Skessuhorn - 20.04.2016, Side 28
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 201628
Súkkulaðikökur eru viðeigandi við
nánast öll tækifæri. Þær eru líklega
vinsælustu kökur sem hægt er að
bera á borð og eru til ótal marg-
ar uppskriftir af ólíkum súkkulaði-
kökum. Sumir vilja klassíska súkk-
ulaðiköku með súkkulaði smjör-
kremi, aðrir vilja dökka Djöfla-
tertu og enn aðrir eru hrifnastir af
blautum, frönskum súkkulaðikök-
um. Uppskriftin sem við birtum
hér er frá mæðgunum sem halda
úti vefsíðunni mömmur.is. Þar
birta þær ýmsar fjölbreyttar upp-
skriftir af fallega skreyttum kökum
og kræsingum. Þá halda þær einn-
ig úti Facebook síðu með sama
nafni og eru komnar með aðgang
á samskiptaforritið Snapchat, þar
sem fylgjast má með þeim, nánast
í beinni útsendingu, við að baka
og skreyta. Súkkulaðikakan sem
hér um ræðir er frekar fín, blaut
og ómótstæðilega góð. Kakan er
góð í hvers kyns veislur og hent-
ar vel til að skreyta þær. Það má
skera hana út og skreyta listavel
með kremi eða sykurmassa eins og
sést hér á meðfylgjandi mynd. Hér
hafa mömmur.is gert sannkallað
sykurmassa listaverk úr kökunni
og breytt henni í Lamborghini bíl
í tilefni af tökum á kvikmyndinni
Fast-8 en sem fóru fram á Akra-
nesi undanfarna viku.
Afmælissúkka í ofnskúffustærð
Þurrefnin saman í eina skál:
500 g hveiti
200 g sykur
200 g púðursykur
10 msk kakó
2 tsk matarsódi
2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
Vökvinn settur í aðra skál:
4 egg
1 1/2 bolli nýmjólk
1 bolli súrmjólk
250 g brætt smjör, kælt aðeins.
Einnig hægt að nota olíu í staðinn
fyrir smjörið.
3 tsk vanilludropar
Ofninn hitaður í 175 gráður.
Aðferð:
Blandið þurrefnunum saman í
skál. Vökvanum ásamt eggjunum í
aðra skál. Hrærið með pískara þar
til allt hefur blandast vel saman.
Smyrjið ofnskúffu og hellið deig-
inu í skúffuna. Bakið í 25 - 30 mín-
útur eða þar til deigið er bakað í
gegn.
Smjörkrem:
500 g smjör
400 g flórsykur
2 msk kakó
1 stk eggjarauða
1 tsk vanilludropar
1 msk síróp
Aðferð:
Þeytið saman smjöri og flórsykri
þar til það verður létt og ljóst,
bætið kakói útí og hrærið síðan
eggjarauðunni saman við. Að lok-
um eru vanilludropar og síróp sett
út í. Hrært vel saman í 1 – 2 mín.
Súkkulaðikaka við öll tilefni -
líka fyrir Lamborghini aðdáendur
Freisting vikunnar
Undanfarnar helgar hefur Sjöfn
Sæmundsdóttir haldið reiðnám-
skeið fyrir unga og upprennandi
knapa í reiðhöllinni í Búðardal. Á
föstudaginn var boðið til sýningar
þar sem nemendur sýndu listir sín-
ar.
sm
Héldu sýningu í
reiðhöllinni í Búðardal
Tara Ösp Tjörvadóttir frumsýndi
nýlega myndband þar sem sjá má
ljósmyndir af 100 Íslendingum
sem þjást af þunglyndi. Mynd-
bandið er unnið úr ljósmynda-
verkefninu Faces of Depress-
ion, sem Tara Ösp stofnaði til að
vekja samkennd fyrir þunglyndi
auk þess að vera vettvangur fyr-
ir fólk til að opinbera veikindi sín.
