Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2016, Page 25

Skessuhorn - 20.04.2016, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016 25 Snæfellsbær sendir íbúum Snæfellsbæjar og íbúum Vesturlands ósk um gleðilegt sumar Grundararðarbær óskar íbúum Grundararðar og öðrum Vestlendingum gleðilegs sumars Gleðileikarnir 2016 fóru fram í Borgarnesi á þriðjudag og miðviku- dag í liðinni viku. Var þetta í þriðja sinn sem þeir eru haldnir en Gleði- leikarnir voru nú sem áður skipu- lagðir af Foreldrafélagi Grunnskól- ans í Borgarnesi. Á leikunum keppa nemendur í 7. til 10. bekk í þraut- um af ýmsum toga á nokkrum stöð- um í Borgarnesi. Alls tóku átta lið þátt í keppninni í ár og var þeim skipt eftir litum. Þrautirnar voru einnig átta, skipulagðar í samstarfi við grunnskólann sjálfan, Björgun- arsveitina Brák, Landnámssetrið, listakonuna Michelle Bird, UMSB, Félagsmiðstöðina Óðal, Stéttafélag Vesturlands og þá Sigurstein Sig- urðsson og Geir Konráð Theó- dórsson hjá Hugheimum. Mark- mið leikanna er að efla unglingana bæði sem einstaklinga og sem hóp og að styrkja sjálfsmynd þeirra og sjálfstæði en þrautirnar felast í sam- vinnu, sjálfstæði og gleði. Gefin voru stig fyrir þá þrjá þætti auk svo- kallaðra „rokkstiga“. Meðal verk- efna sem krakkarnir þurftu að leysa á Gleðileikunum var að taka mynd af ferðamönnum, leysa arkitektar- þraut með Lego kubbum, ganga eftir þrautabraut með sjúkrabörur og gera stórt, sameiginlegt málverk þar sem þau þurftu að mála ýmist með bundið fyrir augu, með vinstri hendi eða dansandi. Þá þurftu nem- endur einnig að taka þátt í leiklist- arspuna og útbúa launaseðla hjá Stéttarfélagi Vesturlands, sem var hugmynd frá einum nemanda í 10. bekk skólans. Að þrautunum lokn- um var boðið upp á pizzuveislu í Hjálmakletti, þar sem tilkynnt var um sigurvegara og hverjir skoruðu flest stig í hverjum flokki. Að sögn Ástu Kristínar Guð- mundsdóttur verkefnisstjóra Gleði- leikanna 2016 gekk allt smurt og allir þátttakendur voru glaðir og ánægðir með framtakið. „Okkur langar að koma á framfæri þakklæti til allra sem stóðu að baki þessu, bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Maður er bara á bleiku skýi, þetta er dæmi um frábæra samvinnu og sam- takamátt, hvað hægt er að gera þeg- ar allir leggjast á eitt. Hér eru ýms- ir aðilar úti í samfélaginu sem láta sig málefnið varða og það er ómet- anlegt. Við hlökkum bara til þess að takast á við þetta verkefni áfram, okkur langar að þetta sé komið til að vera,“ sagði Ásta Kristín. grþ Leystu ýmsar þrautir á Gleðileikunum Græna liðinu gekk vel og fékk liðið hæsta skor í samvinnu, gleði og sjálfstæði. Mikil gleði einkenndi stöðina á vinnu- stofu Michelle Bird, þar sem krakkarnir unnu saman að gerð málverks. Meðlimir appelsínugula liðsins voru sigurvegarar Gleðileikanna 2016. Einbeittir liðsmenn gula liðsins að vinna að deiliskipulagsverkefni, þar sem þeir fengu úthlutað lóð og þurftu að byggja hús úr Lego kubbum eftir ákveðnum for- sendum.Í lokin fengu allir pizzu og gos í Hjálmakletti. Bláa liðið sýnir samvinnu á einni stöðinni. Hópefli hjá appelsínugulum, áður en hafist var handa við spunaverk.Bleika liðið að leysa þraut björgunarsveitarinnar í Brákarey.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.