Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 24.02.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 201626 Í blaðinu Fréttum frá 2. janúar 1916 er fréttadálkur merktur „Utan af landi“ svohljóðandi; Akranesi í gær: „Raflýsingu hafa Akranesbúar verið að hugsa um að koma upp hjá sér. Hefur Halldór Guðmundsson rafmagnsfræðingur komið hing- að uppeftir til að rannsaka, hvern- ig heppilegast væri að koma þessu fyrir. Höfðu menn hugsað sér að taka afl til raflýsingar og rafhitun- ar úr Berjadalsá, en Halldór komst að þeirri niðurstöðu, að vatnsmagn mundi eigi nægilegt í ánni til þess hvorutveggja. Er enn óráðið hvort notað verður afl árinnar eða mót- orafl.“ Í þessum fréttadálki, sem birtist fyrir 100 árum, er fleira að frétta af Akranesi: „Mótorbátum er nú verið að fjölga hér og eru nokkrir í smíðum erlendis; eiga þeir að vera um 30 smálestir hver.“ Einnig: „Ís- hús stórt eru nú þeir kaupmennirn- ir Loftur Loftsson og Þórður Ás- mundsson að láta byggja. Var hér eitt íshús áður, er Haraldur Böðv- arsson átti, en það var orðið ónógt þörfum kaupstaðarins.“ Mótor- bátarnir sem um ræðir munu hafa verið Ingólfur MB 67 og Kjart- an Ólafsson MB 6, í eigu þeirra Þórðar og Lofts. Einnig Valborg MB-93 í eigu Halldórs Jónssonar í Aðalbóli og fleiri, sem seldu hana síðar Þórði Ásmundssyni og Brynj- ólfi Nikulássyni á Háteigi. Skipið hét eftir það Hrefna MB-93. Rafveitumál á Akranesi Það mun hafa verið á öðrum ára- tug síðustu aldar að menn á Akra- nesi, eins og svo víða annars stað- ar á landinu, fóru að velta fyrir sér möguleikanum á nýtingu raf- magns til lýsingar. Forgöngumenn þess, að hafist var handa, voru þeir bræður Ólafur B. Björnsson rit- stjóri og Bjarni Ólafsson skipstjóri. Leituðu þeir fyrir sér um nægi- lega stóra rafstöð til heimilisnota. Höfðu þeir samband við fyrirtækið Hiti & Ljós í Reykjavík, sem þá var nýstofnsett. Var þetta einkafram- tak þeirra bræðra, því að ekki hafði áður verið rætt um raforkumál al- mennt á Akranesi. Þeim bauðst þá 12 hestafla stöð sem til var óseld og með slíkri stöð mátti framleiða ljós fyrir mörg hús. En þegar málið var rætt við heimamenn reyndust und- irtektir svo litlar að ekki reyndist grundvöllur fyrir framkvæmdum. Þeir bræður gáfust þó ekki upp og í ljós kom að sama fyrirtæki átti lít- inn hreyfil er duga myndi fyrir tvö til þrjú hús. Varð það úr að ráðist skyldi í kaupin og undirbúnar raf- lagnir á heimilum eigendanna. Var stöðin sett niður í kjallara að inn- gangi við Litlateig. Loftlína var síð- an lögð yfir til Hoffmannshúss og var það fyrsta rafmagnsloftlína sem lögð var á Akranesi, um 80 metra löng, og spenna stöðvar var 32 volt. Ljósin frá þessari rafstöð voru svo kveikt á jólum 1918 og þóttu mikil viðbrigði frá olíulömpunum. Svo sem vænta mátti vaknaði fljótt áhugi manna fyrir rafljósum í hús sín en kostnaður var mikill, bæði að stofni og rekstri, og erf- itt að leiða rafmagn um langan veg með lágri spennu. Haustið 1919 lét Þórður Ásmundsson kaupmað- ur setja upp stöð í verslunarhúsum sínum og leiddi frá henni í fimm næstu hús. Tveim árum síðar, árið 1921, var sett upp stöð að Hofteigi sem fimm húseigendur voru í fé- lagi um og þar á meðal