Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2016, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 24.02.2016, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2016 17 nesi síðustu 18 ár ásamt fjölskyldu sinni og þar líður þeim vel. „Samfé- lagið þar hefur tekið okkur mjög vel. Við eigum saman fjögur börn sem hafa gengið í gegnum menntakerf- ið á Akranesi og okkur hefur fundist mjög til þess koma hvað samfélagið heldur vel utan um börn og unglinga og sinnir þeim vel. Honum líkar einnig vel við umhverfið á Skagan- um og nýtir kvöldin til gönguferða þegar tækifæri gefst til, segir gott að fara í gönguferð á Langasand til að taka allt úr sér fyrir svefninn. Hann segir það hafa sína kosti og galla að þurfa að keyra upp á Akranes eftir vinnu. „Það vinnst úr manni á leið- inni heim. Reyndar eru tveir af strák- unum mínum í skóla í Reykjavík og við keyrum saman. Það fer auðvitað drjúg stund í að keyra á milli en það er viðleitni hjá okkur að gera gott úr þessu. Nú erum við fleiri að keyra saman á milli, þannig að maður er allavega í samfloti með hluta af fjöl- skyldunni á meðan.“ Ætlaði ekki í lögfræði Saksóknarinn er sáttur með starfs- val sitt þó hann hafi upphaflega alls ekkert ætlað sér að verða lög- fræðingur. „Það var alveg víðsfjarri mér. Ég var á stærðfræði- og eðlis- fræðibraut í menntaskóla og ætlaði í verk- og raungreinadeild háskólans. Það var enginn snertiflötur við lög- fræði í þeim greinum sem ég valdi mér sem valfög,“ segir hann. „Síð- an gerðist það að ég tek stærðfræði- greiningu sem valfag og náði engri tengingu við fagið. Þetta var fag sem var nokkurs konar fallfag í háskólan- um og ég vissi að það stóð í mörg- um. Ég taldi mig því á rangri hillu og ákvað að prófa lögfræðina einn vetur,“ heldur hann áfram. Hann segir helling hafa gengið á í lögfræð- inni og á köflum hafi það verið eins og að vera staddur í ljóðinu um tíu litla negrastráka. 180 manns byrjuðu en alltaf heflaðist úr hópnum fram á vorið. „Svo er það þannig að þeg- ar maður nær prófunum, þá finnst manni maður einhvern veginn vera skyldugur til að halda áfram. Mað- ur hefur lagt þetta á sig og aðrir sem mikið reyndu ekki komist áfram, þá prófar maður næsta ár á eftir.“ Ólafur vann allan tímann með náminu og þegar hann var á loka- ári keypti hann sér íbúð í Grafar- vogi. „Hún var tilbúin undir tré- verk og ég kláraði hana á meðan ég var að læra. Þetta gekk alveg ágæt- lega.“ Í janúar 1989 fór Ólafur í starfsnám hjá sýslumannsembætt- inu í Hafnarfirði. Hann segir áhug- ann á þessu sviði hafa vaknað þar. „Þetta var tveggja mánaða náms- vist sem teygðist aðeins á. Ég vann fram að útskrift og svo bættust við sjö ár til viðbótar,“ segir hann. Hann segist því hafa verið viðloðandi lög- reglumál frá 1989. „Það er margt sem hefur farið í gegnum hendurnar á manni á þessum tíma. Ég held að það færi mér eitthvað illa að starfa hinum megin við borðið sem verj- andi,“ segir hann. Íþyngjandi ákvarðanir Ólafur segir oft vera létt yfir vinnu- staðnum þó að undirtónninn sé svo- lítið þungur. „Fólk reynir að þjappa sér saman en út á við getur þetta ver- ið erfitt. Við erum að taka ákvarð- anir sem alltaf eru mjög íþyngjandi fyrir einhvern. Ef það er saksókn BÚÐU VEL UM GESTINA ÞÍNA Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8:30 - 17:00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Hafðu samband við sölufólk okkar í síma 580 3900 sem aðstoðar þig með ánægju. Fastus býður upp á vandað lín fyrir hótel, ferða- þjónustur og heilbrigðisstofnanir á sanngjörnu verði. Félagar í Fornbílafjelagi Borgar- fjarðar vinna nú að endurbótum á skemmunni sem upphaflega var byggð sem sláturhússrétt í Brák- arey. Félagið hefur húsið til afnota, en eigandi þess er Borgarbyggð. Þak skemmunnar lekur hins veg- ar talsvert og er nú verið að klæða plastdúk undir það þannig að vatn hripi ekki niður á bílana, heldur renni niður meðfram veggjunum. Að sögn félagsmanna vinnst verkið vel, en hér er um bráðabirgðaaðgerð að ræða. Drauminn segja þeir vera þann að félagið eignist húsið, en þá yrði farið í varanlegar endurbætur á því. Eftir að búið er að klæða dúk- inn er fornbílum af ýmsum gerðum komið þar undir í öruggt skjól fyrir vatni og vindum. mm Hvítum plastdúk er komið undir þakið sem varnar því að vatn leki yfir bílana. Trélistar sniðnir niður en þeim er komið í loftið og plastdúkurinn festur á þá. Endurbætur á gömlu sláturhússréttinni þá á að sækja einhvern til saka sem á þá mögulega yfir sér fangelsisdóm en ef það er ekki saksótt, þá finnst brotaþolanum það ekki alltaf sann- gjarnt. Það er erfitt að finna ánægða viðskiptavini í þessu,“ segir hann. Aðspurður hvað sé framundan segir hann að á döfinni sé að koma embættinu á rétt ról, að keppast við að klára allt sem snýr að hruninu og að ná jafnvægi í öllum málaflokkum. „Við ætlum að nýta þessa þekkingu og reynslu til að keyra þetta dæmi áfram og viljum ná einingu sem vinnur hratt og örugglega en gætir samt að því að gæðin séu í lagi. Svo er eilífðar keppikefli að þetta taki ekki allt of langan tíma, ég er orð- inn óþreyjufullur að ná því marki.“ Ólafur segist vongóður um að það takist enda sé lögð áhersla á að fólk skipuleggi tímann sinn vel. „Venju- leg afbrot eru afmarkaðri en efna- hagsbrotin. Það komu þrír starfs- menn frá ríkissaksóknara yfir til okkar sem mynda ákveðið bakstykki í þeim málaflokki. Þeir hafa innleitt það verklag sem komið var á þau mál hjá ríkissaksóknara.“ Níu lög- fræðingar vinna að þessum málum en alls komu 170 mál inn í embættið frá ríkissaksóknara við breytingarn- ar um áramótin. „Þessi hópur er að glíma við það. Svo er streymi í þessu, ný mál koma inn en það er verið að ná þessu hægt og rólega saman svo við náum þessu í jafnvægi,“ segir Ólafur Þór Hauksson að endingu. grþ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA Allt í gleri ÚTI OG INNI M ynd: Josefine Unterhauser

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.