Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 24.02.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2016 15   Þeir sem geta sótt um styrk eru einstaklingar og lögaðilar sem:  stunda framleiðslu á vörum sem falla undir c-bálk íslensku atvinnugreinaflokkunarinnar ÍSAT2008. Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands.  flytja þurfa framleiðsluvöru sína meira en 245 km frá framleiðslustað á innanlandsmarkað. Opnað verður fyrir umsóknir 1. mars og er umsóknafrestur til og með 31. mars. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Byggðastofnunar og í síma 455-5400. Samkennd - að styrkja sig innan frá Á námskeiðinu er tvinnað saman gjörhygli og samkennd, byggt er á þekkingu á því hvernig hugurinn hefur þróast og hvernig hann starfar. Þetta er ný meðferðarleið sem þegar hefur verið sýnt fram á að geti hjálpað okkur við að fást við streitu, sjálfsgagnrýni og erðar tilnningar eins og sektarkennd, skömm, reiði, kvíða og depurð. Innifalið: Ljúffengur og hollur matur, skipulögð dagskrá, hugleiðsla og jóga, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Einnig nudd og val um ýmsar meðferðir. Verð pr. einstakling með gistingu er 130.000 kr. í einbýli en 123.500 kr. í tvíbýli. Námskeiðið er fyrir þá sem vilja ea þann styrk sem býr innra með okkur öllum. - berum ábyrgð á eigin heilsu Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands Nánari upplýsingar og skráning á heilsustofnun.is eða í síma 483 0300. 13.-20. 2016 mars 7 daga námskeið dagana 13.-20. mars 2016 Á dögunum var skrifað undir sam- starfssamning milli Knattspyrnu- deilda Skallagríms og Fram. Munu liðin senda sameiginleg lið til þátt- töku í mótum á vegum Knattspyrnu- sambandsins í 4. flokki kvenna og 3. flokki karla. Hrannar Leifsson, framkvæmdastjóri knattspyrnu- deildar Skallagríms, segir samstarf- ið koma báðum félögum til góða. Það geri Fram kleift að senda þrjú lið til keppni í Íslandsmótinu í báð- um flokkunum sem um ræðir. „Það hentaði þeim því mjög vel að fá okk- ar iðkendur inn,“ segir hann en bæt- ir því við að 4. flokkur kvenna sé einnig í samstarfi við Aftureldingu. En samstarfið kemur sér ekki síst vel fyrir unga og efnilega knatt- spyrnumenn í Borgarnesi. „Þetta gerir okkur kleift að gefa okk- ar iðkendum kost á að spila ell- efu manna bolta í stað sjö manna bolta. Einnig fá okkar iðkendur aðgang að fyrsta flokks æfingaað- stöðu,“ segir Hrannar. „Stelpurn- ar hafa til dæmis verið að æfa einu sinni í viku í Egilshöll sem kemur öllum gríðarlega vel,“ bætir hann við. Hrannar telur samstarfið mik- ið gæfuspor sem sé strax farið að bera ávöxt. „Ég held að þetta sé mjög jákvætt skref og góð leið til að koma okkar iðkendum skref- inu lengra í getu og í átt að meist- araflokki. Eftir að samstarfið hófst hafa til dæmis tveir strákar úr 3. flokki, Brynjar Snær Pálsson og Elís Dofri G Gylfason, verið vald- ir til æfinga með yngri landsliðum Íslands. Það virðist vera auðveld- ara að komast á radarinn hjá KSÍ ef leikið er í Reykjavíkurmótinu og í ellefu manna bolta og því ánægju- legt að okkar iðkendur hafi kost á því,“ segir Hrannar. kgk Skallagrímur hefur samstarf við Fram um yngri flokka Annað kvöld, fimmtudaginn 25. febrúar klukkan 20, munu nem- endur í unglingadeild Brekkubæjar- skóla frumsýna leikritið Græna hús- ið í Bíóhöllinni á Akranesi. Um er að ræða frumsamið verk með tón- list, söng og dansi. Höfundar þess eru Heiðrún Hámundadóttir og Samúel Þorsteinsson kennarar. Íris Ósk Einarsdóttir er danshöfundur. „Græna húsið er saga um unglinga sem þurfa að aðstoða eldri konu þegar hún lendir í vandræðum,“ segir Samúel en vill ekkert frekar gefa upp um efnistök í verkinu. Þau eigi að koma áhorfendum á óvart. Öllum nemendum 8., 9. og 10. bekkjar var gefinn kostur á að taka þátt í uppfærslunni. Þeir sem sótt- ust eftir því fengu svo val um það hvort þeir vildu stíga á svið, leika undir með hljómsveitinni eða koma að uppsetningunni með öðr- um hætti. Samúel segir að krakk- arnir hafi sýnt verkefninu mikinn áhuga. „Það eru rosalega margir sem taka þátt í þessu. Um 60 krakk- ar munu stíga á svið og alls koma að uppsetningunni um 90 nemendur. Það eru um tveir þriðju allra nem- enda í unglingadeild skólans,“ seg- ir hann. „Krakkarnir eru búnir að leggja mikið á sig því þetta er mik- il vinna, en mjög skemmtileg,“ bæt- ir hann við. Ferlið hófst fyrir áramót þegar krakkarnir buðu sig fram til þátt- töku og funduðu um verkið. Æfing- ar hófust svo strax eftir jól og Samú- el segir allt vera að smella saman og lofar góðri skemmtun. „Ég hvet alla til að mæta því þetta verður svaka- lega flott sýning.“ Áhugasömum er bent á að miða- sala er í fullum gangi á skrifstofu Brekkubæjarskóla. Krökkunum boðið í súpu Á sunnudag var mikill æfingadag- ur hjá aðstandendum leikritsins. Æfingar hóf- ust klukkan tíu að morgni og lauk ekki fyrr en tólf tímum síðar. Foreldrar barna sem koma að sýningunni datt í hug að sjá til þess að börnin fengju hollan og góð- an kvöldverð svo þau hefðu orku til loka æfingar. Varð kjúklingasúpa fyrir valinu. Einar Ólafsson kaup- maður gaf allt hráefni í súpuna af sínum rausnarskap, en hann hefur einnig stutt við bakið á sýningunni með auglýsingakaupum. Guðrún Lilja Hólmfríðardóttir eldaði súp- una og naut aðstoðar tveggja kenn- ara og foreldra við matseldina og frágang. Tífalda uppskrift þurfti til að metta allan hópinn sem kemur að sýningunni, um 90 manns eins og áður segir. Gátu allir haldið áfram æfingum, saddir og sælir að loknu þessu frábæra framtaki. kgk/ Ljósm. Sella Andrésdóttir. Nemendur Brekkubæjarskóla frumsýna Græna húsið Einar Ólafsson kaupmaður gaf hráefni í tífalda uppskrift af kjúklingasúpu sem matreidd var fyrir aðstandendur leikritsins. Guðrún Lilja Hólmfríðardóttir (í miðju) var að tína til hráefnið þegar Skessuhorn bar að garði. Með henni á myndinni eru Elínborg Llorens Þórðardóttir og Lóa Hauks- dóttir, starfsmenn Einarsbúðar. Ljósm. grþ. Súpan féll vel í kramið hjá nemendum. Söngur og dans leika veigamikið hlutverk í sýningunni. Frá æfingu á Græna húsinu í Bíóhöllinni í síðustu viku.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.