Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 24.02.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 201616 Ólafur Þór Hauksson var skipað- ur í embætti héraðssaksóknara um síðastliðin áramót. Áður hafði hann gegnt embætti sérstaks saksókn- ara um nokkurra ára skeið, eða frá því embættið var stofnað í ársbyrj- un 2009 í kjölfar efnahagshruns- ins á Íslandi. Embættið var fyrst um sinn sett á laggirnar til tveggja ára en því var framlengt um tæp fimm ár. Ólafur segir að það hafi verið orð- inn samhljómur um að embætti sér- staks saksóknara tæki enda um síð- ustu áramót enda hafi loks séð fyrir endann á verkefnunum sem fylgdu því starfi. Við breytinguna tók hér- aðssaksóknari meðal annars við öll- um verkefnum sérstaks saksóknara, bæði saksókn og rannsóknum efna- hags- og skattalagabrota. Það var þó ekki sjálfgefið að Ólafur Þór myndi gegna embættinu. „Starfið var ekki merkt nein- um fyrirfram, ég sótti bara um það í sumar þegar það var auglýst laust til umsóknar,“ segir Ólafur í samtali við Skessuhorn. Ólafur er búsett- ur á Akranesi ásamt fjölskyldu sinni og var sýslumaður á Akranesi þeg- ar hann var skipaður í embætti sér- staks saksóknara. Það starf var aug- lýst laust til umsóknar í tvígang og sótti Ólafur um í seinna skiptið. „Ég hafði ekki starfað á sviði efnahags- brota eða neitt slíkt sem sýslumað- ur. Starfið var því kannski ekki á því sviði sem ég hafði verið að vinna á áður og ég taldi að aðrir hefðu meiri þekkingu og sterkari skoðan- ir á þessu. Svo fór ég á fund í ráðu- neytinu og þá var ég spurður að því hvort ég gæti ekki hugsað mér að sækja um þetta starf,“ rifjar Ólaf- ur upp. Hann var fluttur tímabund- ið til í starfi og var settur í leyfi frá embætti sýslumanns. „Mér var bent á að ég gæti gengið að gamla starf- inu vísu á Akranesi þegar ég kæmi til baka. En svo lokuðu þeir sjopp- unni,“ segir hann hlæjandi og vís- ar til nýlegra breytinga hjá sýslu- mannsembættinu sem leiddi til sameiningar allra sýslumannsemb- ættanna á Vesturlandi. Mikið í burtu Ólafur segir það ekki hafa komið til greina að sækja um sem sýslumað- ur eða lögreglustjóri á Vesturlandi þegar störfin voru auglýst 2014, enda var hann á þeim tíma sérstak- ur saksóknari. „Það var mat mitt þá að það væri vandkvæðum bundið að vera á sama tíma að sækja um önn- ur störf. Það hefðu verið slæm skila- boð að senda og viðbúið að eitthvað hefði setið á hakanum, annað hvort hjá nýja embættinu eða hjá sérstök- um. Þetta bara passaði ekki alveg saman, maður var á kafi í verkefnum hér sem hefði þýtt að ég hefði þurft að hverfa frá þeim í miðju kafi fengi ég annað embætti og það hefði ekki haft góðar afleiðingar.“ Ólafur hef- ur sannarlega verið á kafi í verkefn- um undanfarin ár. Mikið álag fylgdi starfi sérstaks saksóknara sem ekki var sérlega fjölskylduvænt. „Þetta er rosalega krefjandi starf sem tekur mikið frá manni, bæði kraft og tíma frá fjölskyldunni. Maður er mikið í burtu og það er ekki gott.“ Hann segir þó koma á móti að starfið sé einstakt og hann hafi öðlast mikla reynslu, á kostnað annars. „Það er kannski helst fjölskyldan sem hefur fundið fyrir því. Ég var mikið í burtu og átti erfitt með að slíta tengslin við starfið þegar ég var heima. Svo ég tali nú ekki um öll þau tilefni þar sem ég þurfti að afboða mig vegna vinnu. Ég held að ég hafi illu heilli komið mér út úr öllum veiðiklúbb- um vegna þess að ég þurfti að af- boða mig svo oft. Þetta tekur svolít- ið frá manni,“ segir Ólafur. Ekki öll kurl komin til grafar Ólafur sér ekki eftir því að hafa sótt um umdeilt starf sérstaks saksókn- ara, þrátt fyrir álagið sem fylgt hefur starfinu. Hann segist ekki hafa hugs- að um efnahagsbrot að neinu ráði