Skessuhorn - 20.04.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016 15
ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI
Eiríkur J. Ingólfsson ehf.
S
ke
ss
uh
or
n
20
13
Okkur vantar
starfsfólk
í ræstingar
ISS leitar að starfsfólki í ræstingar
eftir kl. 16. Um hlutastarf er að
ræða.
Áhugsamir hafi samband við Ásu
í síma 696 4919 eða sendið inn
umsókn á vef ISS. www.iss.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
1233. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í
bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 26. apríl
kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir
til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að
hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir:
Sjálfstæðisflokkurinn í Golfskálanum, •
laugardaginn 23. apríl kl. 10.30
F• rjálsir með Framsókn í Haraldarhúsi, Vesturgötu 32,
kjallara, gengið inn frá palli, mánudaginn 25. apríl kl. 20.00
Björ• t framtíð í Vitakaffi, Stillholti 16-18, mánudaginn
25. apríl kl. 20.00
S• amfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18,
laugardaginn 23. apríl kl. 11.00
Bæjarstjórnarfundur
Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is
Bjarnarbr. 4-6, Borgarnesi, www.safnahus.is, 433 7200
Sumarbragur
Safnahús Borgarfjarðar
Tónlistarskóli Borgarfjarðar
Uppskeruhátíðin okkar
Sumarbragur
verður haldin í Safnahúsi
fimmtud. 21. apríl kl. 15.00.
Um er að ræða tónleika þar sem nemendur
Tónlistarskólans flytja verk sem þeir hafa verið að
semja á undanförnum mánuðum við ljóð borgfirska
skáldsins Snorra Hjartarsonar.
Við sama tækifæri verður opnuð sýning á
ljósmyndum Sigurjóns Einarssonar, Refir og menn
Allir velkomnir
Sumarbragur er heiti á verkefni þar sem markmiðið er
að hvetja ungt fólk til tónsköpunar á grundvelli texta.
Þetta er frumkvöðlaverkefni sem felur í sér þverfaglega
nýtingu mannauðs og hugmynda. Verkefnið er styrkt af
samfélagssjóði Verkfræðistofunnar Eflu.
Frá uppskerutónleikunum árið 2015
Miðvikudaginn 4. maí verður hald-
in á Hvanneyri ráðstefna um staðar-
anda Vesturlands. Ber hún yfirskrift-
ina „Blásið til sóknar: Staðarandi
Vesturlands - innviðir - ímynd og
sóknarfæri.“ Er hún haldin á vegum
Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
og umhverfisskipulagsbrautar Land-
búnaðarháskóla Íslands, með stuðn-
ingi frá sóknaráætlun. Ráðstefn-
unni er ætlað að leiða Vestlendinga
til samtals um sérkenni sveitarfélaga
og hvernig þau geta nýst sem sókn
í ímyndarvinnu og atvinnutækifær-
um. Halldór Halldórsson formað-
ur Sambands íslenskra sveitarfélaga
setur ráðstefnuna en að henni kem-
ur fjöldi fyrirlesara, svo sem Björg
Ágústsdóttir frá Alta, Vífill Karlsson,
Daði Guðjónsson frá Íslandsstofu,
Sævar Freyr Sigurðsson frá Saga
Travel, Bryndís Geirsdóttir frá Hinu
blómlega búi og Edda Ívarsdóttir frá
LbhÍ. „Einnig hafa nemendur um-
hverfisskipulagsbrautar unnið mörg
greiningar- og hönnunarverkefni á
Vesturlandi sem verða til kynningar
á ráðstefnunni. Þá verður opnuð vef-
síða og mörg verkefnanna gerð að-
gengileg. Sveitastjórnarfólk, ferða-
þjónustuaðilar og allt áhugafólk um
betri byggð er hvatt til að taka dag-
inn frá því svo sannarlega eru sókn-
arfæri svæðisins mörg,“ segir í til-
kynningu um ráðstefnuna.
Þörf fyrir hið einstaka
„Hver staður er einstakur og hefur
sína sál eða anda sem greinir hann
frá öðrum. Á tímum hnattvæðingar
þegar hvers kyns straumar og stefn-
ur æða heimshorna á milli á auga-
bragði steðjar ákveðin hætta að
anda staðanna. Stöðluð uppbygg-
ing samgöngumannvirkja, bygg-
inga og opinna svæða gerir það að
verkum að ólíkum stöðum svip-
ar sífellt meira til hvors annars. Á
sama tíma eykst þörfin á hinu ein-
staka, sem ekki finnst annars staðar.
Sú þörf er jafnt hjá þeim sem heim-
sækja staðina sem ferðamenn, þeim
íbúum sem vilja laða til sín ný at-
vinnutækifæri og þeim sem leita eftir
þráðum sem tengja samfélagið sam-
an. Í þessu samhengi er staðarvitund
mjög mikilvægt hugtak og mun vægi
þess aukast hérlendis á komandi
árum fylgi Ísland þeirri bylgju sem
farið hefur um nágrannalönd okkar,“
segja Helena Guttormsdóttir, lektor
og brautarstjóri LbhÍ og Hrafnkell
Proppé, svæðisskipulagsstjóri höf-
uðborgarsvæðisins, í tilkynningunni.
Enn fremur útskýra þau hvað stað-
arvitund er: „Góð staðarvitund felst
í því að geta greint þau fjölmörgu
atriði sem staðarandinn byggir á,
skilja samspilið á milli þeirra, meta
þá þætti sem draga úr sérkennum og
þá þætti sem styrkja þau. Þessi atriði
geta átt sér stað í náttúrulegri um-
gjörð, byggingasögulegri arfleifð og
í mannlífinu sjálfu fyrr og nú. Sem
dæmi um birtingaform þessa þátta
má nefna litasamspil sem má finna
bæði í náttúrulegri umgjörð og
mannvirkjum, Endurtekningu for-
ma, lykt og viðmót svo eitthvað sé
nefnt.“
kgk/ Meðf. myndir eru unnar af
nemendum umhverfisskipulagsbraut-
ar LbhÍ.
Ráðstefna um staðaranda
Vesturlands verður í byrjun maí
Fiskilækur í Leirársveit.
Fitjar í Skorradal.
Beituskúrinn við Reitarveg í Stykkishólmi.