Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2016, Síða 7

Skessuhorn - 20.04.2016, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016 7 Ljúfur drengur, ljósgeisli sem lífið brosti við. Sú mynd er móður dýrmæt nú á baksviði ólýsanlegs hryllings og harma. Þyrnibraut og þjáninga varð hlutskipti hans. Í barmi grét lánlaust barn uns lostið sturlun lífi svipti. Það enginn skilið getur nema Guð. Hann einn skilur og fyrirgefur. Miskunn hans veikum vægir. Líkn hans lýsi honum og okkur sem eftir lifum. Erla Guðmundsdóttir Hinsta kveðja frá móður Akraneskaupstaður vekur athygli á eftirfarandi viðtalstímum hjá bæjarstjóra, garðyrkjustjóra, byggingarfulltrúa og sviðsstjórum kaupstaðarins: Bæjarstjóri• , Regína Ásvaldsdóttir (baejarstjori@akranes.is) á fimmtudögum kl. 10:00-12:00. Stjórnsýs• lu- og fjármálasvið, Steinar Adolfsson (stjornsysla@akranes.is) á fimmtudögum kl. 10:00-12:00 Skipul• ags- og umhverfissvið, Sigurður Páll Harðarson (skipulag@akranes.is) á fimmtudögum kl. 10:00-11:00, hjá byggingarfulltrúa, Stefáni Steindórssyni á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 11:00-12:00 og hjá garðyrkjustjóra, Írisi Reynisdóttur á miðvikudögum kl. 11:00-12:00. Velferðar• - og mannréttindasvið, Jón Hrói Finnsson (velferd@akranes.is) á fimmtudögum kl. 10:00-12:00. Skóla• - og frístundasvið, Svala Hreinsdóttir (skoliogfristund@akranes.is) á fimmtudögum kl. 10:00-12:00. Viðtalspantanir fara fram rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar eða símleiðis í þjónustuveri kaupstaðarins í síma 433 1000. Ennfremur er hægt að senda inn fyrirspurnir / ábendingar á tilgreind netföng. Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Við erum hér fyrir þig! SK ES SU H O R N 2 01 6 Bæjarstjórn Akraness samþykkti fyrr á árinu reglur um veitingu viðurkenningar fyrir nýsköpun. Um er að ræða viðurkenningu sem veitt er einu sinni á ári í formi peningaverðlauna til einstaklinga, hópa eða fyrirtækja sem vinna að nýsköpun. Á heimasíðu Akraneskaupstaðar er hægt að skila inn tilnefningum rafrænt og skal rökstuðningur fylgja tilnefningunni. Skilyrt er að verkefnið hafi tengingu við Akranes. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 9. maí næstkomandi. Akraneskaupstaður óskar eftir tilnefningum til viðurkenningar fyrir nýsköpun Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is Hluti af komandi sumri www.n1.is facebook.com/enneinn Matreiðslumaður – sumarafleysing Við leitum að metnaðarfullum matreiðslumanni eða matartækni til sumarafleysinga í Staðarskála. Um er að ræða vaktavinnu, unnið er í viku og frí í viku. Helstu verkefni: • Matreiðsla • Umsjón með eldhúsi • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur: • Reynsla af sambærilegum störfum eða menntun sem nýtist í starfi • Snyrtimennska • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Dugnaður og jákvætt viðhorf Nánari upplýsingar veitir Einar R. Ísfjörð stöðvarstjóri í síma 440 1335. Áhugasamir sendi inn umsókn á www.n�.is Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá fyrirtækinu. VR-15-025 Lokahátíðir Stóru upplestrarkeppn- innar fóru fram á tveimur stöðum á Vesturlandi í liðinni viku. Steig þar á stokk margt ungt og efnilegt fólk í framsögn og lestri. Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, og lýkur á vormánuðum með því að valdir eru bestu upp- lesarar í 7. bekk í hverju byggðar- lagi eða í umdæmi hverrar skóla- skrifstofu. Á Vesturlandi eru haldn- ar þrjár svæðaskiptar lokahátíðir á ári hverju. Sá hluti keppninnar sem er fyr- ir nemendur úr Borgarfirði og Dölum fór fram í Leifsbúð í Búð- ardal síðastliðinn fimmtudag. Úr- slit urðu þau að í fyrsta sæti varð Unndís Ida Ingvarsdóttir úr Heið- arskóla í Hvalfjarðarsveit. Guðrún Brynjólfsdóttir einnig úr Heiðar- skóla varð í öðru sæti og Þorbjörn Ottó Kristjánsson Grunnskólanum í Borgarnesi í því þriðja. Þá varð lokahátíðin á Snæfells- nesi haldin í Grundarfjarðarkirkju sama dag. Þar kepptu nemendur úr 7. bekkjum skólanna á Snæfellsnesi og varð Jóhanna Magnea Guðjóns- dóttir úr Grunnskóla Snæfellsbæj- ar sigurvegari. Í öðru sæti lenti Mi- nela Crnac úr sama skóla. Í þriðja sæti varð Birta Sigþórsdóttir úr Grunnskóla Stykkishólms. Síðdegis í gær fór fram lokahá- tíð Stóru upplestrarkeppninnar á Akranesi og verða úrslitin birt í næsta tölublaði þar sem henni var ekki lokið þegar blaðið fór í prent- un. grþ Stóra upplestrarkeppnin á Snæfellsnesi og í Dölum Verðlaunahafarnir á Snæfellsnesi. Frá vinstri Birta, Jóhanna Magnea og Minela. Ljósm. tfk. Verðlaunahafar í Leifsbúð. Frá vinstri Unndís Ida, Guðrún og Þorbjörn Ottó. Ljósm. sm. Hópurinn sem las í Leifsbúð. Ljósm. sm. Þau lásu í Grundarfjarðarkirkju. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.