Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2016, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 24.02.2016, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2016 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Snæfells og Tindastóll mættust í Domino‘s deild karla í körfuknatt- leik síðastliðinn fimmtudag. Leikið var norður á Sauðárkróki. Snæfells- liðið fór heldur þunnskipað norður í Skagafjörð, en vegna meiðsla og veikinda voru aðeins sjö leikmenn á skýrslu. Útlit var því fyrir að á bratt- ann yrði að sækja gegn fullskipuðu liði Tindastóls. Snæfell byrjaði leikinn mjög vel, tók frumkvæðið í upphafi og réði lögum og lofum á vellinum. Var sem heimamenn væru ekki tilbúnir í slaginn, að undanskildum Darrel Lewis, sem hélt þeim inni í leikn- um. Heimamenn rönkuðu þó við sér undir lok upphafsfjórðungsins, jöfn- uðu metin og náðu síðan fjögurra stiga forystu. Eftir það litu þeir aldrei til baka, settu í fluggírinn og leiddu með 19 stigum í leikhléi, 56-37. Heimamenn héldu upptekn- um hætti í síðari hálfleik. Snæfell komst aldrei nær en sem nam 15 stigum. Tindastólsmenn hertu tök sín á leiknum enn frekar í loka- fjórðungnum og sigldu heim 29 stiga sigri, 114-85. Austin Bracey var atkvæðamest- ur í liði Snæfells með 33 stig og fimm fráköst. Honum næstur kom Sherrod Wright með 24 stig og tók 14 fráköst. Þá skoraði Sigurð- ur Þorvaldsson 15 stig og tók átta fráköst. Eftir tapið á föstudag situr Snæ- fell í 9. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 18 leiki, fjórum stigum á undan næsta liði og átta stigum frá fallsæti. Næst tekur Snæfell á móti FSu á morgun, fimmtudaginn 25. febrú- ar. kgk Þunnskipað lið Snæfells tapaði stórt Mikið mæddi á Austin Bracey gegn Tindastóli. Hann lék allar 40 mínútur leiksins og skoraði 33 stig. Mynd úr safni. Það má búast við öllu þegar Vest- urlandsslagur Skallagríms og ÍA fer fram í körfuboltanum. Engu að síð- ur komu úrslit leiksins sem spilaður var á föstudagskvöldið í Borgarnesi fremur á óvart. Skagamenn mættu til leiks án Sean Tate að þessu sinni, en hann hafði óskað eftir því við félagið að fá frí til að fara heim til Banda- ríkjanna til að vera viðstaddur jarð- arför eins besta vinar síns. Stjórn og þjálfarar ÍA samþykktu að Sean fengi þetta frí og léku því án erlends leik- manns. Fjarvera kappans kom þó ekki að sök í leiknum þar sem ÍA gerði sér lítið fyrir og vann granna sína sannfærandi; 73-86. Skagamenn léku gríðarlega vel þar sem þjálfar- arnir fóru fremstir í flokki en Áskell var klárlega maður leiksins með 30 stig og mörg þeirra á mikilvægum augnablikum í leiknum. Fannar setti trölla tvennu með 20 stig og 21 frá- kast en hann gældi við þrennuna með sex stoðsendingum. Liðsheild Skaga- manna var góð og skóp það umfram annað sigurinn. Hjá Skallagrími fór fremstur í flokki Jean Cadet, sérstak- lega sóknarlega, en hann setti 22 stig og tók 14 fráköst, þar af sjö sókn- arfráköst. Helsti munurinn á liðunum á föstu- daginn var varnarmegin en það skipti engu máli hvaða fimm leikmenn voru inná hjá ÍA, það vörðust alltaf allir en frá því að ÍA setti fyrstu körfu leiksins leiddu þeir til loka en Skallagrímur komst aldrei yfir í leiknum á meðan ÍA leiddi með mest 22 stigum í stöð- unni 42-64 um miðjan annan leik- hluta. Skallagrímur gerð svo áhlaup undir lok þriðja leikhluta og áfram í byrjun þess fjórða en ÍA hélt ró sinni og Borgnesingar komust aldrei nær en í átta stiga mun og ÍA landaði að lokum 73-86 verðskulduðum sigri. ÍA lyfti sér upp fyrir Val í fjórða sæti deildarinnar með þessum sigri og er með 18 stig, Skallagrímur er enn í þriðja sæti með 20 stig þegar fjórar umferðir eru eftir af deildar- keppninni. mm/hh/ Ljósm. Ómar Örn Ragn- arsson. Skagamenn höfðu sigur í Vesturlandsslagnum Skallagrímur mætti KR í 1. deild kvenna í körfuknattleik í Vesturbæ Reykjavíkur á mánudagskvöldið. Manuel Rodriguez, þjálfari Skalla- gríms, tók út leikbann í leiknum og þurfti því að