áður en hann hóf störf sem sérstak- ur saksóknari og því hafi þarna opn- ast ný vídd fyrir honum sem honum hafi þótt spennandi. Málin hafi sum hver verið gríðarlega flókin og að samhentur hópur samstarfsmanna hafi mikið hjálpað til við bæði rann- sókn og saksókn mála. „Svo kemur að því að þegar farið er yfir málið þá kemur í ljós hvort er um að ræða brot eða ekki, það er ekkert alltaf. En það er líka niðurstaða að kom- ast að því að fella eigi mál niður, þá er engu að síður búið að leiða það til lykta með þeirri niðurstöðu,“ segir Ólafur. Hann segir þessa spurningu vera áleitna þar sem ekki hefur verið ráðist í sambærilega rannsóknir er- lendis eins og á Íslandi. „Voru brot eða ekki brot? Það stendur svolítið þróuninni fyrir dyrum annars stað- ar. Það sem er gert hér fær því mikla athygli enda hefur einna mest ver- ið gert hérlendis í þessum málum.“ Og Ólafur er sáttur við árangurinn. „Við höfum náð nokkuð háu sak- fellingarhlutfalli í þeim málum sem lokið er fyrir Hæstarétti. Við höfum því sennilega tekið réttar ákvarðan- ir í þessum málum, það sýnir sak- fellingarhlutfallið. Það eru reynd- ar einhver áfrýjunarmál enn í gangi og því ekki öll kurl komin til grafar. En niðurstöðurnar hafa verið í sam- ræmi við það sem við töldum til og við vorum því á réttri leið.“ Ólafur segir starfsfólk embættis- ins vissulega hafa verið útsett fyrir gagnrýni. „Og það sem verra er að við höfum mjög takmarkaða mögu- leika fyrir að svara þeirri gagnrýni. Við erum á kafi ofan í málunum og getum ekki rætt þau opinskátt með sama hætti og aðrir á síðum fjöl- miðla enda bundin þagnarskyldu. Vissulega var maður stundum hugsi yfir þessu en þegar maður hef- ur áður starfað í umhverfi þar sem maður fær til baka slík viðbrögð, þá lærir maður að díla við það og láta slíkt ekki hafa áhrif á sig.“ Mikið í fjölmiðlum Mikið hefur verið fjallað um emb- ætti sérstaks saksóknara og störf þess í fjölmiðlum á undanförn- um árum. Ólafur segir miklu máli skipta að vera í góðum samskiptum við fjölmiðla og að þeir eigi greiðan aðgang að honum. „Ég fæ oft sím- töl á kvöldin og það eru samskipti um helgar. Hugmyndin hefur alltaf verið sú að halda góðu sambandi við fjölmiðla,“ segir hann. Ólafur segir umfjöllunina hafa verið mjög mikla á tímabili. Það sást þegar embættið keypti skýrslu sem sýndi að á fjög- urra og hálfs árs tímabili hafði ver- ið fjallað sex þúsund sinnum um embættið í fjölmiðlum. „Bara á fjöl- miðlaárinu 2015, sem var fremur venjulegt ár, var fjallað 1290 sinnum um embættið í heildina hérlendis,“ segir hann. Ólafur viðurkennir að honum hafi ekki alltaf þótt flutn- ingur fjölmiðla sanngjarn. „Það er svolítið verið að keppast um að hafa áhrif á almenningsálitið. En ég held að maður þurfi bara að virða það að það hafa ekki allir sömu skoðun og maður sjálfur. Við höfum ekki alltaf verið sammála því sem fjöl- miðlar hafa sagt en við getum ekk- ert verið að ritstýra því,“ segir hann og bætir því við að honum finn- ist almenningur í landinu orðinn gagnrýnni en áður. „Almenningur er meira á tánum sjálfur og hlust- ar af meiri gagnrýni en fyrr. Ég tel það skipta miklu máli að gagnrýnin hugsun nái að ryðja sér til rúms hér á landi og að það sé þróun af hinu góða. Fólk á að velta hlutunum svo- lítið fyrir sér, spyrja meira og ekki láta segja sér hvernig hlutirnir séu eða ættu að vera.“ Ólafur bætir því við að mestu máli skipti í samskipt- um við fjölmiðla sé að viðurkenna hlutverk þeirra. „Ég vil frekar að fólk nái í mig áður en að fréttir fara í loftið sem þarf svo að vinda ofan af. En auðvitað þarf fyrst og fremst að virða að þessar stofnanir hafa hlut- verk í samfélaginu.