samkomu- húsið Báran. Síðasta smárafstöð- in er sett var niður var hjá Staðar- felli 1924. Á Sandgerðisárunum komu þeir Haraldur Böðvarsson, Loftur Loftsson og Þórður Ásmundsson, útgerðarmenn af Akranesi, sam- eiginlega upp rafstöð í Sandgerði (sennilega 1918). Þá hafði komið frá útlöndum nýbakaður rafmagns- fræðingur, Eiríkur Hjartarson úr Svarfaðardal. Hann hafði farið vestur um haf til Bandaríkjanna og verið sjö ár við nám hjá hinu mikla fyrirtæki hugvitsmannsins Hjart- ar Thordarsonar í Chicago, og var samið við Eirík að leggja raflagnir og koma upp stöðinni. Mórinn og Garðaflóinn Á ýmsu gekk um rekstur þessara smástöðva, bilanir tíðar og rekst- ur dýr. Varð það þess valdandi að áhugi vaknaði meðal bæjarbúa að sameinast um eina stóra rafstöð fyrir kauptúnið. Var af þessu til- efni boðað til borgarafundar um málið 19. júní 1926 í Báruhúsinu. Til marks um ágreining fólks um rafmagnið er vísan sem Árni Böðv- arsson, síðar sparisjóðsstjóri, orti um Þorstein Jónsson á Grund eftir fund þennan, en Þorsteinn gegndi trúnaðarstörfum við mómælingar í Garðaflóanum: Þar Þorsteinn kom á sínum svarta frakka sat um stund og ekki lengi beið. Hann talaði af tungu og af hjarta og talaði eitthvað svona á þessa leið: „Ég ætla að láta allan Skagann vita að ég er á móti rafmagnssuðu og hita. Því ef almenningur hætti að hugsa um móinn þá yrði hann harla lítils virði Garðaflóinn.“ En það er af fundinum að segja að þar var samþykkt tillaga um stofnun sameignarfélags um bygg- ingu og rekstur rafstöðvar til al- menningsþarfa á Akranesi. Raforkan á Íslandi og Jóhannes Reykdal Hins vegar kom Rafmagnið fyrst til Íslands árið 1904. Talið er að hug- myndir um rafmagnsframleiðslu á Íslandi hafi – eins og svo margt ann- að – borist til landsins með Vest- ur-Íslendingum, í þessu tilfelli Frí- manni B. Arngrímssyni árið 1894. Hann var rafmagnsfræðingur og hafði unnið fyrir Thomas Edison. Þegar hann kom til landsins skoð- aði hann kosti þess að virkja fossa Elliðaánna til þess að framleiða raf- magn og lagði inn tillögur til bæjar- stjórnar um þau mál. Í hugum bæj- arbúa voru hins vegar önnur mál brýnni, svo sem að bæta frárennsli skólps og leggja vatnsleiðslur í hús. Auk þess veðjuðu Reykvíkingar fyrst í stað á gas í stað rafmagns sem eld- neyti. Það var svo Jóhannes Reykdal trésmiður sem fyrstur manna inn- leiddi rafmagn á Íslandi. Jóhannes reisti trésmiðju við Lækinn í Hafn- arfirði og virkjaði hann til að fram- leiða rafmagn fyrir vélar trésmiðj- unnar. Árið 1904 keypti Jóhann- es svo rafal í Noregi og setti hann upp ásamt Halldóri Guðmundssyni, fyrsta íslenska raffræðingnum. Þann 12. desember sama ár tók svo virkj- unin til starfa og rafmagnsljós voru kveikt í 15 húsum í Hafnarfirði og fjögur götuljós. Þar með hófst saga rafmagnsins á Íslandi. Jóhannes var einn merkasti athafnamaður og framfarasinni síðustu aldar. Hann átti eftir að bæta nýju vatnshjóli við virkjunina og reisa síðan nýja raf- stöð á Hörðuvöllum sem þá full- nægði allri eftirspurn eftir rafmagni í Hafnarfirði. Nýja rafstöðin þar tók til starfa haustið 1906 og framleiddi 37 kW. Samantekt Ásmundur Ólafsson Verði ljós - Rafmagn í 100 ár Berjadalsá er oftast vatnslítil. Myndin