Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2016, Síða 22

Skessuhorn - 06.04.2016, Síða 22
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 201622 TÆKNIMESSA 2016 Fjölbreytt atvinnutækifæri Aðspurður hvort það hafi ver- ið eitthvað sem hafi komið hon- um á óvart í iðnnáminu segir Þor- grímur svo ekki vera og námið hafi alls ekki verið erfitt. ,,Ef mað- ur stundar námið vel og áhugi og vinnusemi er til staðar, þá er þetta barnaleikur. Það kom mér reynd- ar á óvart hvað þetta var skemmti- legt, ég held að iðnnám sé mun skemmtilegra en margir halda.“ En hefur Þorgrímur eitthvað skoðað möguleika sína á fram- haldsnámi eftir stálsmíðina? „Ef ég myndi fara í framhaldsnám þá myndi ég byrja á Meistaraskólan- um sem sveinsprófið býður upp á því þá væri maður kominn með réttindi til að hefja sinn eigin rekstur og verða þar með sinn eig- in herra.“ En nú hefur þú klárað vélvirkjun líka, var ekkert mál að fá vinnu eft- ir útskrift sem vélvirki? „Nei, alls ekki, ég var kominn með vinnu og byrjaður að vinna sem vélvirki fyr- ir útskrift. Það var pínu strembið en vel þess virði að byrja sem fyrst að vinna til að byggja upp reynslu meðal annars.“ Þorgrímur metur stöðu sína á vinnumarkaði mjög góða. „Það vantar alls staðar stálsmiði og þetta er ansi fjölbreytt starf. Það þarf til dæmis stálsmiði til að reisa stálgrindahús, vinna að ýmis kon- ar viðgerðum, smíða báta og bún- að, vinna í virkjunum og svona má lengi telja. Þannig að atvinnu- möguleikar fyrir stálsmiði eins og mig eru mjög góðir í dag.“ Eltið drauminn! En hvernig eru tekjurnar í stál- smíðinni? „Tekjumöguleikarnir mínir eru nokkuð góðir í dag. Eftir sveinsprófið og í ljósi þess að mikill skortur er á stálsmiðum, er nokk- uð auðvelt að fá vinnu. Ef maður er kominn með próf og fær vinnu með föstum tekjum þá velur mað- ur sér eiginlega tekjur sjálfur, því með því að fara í skóla og standa sig vel þá er gert vel við mann og ég sé alls ekki eftir að hafa lært stálsmíðina miðað við það sem ég hef kynnt mér.“ Hvernig sérð þú framtíðina fyrir þér í þínu fagi? Ertu bjartsýnn á að það fari fleiri að velja sér stálsmíði þannig að það verði ekki skortur á stálsmiðum í framtíðinni? „Ég er bjartsýnn á framtíðina því það þarf jú að endurnýja og laga hús, báta, lagnir og fleira en hvort skortur verði á stálsmiðum í framtíðinni get ég ekki svarað. Auðvitað vona ég að ekki verði skortur. Nám- ið er svo skemmtilegt að ég vona að krakkar velji sér að læra þetta. Við ungmenni sem eru að velta fyrir sér iðnnámi myndi ég segja að þau ættu bara að elta draum- inn. Íhuga vel hvað þau vilja. Velja svo iðnnám ef þau langar til þess, ekki gera bara eins og vinirnir, því það flækir hlutina oft að skipta um nám. Námið var hreint út sagt frábær skemmtun Þorgrímur Jóhann Halldórsson stálsmiður segir góð atvinnutækifæri í sinni iðn- grein. Þrátt fyrir að fækkun hafi orðið meðal iðnnema á síðastliðn- um árum í flestum iðngreinum eru þó sem betur fer alltaf nemar sem velja þessa leið. Þorgrímur Jóhann Halldórsson útskrifaðist á síðastliðnu ári sem stálsmiður en hafði áður lokið námi sem vélvirki. Hann segir lesendum aðeins frá því hvers vegna hann fór í iðnnám. Fyrst er hann spurður hvenig hann hafi valið sér nám að loknum grunnskóla. ,,Mig langaði að gera eitthvað fjölbreytt og skemmtilegt tengt málmiðninni þannig að ég fór í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og tók þar grunnnám málmiðna og bíliðna og eftir það var stefnan tekin á vélvirkjun sem ég kláraði í Borgarholts- skóla. Eftir útskrift vann ég sem vélvirki um tíma en fékk svo eiginlega leið á því og fékk vinnu í stálsmiðju og fann mjög fljótt að það átti mjög vel við mig,“ segir Þorgrímur. „Þess vegna fór ég að kanna með frekara nám tengt stál- smíðinni og það reyndist lítið mál að byggja ofan á það sem ég þegar hafði lokið við og það varð úr að ég fór í stálsmíði og lauk henni á tveimur önnum meðfram vinnu. Það nám átti svo vel við mig að mér fannst námið hreint út vera frábær skemmtun.