fylgjast með sínu liði frá áhorfendapöllunum. Signý Hermannsdóttir stýrði liðinu í hans stað. Skallagrímskonur hófu leikinn með látum en leikmenn heimaliðs- ins virtust eitthvað ragir í upphafi. Skrekkurinn virtist þó horfinn úr KR-ingum í öðrum leikhluta, leik- ur þeirra batnaði mjög og forskot Skallagríms minnkaði. Þegar flaut- að var til hálfleiks var munurinn kominn niður í eitt stig, 32-31. Skallagrímskonur hófu síðari hálfleik af krafti, gripu til hápressu en KR-ingar létu ekki slá sig svo glatt út af laginu og sáu til þess að munurinn var aðeins sex stig fyrir lokafjórðunginn. Þar gekk báðum liðum fremur illa að hitta úr skot- um sínum, skoruðu aðeins tíu stig hvort og Skallagrímur fór því með sex stiga sigur af hólmi, 56-62. Sól- rún Sæmundsdóttir var stigahæst leikmanna Skallagríms með 17 stig. Næst henni kom Kristrún Sigur- jónsdóttir með 13 stig og þá Guð- rún Ámundadóttir með tíu stig og sex stoðsendingar. Næsti leikur Skallagríms fer fram laugardaginn 27. febrúar þegar lið- ið tekur á móti Breiðabliki. Vert er að taka fram að sigri Skallagrím- ur þann leik getur liðið tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Titillinn tryggir þeim heimaleikjarétt í úr- slitakeppninni um laust sæti í úr- valsdeild að ári. kgk/ Ljósm. Skallagrímur. Skallagrímur færist nær deildarmeistaratitlinum Kristrún Sigurjónsdóttir átti góðan leik þegar Skallagrímur sigraði KR. Manuel Rodriguez þjálfari tók út leikbann og mátti fylgjast með sínu liði úr áhorfendastúkunni. Hann brosti sínu breiðasta í leikslok, ánægður með sigurinn. Við hlið hans situr Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Þriðjudaginn 9. febrúar fór fram púttmót eldri borgara í Borgar- byggð í Eyjunni í Brákarey. Þar hef- ur Golfklúbbur Borgarness og félag eldri borgara komið sér upp góðri aðstöðu á efri hæð í gamla slátur- húsinu. Keppt var bæði með og án forgjafar. Sennilega er þetta í fyrsta sinn sem keppt er með forgjöf á púttmóti. En forgjöfin var miðuð við meðalskor þátttakenda í janú- ar. Margir sýndu góð tilþrif og léku undir forgjöf sinni. Sigurvegari án forgjafar var Anna Ólafsdóttti með 55 högg. Í öðru sæti var Þorbergur Egilsson með 59 högg. Í þriðja sæti var Guðmundur Bachmann með 63 högg. Björn Jóhannsson var efst- ur í forgjöf með 48 högg. Hugrún B. Þorkelsdóttir var önnur með 51 högg og Lilja Ólafsdóttir þriðja með 55 högg. Mótsstjóri var Ingimund- ur Ingimundarson. Slíkt mót verður aftur haldið í mars. Þá verða marg- ir trúlega búnir að lækka forgjöfina því hópurinn mætir vel á æfingar og sýna góðar framfarir, að sögn Ingi- mundar. Miðsvetrarmót pútthóps eldri borgara í Borgarnesi og Borgarfirði var haldið þriðjudaginn 9. febrúar sl. Á meðfylgjandi mynd eru verðlauna- hafar á mótinu, með og án forgjaf- ar. Frá vinstri eru taldir Guðmund- ur Bachmann, Þorbergur Lind Eg- ilsson, Anna Ólafsdóttir, Ingimund- ur Ingimundarson mótsstjóri, Björn Jóhannsson, Hugrún Björk Þorkels- dóttir og Lilja Ólafsdóttir. mm/Ljósm. Þórhallur Teitsson. Púttmót eldri borgara Íslandsmeistaramót unglinga í kata fór fram síðastliðinn laugardag í Smáranum í Kópavogi. Mótið var í umsjón Karatedeildar Breiða- bliks. Alls kepptu sex unglingar frá Karatefélagi Akraness á mótinu og stóðu sig vel. Bestum árangri náði Kristrún Bára Guðjónsdóttir sem varð Íslandsmeistari í kata, 13 ára stúlknaflokki. Kristinn Benedikt Hannesson, Kristrún Bára Guð- jónsdóttir og Ólafur Ían Brynjars- son fengu bronsverðlaun í hópkata 12-13 ára. Þá fengu einnig brons- verðlaun Amalía Sif, Eiður Andri og Guðbjörg Birta í hópkata 16-17 ára. Sama dag fór svo fram Íslands- meistarakeppni barna í kata og tóku fimm keppendur þátt í mótinu frá Karatefélagi Akraness. Þau stóðu sig einnig vel. mm Skagafólk vann til verðlauna í kata Kristrún Bára á verðlaunapalli. Þau unnu til bronsverðlauna í hópkata 12-13 ára. Með bronsverðlaun í hópkata 16-17 ára.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.