er sennilega tekin milli 1925-30 og sýnir Sveinbjörn Oddsson flytja farþega í skemmtiferð yfir ána á gamla Ford. Mynd: Óþekktur ljósm. Ljósmyndasafn Akraness. Fyrsta rafmagnsloftlínan á Akranesi var lögð frá húsi Björns Hannessonar, Litlateigi (til vinstri) og yfir til Hoffmannshúss (til hægri) árið 1918. Þessi mynd er tekin síðar, sennilega milli 1930-40, en þá var verslunin Frón í Hoffmannshúsi. Eftir það var Hótel Akranes rekið í húsinu. Hoffmannshúsið brann 15. apríl 1946. Hvíta húsið fyrir miðri mynd er Halldórshús, sem brann 12. janúar 1963. Litliteigur var hins vegar fluttur og er nú nr. 28 við Presthúsabraut. Húsin niður Bakkatúnið eru geymsla og íbúðarhús tengd Hoffmannshúsi. Þá koma Böðvarshús og verslunarhús Böðvars Þorvaldssonar, Deildartunga og Bakki. Fjærst sést í slippinn á Grenjunum. Einnig sést Lambhúsasund og Vesturflösin, sem ber milli Litlateigs og Halldórshúss. Garðveggurinn umhverfis lóðina við Haraldarhús sést til hægri, hérna megin við Vesturgötuna. Aðaleinkenni Skagans, kartöflugarðar og fiskur á rám, taka sitt pláss á myndfletinum. Myndhöfundur: Magnús Ólafsson/ Ljósmyndasafn Akraness/ Haraldarhús. Báruhúsið fékk rafmagn frá rafstöðinni á Hofteigi (Vesturgötu 23) árið 1921. Borgarafundurinn um rafmagnsmálin fór fram í Bárunni 19. júní 1926. Þessi mynd er hins vegar tekin af Peter J. Sörå 29. júní 1924. Í skrúðgöngunni hjá Bárunni er m.a. fjöldi norskra ungmennafélaga sem voru í heimsókn á Akranesi. Sá sem er fremstur og ber fánann er Oddur Sveinsson (1891-1966) á Akri – Oddur í Brú. Báruhúsið brann þann 22. október 1951, en það var byggt á árunum 1905-6 og var aðalsamkomuhús Akurnesinga í 45 ár. Það stóð neðan við Hótel Akraness/ Breið, handan götunnar við stóra hús HB Granda. Mynd: Ljósmyndasafn Akraness. Rafstöðin. Eins og kunnugt er var Bjarnalaug byggð í sjálfboðavinnu 1943-44 og eins og sjá má máttu sjálfboðaliðar ekki vera að því að taka ofan hattana, svo mikill var áhuginn við steypuvinnuna. Næsta hús er gamla rafstöðin, húsið með flata þakinu er Skólabraut 31 (Guðrún og Bergþór á Ökrum), þá Sunnuhvoll (nr. 33 – Alma Eggertsdóttir og Jóhannes Arngrímsson). Næst er hús nr. 35, Vegamót (Jófríður og Þórður Guðmundsson), þá Ársól. nr. 37 (Lovísa og Jón Þórðarson). Þá sést í Staðarfell, Kirkjubraut 1 (Sigríður Ármannsdóttir og Elías Guðjónsson). Þjóð- leifur Gunnlaugsson starfaði lengi sem rafstöðvarstjóri hjá Rafveitu Akraness. Hann bjó ásamt fjölskyldu sinni skammt undan (Skólabraut 19). Hann gekk jafnan undir nafninu „Leifi á Stöðinni“, en hann ólst upp hjá Birni á Litlateigi. Hann hefur því líklega fylgst vel með rafmagnsáhuga bræðranna Ólafs og Bjarna, frænda sinna. Myndhöfundur: Ólafur Árnason/ Ljósmyndasafn Akraness. Nokkrir starfsmanna Rafveitu Akraness bera saman bækur sínar á sjöunda áratug síðustu aldar. Frá vinstri: Hákon Björnsson verkstjóri, Óðinn Geirdal skrif- stofustjóri, Þjóðleifur Gunnlaugsson (Leifi á Stöðinni), fyrrum rafstöðvarstjóri og síðar innheimtumaður, Garðar Óskarsson, verkstjóri og síðar rafveitustjóri og Þorkell Kristinsson eftirlitsmaður. Mynd: Ólafur Árnason/ Ljósmyndasafn Akraness.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.