“ Skagamaðurinn Sævar Jóns- son hefur starfað við blikk- smíði í rúm þrjátíu ár og er búinn að eiga og reka Blikksmiðju Guðmundar á Akranesi í tíu ár. Hann er einnig formaður Félags blikksmiðjueigenda á Íslandi og segir að lítil nýliðun sé í geiranum, sem og í öðrum iðnfögum. „Það hefur verið skortur á iðnaðarmönnum í mörg ár. Það er ekkert bara í blikkinu, það er alls staðar skortur. Í bifreiðasmíði, hjá bifvélavirkjum og víðar. Það eru vélvirkjar og trésmiðir sem starfa á blikksmiðjun- um. Ég set það ekki fyrir mig þegar ég ræð fólk í vinnu, spyr bara í dag hvað það kann og getur áður en það byrjar,“ segir Sævar. Hann segir að lengi hafi vantað fólk í blikksmíðina og telur að til að byrja með hafi það verið vegna þess að lengi vel hafi ekki verið nein að- staða til að læra blikksmíði. „Félag blikksmiðjueiganda gaf svo tækjabúnað til Borg- arholtsskóla, þar sem fagið er kennt í dag í lotunámi. Það er þó háð því að ákveð- inn fjöldi nemenda þarf að skrá sig, annars verður ekki kennt.“ Málmur er málið Sævar telur jafnframt að það sé ákveðið vandamál hversu margir læra eftir tvítugt. „Flestir koma og læra á þrítugsaldri og það er slæmt. Þá eru þeir búnir að vera að vinna og komnir með fjölskyldu. Það er mun betra að fara strax inn á þessar brautir.“ Ef mannekla verður viðvar- andi í iðngreinum telur hann að af- leiðingarnar geti orðið slæmar. „Þá þurfum við að leita til ómenntaðs fólks og það viljum við ekki. Launa- bilið minnkar þá á milli þeirra sem eru faglærðir og ólærðir og hvatinn til að mennta sig verður minni.“ En Sævar er bjartsýnn á að ástand- ið eigi eftir að skána. „Menntamála- yfirvöld og skólafólk virðast vera farin að breyta áherslunum. Í dag er meiri áhersla lögð á iðn- og tækni- greinar en áður.“ Hann segir vand- ann þó ekki liggja hjá menntastofn- unum heldur telur hann skort á fólki með iðnmenntun vera foreldra- vandamál. „Ákvarðanir um framtíð barnanna eru teknar inni á heimil- um og þar er áherslan lögð á bók- nám. Fólk áttar sig oft ekki á því að leiðin fyrir þá sem fara í iðnnám er opnari. Það er auðvelt að bæta við sig nokkrum einingum og útskrif- ast einnig sem stúdent. Þá eru tvær leiðir opnar, annars vegar bóklega leiðin og svo iðngreinin. Þetta býður þannig upp á fleiri framtíð- armöguleika, það er hægt að gera svo margt.“ Sævar vill því nota tækifærið og hvetja ungt fólk til að vera með opinn huga og skoða hversu marg- ar leiðir eru í boði. Hann leggur mikla áherslu á kosti iðn- og tækni- menntunar. „Sjálfstraustið eykst til dæmis hjá þeim sem fá að gera eitthvað með höndunum og við að fá að skapa eitthvað. Í iðnmenntun komast nemendur í bein tengsl við efnið og fagið sem er góður undir- búningur,“ segir Sævar og bendir jafnframt á að iðnnám sé í mörg- um tilfellum alþjóðlegt og opni því ýmsar dyr. „Við hvetjum alla til þess að koma á Tæknimessuna og skoða þessu fög. Málmur er mál- ið,“ segir Sævar blikksmiður að endingu. Fleiri möguleikar fyrir þá sem fara í iðnnám Svipmyndir úr Blikksmiðju Guðmundar á Akranesi. Sævar Jónsson blikksmiður á Akranesi segir iðnnám bjóða upp á fleiri möguleika en bóknám.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.