“ Fleiri málaflokkar og meiri breidd Nýtt embætti héraðssaksóknar tók við öllum áðurnefndum verkefn- um sérstaks saksóknara. Einnig færðist yfir á embættið ákæruvald í þeim málum sem ríkissaksóknari hafði til meðferðar fram að breyt- ingunum. Í þeim málaflokki má nefna kynferðisbrot, stærri fíkni- efnamál, alvarlegar líkamsmeið- ingar og manndrápsmál. Þá hefur embættið líka verkefni sem snúa að rannsókn og saksókn í brot- um gegn valdstjórninni og brot- um lögreglumanna í starfi. „Svo erum við með rekstur á svokallaðri peningaþvættisskrifstofu og ein- ingu sem stuðlar að endurheimtu ólöglegs ávinnings af brotum,“ út- skýrir Ólafur sem stýrir öllu batt- eríinu. Embættið telur 50 starfs- menn, jafn marga og fyrir breyt- inguna. Hann segir muninn á milli starfs héraðssaksóknara og sérstaks ekki svo ýkja mikinn. „Fyrir utan að það eru miklu fleiri málaflokkar undir og mun meiri breidd. Starfið er þó ekki jafn tímafrekt og áður, enda hefur dregið svolítið saman í stóru hrunmálunum. Hin mál- in eru styttri og snarpari. Það er ágætt að hafa þetta svona í bland.“ Hann segir hefðbundinn vinnu- dag einkennast af því að stýra ann- ars vegar einingu sem hefur rann- sóknir á hendi og hins vegar ein- ingu sem er með saksókn og tekur ákvörðun um hvort mál gangi til dóms eða ekki. „Þetta þarf að sam- hæfa og minn tími fer því í stjórnun og að reka þetta áfram. Auk þess er ég sjálfur með nokkur mál fyrir dómi, bæði hefðbundin ákærumál og efnahagsbrota megin. Svo er mikill lestur og samskipti í tölvu- pósti, bæði við borgara, stofnanir, stjórnarráðið og fjölmiðla.“ Unnið á kvöldin og um helgar Ólafur er því feginn að vinnuálagið hefur minnkað og segir að auðveld- ara sé að skipuleggja tímann betur í nýja embættinu. „Þetta var mikil törn hjá sérstökum og ég á von á því að það verði meira jafnvægi í þessu núna. Ég var orðinn alveg slitupp- gefin stundum,“ segir hann. Á þeim tíma sem álagið var mest hrökk Ólaf- ur stundum upp um miðjar nætur til að skrifa niður eitthvað sem varð að komast á blað. „Það lærist að búa með þessu. Konan spyr mig reyndar stundum að því hvort ég ætli ekki að fara að stimpla mig út,“ segir hann og skellir upp úr. „Fyrstu tvö árin voru bara örfá- ir dagar sem maður fór í sumarfrí. Ef maður fór til útlanda var það til að fara á fund eða til að taka þátt í lögregluaðgerðum. Þegar þú ert í málaflutningi í svona stórum mál- um, þá er unnið fram á kvöld og all- ar helgar. Hátíðisdagar geta alveg dottið inn í það.“ Hann segir álagið þó ekki hafa verið á honum einum, heldur hafi það dreifst á milli þeirra fjögurra saksóknara sem tóku að sér stærstu málin í saksókn. „Það verður að segjast að í sumum tilvikum voru ansi langar setur.“ Hann segir að allt- af séu einhver mál sem höggva nær fólki en önnur. „Það er sama hvort maður er sýslumaður, saksóknari eða lögreglustjóri. Það er engin forskrift að því hvernig mál snerta mann, það er bara eitthvað sem kom við þig og festist. Fólk reynir bara að koma sér upp kerfi til að vinna úr starfinu þannig að það verði sjálft sæmilega heilt á eftir.“ Hann segir starfsfólk- ið hjá embætti sérstaks saksóknara hafa unnið mikla vinnu og stundum gengið mjög nærri sér þegar álagið var sem mest. „Ég hef horft á eftir fjórum starfsmönnum inn í sjúkra- bíl. Þá er fólk búið að ganga það hart nærri sér,“ segir Ólafur alvar- legur í bragði. Líður vel á Akranesi Ólafur er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann hefur búið á Akra- „Var orðinn slituppgefinn á stundum“ - segir Ólafur Þór Hauksson sem nýverið tók við nýju starfi héraðssaksóknara Ólafur á skrifstofu sinni. Á bakvið hann glittir í hluta þeirra pappíra sem finna má á skrifborði hans.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.