Skessuhorn - 24.02.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2016 21
Fyrstu helgina í marsmán-
uði mun Kristín Tómas-
dóttir standa fyrir sjálfs-
styrkingarnámskeiði fyrir
stelpur á Akranesi. Nám-
skeiðið er ætlað stelpum
á aldrinum 12 til 15 ára
og byggir Kristín það á
nýjustu bók sinni „Stelp-
ur - 10 skref að sterkari
sjálfsmynd“. „Þetta er
helgarnámskeið sem er
sérstaklega hannað þann-
ig að það henti stelpum
og byggir aðallega á nýj-
ustu bók minni. Ég nota
þá bók sem grunn á nám-
skeiðinu en þarna kenni
ég stelpunum hvað orðið
sjálfsmynd þýðir, hvernig
stelpur geta lært að þekkja
sína eigin sjálfsmynd og
legg til leiðir sem þær
geta farið til að hafa já-
kvæð áhrif á sína eigin
sjálfsmynd,“ segir Kristín
í samtali við Skessuhorn.
Kristín segir námskeið-
ið vera fyrirbyggjandi
enda sýni rannsóknir að á
milli tíu og tólf ára aldurs
byrji sjálfsmynd stúlkna
oft að þróast í neikvæða
átt. „Þannig kynni ég
þetta sem fyrirbyggjandi
og reyni að hvetja stelpurnar sjálf-
ar til að vera meðvitaðar um sjálfs-
myndina sína og að læra að passa
betur upp á hana.“
Líka mikilvægt
fyrir stráka
Kristín er með BA gráðu í sálfræði
og kynjafræði frá Háskóla Íslands
og hefur skrifað fjórar bækur ætl-
aðar unglingsstúlkum og eina fyrir
stráka. „Ég hef því stúderað þetta
mjög mikið í gegnum bókaskrifin,
það er sjálfsmynd stelpa og hvað
hefur áhrif á hana en líka hvern-
ig má hjálpa þeim að passa betur
upp á sjálfsmyndina og styrkja sig.
Ég hef stundum líkt þessu við að
við sendum börnin okkar í leik-
fimi tvisvar í viku, þar sem þeim er
kennt að rækta líkamann og hlúa
að honum. En á sama tíma er ekk-
ert til sem heitir sjálfsrækt og það
er það sem ég er að kenna á þessum
námskeiðum, hvernig við stönd-
um vörð um sjálfsmyndina okk-
ar og ræktum hana,“ segir Kristín.
Hún segir þetta tiltekna námskeið
vera eingöngu ætlað stúlkum enda
byggt á slíkri bók. „Ég skrifaði
strákabókina í samstarfi við Bjarna
Fritzson handboltamann
sem hefur haldið nám-
skeið fyrir strákana. Það
er ekki síður mikilvægt
að styrkja sjálfsmynd
drengja þó það sé gert
með öðrum áherslum og
á öðrum aldri. Félags-
þroski drengja er að
meðaltali tveimur árum
á eftir stelpunum. Þeir
glíma því við afleiðing-
ar af neikvæðri sjálfs-
mynd seinna en stelp-
urnar. Ungir karlmenn
glíma frekar við vanda-
mál svo sem kvíða, þung-
lyndi sem í fleiri tilfellum
leiða út í sjálfsvígshugs-
anir í kringum tvítugt en
stelpurnar gera það fyrr
og þær glíma oft við önn-
ur vandamál en strákarn-
ir,“ útskýrir Kristín.
Lifandi og
skemmtilegt
Kristín segir námskeið-
ið sem haldið verður
á Akranesi hafa fengið
góðar viðtökur annars
staðar á landinu. „Þetta
er námskeið sem þeim
finnst skemmtilegt. Ég
nota leiki og skemmtileg verkefni,
myndbönd og reyni að hafa þetta
lifandi og skemmtilegt. Þeim líð-
ur ekki eins og þær séu að koma
í skólann. Svo finnst stelpum oft
gaman að pæla í sjálfri sér og velta
þessu öllu fyrir sér. Þetta er stelp-
unámskeið og þarna flétta ég þessu
öllu saman og kem sjálfsstyrk-
ingunni inn og því sem ég nefndi
áðan.“ Námskeiðið verður haldið
helgina 5. - 6. mars í Þorpinu og
skráning og frekari upplýsingar má
fá á stelpur2012@gmail.com eða á
Facebook undir „Stelpur“.
grþ
Heldur sjálfsstyrkingar-
námskeið fyrir stelpur
Kristín Tómasdóttir.
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akra-
nesi hyggst fara af stað með málm-
iðngreinaátak á næstunni. „Mikil
þörf er á endurnýjun tækjabúnaðar
og aðstöðu fyrir málmiðngreinar.
Skólinn auglýsir hér með eftir hug-
myndum að heiti á átakið. Senda
skal hugmyndir á netfangið skrif-
stofa@fva.is ásamt nafni og síma-
númeri fyrir 2. mars nk. og sérstök
nefnd mun velja besta heitið. Vinn-
ingshafi hlýtur í verðlaun kvöld-
verð fyrir tvo á veitingastaðnum
Galito á Akranesi,“ segir í tilkynn-
ingu frá skólanum.
