífgunartilraunir strax þegar búið var að ná bílnum upp úr höfninni en þær báru ekki árangur. Rannsóknadeild Lögregl- unnar á Vesturlandi fer með rann- sókn málsins. Hinn látni hét Þor- gils Björnsson og var búsettur í Ólafsvík. Hann var 88 ára gamall, ókvæntur og barnlaus. mm Banaslys í Ólafsvíkurhöfn Þorgils Björnsson. Þetta myndarlega merfolald kom í heiminn síðastliðinn föstudag í hestahúsahverfinu í Borgarnesi. Kom það eigendum þess nokkuð á óvart enda ekki „á plani“ að láta hryssur kasta í lok Þorra. Nánar um þennan óvænta happafeng á bls. 14. Ljósm. mm. Fimm læknar munu hefja störf við heilsugæslustöðina á Akranesi á næstunni og fylla um þrjú og hálft stöðugildi. „Þunglega hefur horft undanfarna mánuði varðandi læknis- þjónustu og biðtími lengst. Þetta gerist í kjölfar þess að heilsugæslu- læknar sem starfað hafa á Akranesi um árabil hafa horfið frá stöðinni, ýmist til annarra verkefna eða lok- ið störfum,“ segir Guðjón Brjánsson forstjóri í samtali við Skessuhorn. Guðjón segir að nýráðnir læknar séu með umtalsverða starfsreynslu og fjölbreytilegan bakgrunn, bæði í sérfræðigrein heimilislækninga, á geðsviði, endurhæfingu og í almenn- um lækningum. „Samningur við lækna gerir ráð fyrir a.m.k. tveggja ára samstarfi þar sem lögð verður áhersla á uppbyggingu veigamestu þátta þjónustunnar sem stjórnvöld hafa kynnt undanfarin misseri, svo sem fræðslu, forvarnir, hagnýtingu hreyfiseðla, geðheilbrigðisþjónustu, sálgæslu, hjúkrunarmóttöku og al- menna lýðheilsu. Læknarnir munu hefja störf fljótlega í áföngum en þess er vænst að starfsemi heilsu- gæslunnar verði komin í gott horf að nýju á vormánuðum,“ segir Guð- jón Brjánsson. mm Rætist úr læknaskorti á Akranesi Línubáturinn Vinur SH-34 kom drekkhlaðinn að landi í Grundar- firði síðastliðinn fimmtudag eftir góða veiðiferð á Breiðafirði. Á vin rær Bergvin Sævar Guðmundsson og með honum tengdasonur hans Þorsteinn Hjaltason. Þeir á Vini hafa verið að landa þetta frá þrem- ur og upp í þrjú og hálft tonn eftir róðurinn, en róið er með 22 bala í hvert sinn. Þennan dag náðist ekki að draga fleiri en 16 bala því þá var báturinn orðinn smekkfullur og ekki nokkur leið að koma meiri afla um borð. Þá þurfti að kalla til Birtu SH sem kom og dró afganginn af línunni eða sex bala. Þegar aflanum hafði verið landað í Grundarfirði kom í ljós að hann var tæp 7,6 tonn eða um 475 kg á bala á móti 100 - 150 kg eins og venjan er. Það er því ekkert lát á góðum aflabrögðum á Breiðafirði. tfk Smekkfyllti bátinn og þurfti annan til að draga síðustu línurnar Vinur SH siglir að landi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.