Í myndbandinu má meðal annars
sjá andlit þjóðþekktra Íslendinga á
borð við rapparann Kött Grá Pjé
og söngvarann Einar Ágúst Víði-
sson. „Eftir að hafa verið í gíslingu
eigin fordóma opnaði ég mig op-
inberlega um veikindi mín í lok
síðasta árs, eftir ellefu ára baráttu.
Þá fann ég að byrðin af því að fela
þunglyndið hafði verið þyngri en
sjúkdómurinn sjálfur, sem er átak-
anleg staðreynd hjá mörgum sem
glíma við andlega sjúkdóma,“ seg-
ir Tara Ösp í grein um söguna á
bakvið verkefnið. Hún segir eigin
fordóma hindra fólk í að sækja sér
hjálp. „Þeir hindra okkur í að tala
um baráttu okkar en það er ekki
fyrr en við förum að tala um veik-
indin sem okkur fer að batna.“ All-
ar ljósmyndirnar 100 í einu mynd-
bandi má finna á samfélagsmiðlin-
um Youtube undir heitinu 100 Fa-
ces Of Depression. Ljósmynda-
verkefni Töru Aspar má finna í
heild sinni á vefsíðunni www.fodp-
roject.com.
Baráttan heldur áfram
Tara er ein af stofnendum #ég-
erekkitabú byltingarinnar og vann
ein að þessu verkefni í kjölfar bylt-
ingarinnar frá því í október 2015.
Hún segir að í framhaldi af frels-
un sinni hafi tugir manna haft sam-
band við hana sem voru fangar eig-
in fordóma og hún vildi hjálpa þeim
að stíga fram. Tara Ösp segir bar-
áttuna við fordóma þó halda áfram
og biðlar til almennings um aðstoð
við næsta verkefni. „Næsta verk-
efni mitt er fræðslu- og heimildar-
myndin Depressed Nation, þar sem
ég mun taka viðtöl við fólk víðsveg-
ar um landið sem hefur reynslu af
þunglyndi og blanda því saman við
fræðsluefni. Myndin mun fræði þig
bæði um þunglyndi, áhrifin sem for-
dómar hafa og hvað við getum gert
til að gera samfélagið okkar að virk-
ari, samstæðari og heilbrigðari stað
til að búa á. Ég þarf á ykkar hjálp að
halda bæði við að kosta verkefnið og
einnig vantar mig viðmælendur fyr-
ir myndina.“ Styrkja má verkefnið
með því að fara á vefsíðuna http://
igg.me/at/dn en þar má einnig finna
allar upplýsingar um verkefnið.
Þunglyndi er ekki tabú
Meðaltími frá því að þunglynd-
ur einstaklingur veikist og þar til
hann leitar sér hjálpar eru tíu ár
og bendir Tara Ösp á að þung-
lyndi geti versnað með tíman-
um, rétt eins og aðrir sjúkdómar.
„Við þurfum að grípa inn í áður en
það er um seinan. Við þurfum að
fræða börnin og unglingana okk-
ar um andlega sjúkdóma til að fyr-
irbyggja eftir bestu getu langvar-
andi andleg veikindi. Við þurfum
að kenna samfélaginu að tala um
andlega sjúkdóma og brýna mik-
ilvægi þess að tala um þá. Verum
stolt af baráttum okkar og annarra
við andleg veikindi og styðjum
hvort annað, því við erum langt frá
því að vera ein,“ segir Tara Ösp.
„Þunglyndi er sjúkdómur sem
20% mannvera mun veikjast af
einhvern tíma á lífsleiðinni og það
er í okkar höndum að stuðla að op-
inni umræðu um geðsjúkdóma, til
að fyrirbyggja eftir fremsta megni
langvarandi veikindi. Þunglyndi er
ekki tabú.“
grþ
Myndaði andlit 100 þunglyndra Íslendinga
Í myndbandinu má sjá andlit 100 Íslendinga sem glímt hafa við þunglyndi.
Tara Ösp Tjörvadóttir barðist sjálf við eigin fordóma í ellefu ár.