Þá segir að mikil þörf og eftir-
spurn sé eftir iðn- og verkmennt-
uðu starfsfólki á Íslandi og hafa
talsmenn iðnaðarins lagt á það ríka
áherslu undanfarið að fjölga þurfi
ungu fólki í iðn- og verkgreinum.
Iðn- og verkmenntun er góður
kostur sem býður fjölbreytta náms-
og starfsmöguleika. Eftir fjög-
urra ára iðn- og verknám fær nemi
starfsréttindi og getur hafið störf
á vinnumarkaði. Einnig gefst iðn-
og verknámsnemum kostur á að
taka stúdentspróf með því að bæta
við sig námseiningum. Fjölbreyttir
möguleikar eru á framhaldsnámi að
lokinni útskrift úr fjölbrautaskóla
bæði hérlendis og erlendis, t.d. í
tækniskólum og háskólum.
Leggja þarf rækt við iðn- og verk-
menntun. Innan FVA búa málm-
iðngreinar nú við gamlan búnað.
Miklar tækniframfarir á síðustu
árum hafa leitt til þess að nauðsyn-
legt er fyrir skólann að fjárfesta í
nýjum tækjabúnaði fyrir málmiðn-
greinadeild skólans. „Við þurfum
að leggja rækt við málmiðngrein-
ar og tryggja að þær verði áfram
mikilvæg stoð í atvinnulífi Vestur-
lands og séu ein af forsendum fyrir
auknum tækifærum í iðn- og verk-
menntun og menntun á háskóla-
stigi. Þannig fléttast saman mennta-
og atvinnumál,“ segir Ágústa Elín
Ingþórsdóttir skólameistari.
Fjölbrautaskóli Vesturlands býð-
ur upp á vandað nám í iðn- og verk-
greinum og tilkoma nýrra fyrir-
tækja á Grundartangasvæðinu mun
enn auka þörfina fyrir iðn- og verk-
menntað fólk. „Við sjóndeildar-
hringinn eru ný og spennandi tæki-
færi og því nauðsynlegt að stjórn-
völd, sveitarfélög og fyrirtæki á
Vesturlandi taki höndum sam-
an í átaki um endurnýjun aðstöðu
og búnaðar við málmiðgreinadeild
Fjölbrautaskóla Vesturlands Akra-
nesi.“
mm
Hugmyndasamkeppni vegna
málmiðngreinaátaks í FVA
Tilboð í sumarleigu
heimavistar
Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi óskar eftir
tilboðum í leigu á hluta af húsnæði heimavistar
FVA á tímabilinu 1. júní til 10. ágúst 2016.
Um er að ræða 32 tveggja manna herbergi með
baðherbergi og eldhúsaðstöðu. Herbergin eru 25,9 m2
hvert og skiptast niður á fjóra ganga. FVA áskilur sér rétt
til að taka einu tilboði eða að hafna öllum.
Nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu
skólans í síma 433-2500. Tilboðum skal skilað
á skrifstofu skólans fyrir 10. mars 2016.
Fjölbrautaskóli Vesturlands
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Í tilefni af Rótarýdeginum, sem helgaður er fjölmenningu,
boðar Rótarýklúbbur Akraness til opins fundar. Tilgangur
fundarins er að vekja athygli á því hvernig ólíkir einstaklingar
af erlendu bergi brotnir, hafa fundið sér starf og skapað sér
heimili á Akranesi. Erindin halda 5 einstaklingar; Jóhannes
Símonsen (frá Færeyjum), Ruth Jörgensdóttir Rauderberg
(frá Þýskaland), Uchechukwu Michael Eze (frá Nigeríu),
Shyamali Ghosh (frá Indlandi) og Tuyet Anhthi Nguyen (frá
Vietnam). Öll erindin verða á íslensku.
Eftir kaffi og léttar veitingar verða síðan fyrirspurnir og umræður.
Fundurinn verður í Garðakaffi laugardaginn 27. febrúar
kl. 11:00 - 13:00.
Allir velkomnir.
Rótarýklúbbur Akraness
ÚTLENDIR SKAGAMENN
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
En hvað það er skrítið . . . .
Gunnar Helgason, Tilvera okkar er undarlegt ferðalag,
Mamma klikk, Munaðarleysinginn, Hrafnhildur Schram,
Víg Kjartans Ólafssonar, Reynir Þór, Sigrar og sorgir,
Einar Már Guðmundsson, Hólmari, hommi og
heimsborgari, Sigmundur Ernir Rúnarsson,
Hundadagar, Nína Sæmundsson og fl. og fl.
Nú er rétti tíminn að láta Hólminn heilla sig.
Facebook: Júlíana- hátíð sögu og bóka.
Júlíana
Hátíð sögu og bóka í Stykkishólmi
25. – 28. febrúar 2016
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6